Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 22
Ólíkir hiuthafar í Granda Annars er litrófið í hluthafahópi Granda
svolitið sérstakt og skemmtilegt. Ágúst Einarsson, alþingismaður
og prófessor er eindreginn stuðningsmaður veiðileyfagjalds á ís-
landi og fer oft mikinn í tali um kvótakónga og fleiri. Kristján Lofts-
son, forstjóri Hvals hf. sem stendur að Vogun er helsti fylgismaður
hvalveiða á Islandi. Jón Ingvarsson hefur svo sem stjórnarformað-
ur SH verið einn helsti andstæðingur hvalveiða við ísland og hafa
hvalveiðar verið eitur í beinum Sölumiðstöðvarinnar og hefur hún
varað við hvalveiðum Hvals hf. Raunar verður fróðlegt að fylgjast
með því hvort stefnubreyting verði hjá nýrri stjórn SH i hvalveiði-
málinu, hvort Róbert taki öðruvís á þessu máli en Jón Ingvarsson.
Eyjólfur Sveinsson, stjórnarformaður HB, og Haraldur Sturlaugsson,
forstjóri HB, á aðalfundi Haraldar Böðvarssonar. Þeir urðu óvænt
þátttakendur í SH-málinu þegar Róbert hóf viðræður við þá um kauþ
á bréfum HB í SH mánudagskvöldið 8. mars.
hans, Ólafur Helgi Marteinsson, unnu stórvirki við að rétta Þor-
móð ramma upp úr öskustónni og hafa reynst félaginu farsælir og
skilað Granda og öðrum hluthöfúm góðum arði. Þegar Grandi
tengist bæði Jóni og Róbert með svo afgerandi hætti er hægt að
setja upp þá kenningu að Grandi hafi stutt þá báða, Jón til stjórnar-
formennsku í SH af heilum hug, þ.e. til sigurs, en Róbert einnig,
óbeint, í gegnum hlut Granda í Þormóði ramma - Sæbergi. Eitt er
á hreinu; stjórn Granda setti þeim Brynjólfi Bjarnasyni og Róbert
Guðfinnssyni ekki stólinn fyrir dyrnar í valdabrölti þeirra innan
SH. En það hefði hún auðveldlega getað gert með tveimur hótun-
um; þeirri að segja Brynjólfi upp og hinni að láta af stuðningi við
Róbert innan Þormóðs ramma - Sæbergs. Þá hefði Grandi líka get-
að hótað að selja hlut sinn í Þormóði ramma - Sæbergi og slíta
þannig öllum samskiptum við þá Róbert og Ólaf Helga Marteins-
son. Fjölskylda Ólafs er næststærsti hluthafinn í Þormóði ramma -
Sæbergi í gegnum ijárfestingarfélag sitt, Martein Haraldsson hf.
Frá aðalfundi Haraldar Böðvarssonar hf. Miðað við yfirlýsingar í fjöl-
miðlum um óróa og titring vegna sölunnar á bréfum HB í SH til Ró-
berts Guðfinnssonar hefði mátt œtla að eftirmáli yrði af því máli á að-
alfundinum og að skiþt yrði um stjórnarformann hjá HB, Eyjólf
Sveinsson, framkvæmdastjóra Frjálsrar fjölmiðlunar, og að Ólafur B.
Ólafsson yrði stjórnarformaður. Svo varð ekki. Fundurinn var róleg-
ur og engir eftirmálar sýnilegir.
skátt við það að bola Jóni í burtu úr formannssæti SH. í einhveij-
um fyrirtækjum hefði hegðun Brynjólfs þótt brottrekstrarsök. Eft-
ir að stjórn SH sagði Friðriki upp, föstudagsfúndinn 19. mars, áttu
margir von á því að Brynjólfi yrði sömuleiðis sagt upp hjá Granda;
fyrst þessi súllinn væri kominn í málið. Brynjólfur situr hins vegar
sem fastast og mun hafa lýst því yfir hjá Granda að hann sé ekki á
förum þaðan - en hann hefur verið orðaður við
forstjórastólinn hjá SH. Vegna þess að Brynjólfur
situr auðvitað í skjóH stjórnar Granda og nýtur
augljóslega stuðnings hennar hafa margir spurt
sig að því hversu mikil heilindi hafi verið á bak við
stuðning Granda við Jón - enda tengist Grandi
bæði Jóni og Róbert. Grandi á tæplega 20% hlut í
Þormóði ramma - Sæbergi og er þar stærsti hlut-
hafinn. Þótt Róbert Guðfinnsson eigi innan við 3%
í Þormóði ramma - Sæbergi er hann þar stjórnafor-
maður, meðal annars fyrir tilstilli Granda, og fer
með hlut félagsins innan SH. Fáum blöðum er um
það að fletta að þeir Róbert Guðfinnsson og félagi
22
Kaup Róberts á hlut HB í SH í fréttaflutningi af SH-málinu daginn
eftir stjórnarfundinn var kastljósinu mjög beint að óvæntum kaup-
um Róberts og félaga á 7% hlut HB á Akranesi í SH. Róbert keypti
3% en þeir Olafur Marteinsson og Gunnar Sigvaldason, fram-
kvæmdastjórar Þormóðs ramma - Sæbergs, Bergþór Baldvinsson,
Nesfiski í Garði og Axel Jónsson á Hornaflrði keyptu 1% hver. Þetta
mun vera kunningjahópur Róberts. Að kvöldi mánudagsins 8.
mars, kvöldið fyrir aðalfúndinn, er haft eftir Róbert að hann hafi
séð að hann var ekki að hafa það í kjörinu um stjórnarformanninn
og því hafi hann hringt í Eyjólf Sveinsson, framkvæmdastjóra
Fijálsrar ljölmiðlunar og stjórnarformann HB á Akranesi. Þeir
hófu viðræður þegar um kvöldið. Þetta voru að visu ekki fyrstu við-
ræður Róberts og Eyjólfs um kaup á bréfum HB í SH því snemma
í janúar, þegar Róbert var að útbúa stóran fjármögnunarpakka til
að kaupa stóran hlut í SH, ræddi hann lauslega við Eyjólf um bréf-
in sem sagði honum að stjórn HB hefði samþykkt að selja þau.
Ekkert varð af kaupum. Að vissu
leyti má segja að Róbert hafi gefið
sig upp sem hugsanlegan kaupanda
að bréfunum áður en að hinu örlaga-
ríka mánudagskvöldi 8. mars kom.
Um svipað leyti og Róbert spurðist
fyrir um bréfin haíði HB samband
við Burðarás, fjárfestingarfélag
Eimskips, sem er stór hluthafi í
Haraldi Böðvarssyni, og kvað bréf-
in til sölu og spurðist fyrir um það
hvort félagið hefði áhuga á að
kaupa þau. Jákvætt mun hafa verið
tekið í það, að minnsta kosti að
Afkoma SH árin 1992-1998
800 á meðalverðlagi 1998 —
600
400 “1 —
200 n
0 92 93 94 95 96 97 98
Hagnaður SH á síðustu árum hejur
ágœtur að síðasta ári undanskildu.