Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 21
nokkurra manna Róberts í kringum aðal- fundinn. Það hefur komið Jóns-mönnum spánskt fyrir sjónir því þegar fulltrúar Kaupþings sýndu stjórnarmönnum í SH drögin á tölvuskjá spurði Jón Ingvarsson, sem pantaði skýrsluna upphaflega, hvort hann gæti fengið drögin afhent. Honum var meinað um það og sagt að þau væru aðeins þarna til sýnis en ekki afhendingar — enda- leg skýrsla yrði afhent síðar. Engu að síður fóru þessi drög á flakk og orðið úr því nokkur hvellur. Nýtt hlutverk torstjóra SH Kaupþings- skýrslan kemur meira við sögu því í frétta- tilkynningu eftir stjórnarfundinn 19. mars, þar sem Friðrik var sagt upp störfum, var sagt að skýrslan hefði verið kynnt á fundin- um. Það mun vera rangt. Sett mun hafa ver- ið upp ein glæra úr þessari skýrslu og ann- að ekki. Á þeirri glæru kemur raunar fram að í úttekt sinni leggur Kaupþing afar mikla áherslu á að forstjóri SH - en ekki stjórnar- formaður SH eins og verið hefur til þessa - verði stjórnarformaður í stóru dótturfyrir- tækjunum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Bæði Jón og Friðrik eru sagðir hafa verið löngu tilbúnir í þá breytingu. En þar stóð raunar hnífurinn ekki hvað síst í kúnni; Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater í Bandaríkjunum, og Agnar Friðriksson, for- stjóri Icelandic Freezing Plants í Bretlandi, sem unnið hafa náið með Róbert og Brynjólfi í þessu máli, voru á móti því að fá Friðrik yfir sig sem stjórnanda enda hafa verið stirðleikar á milli hans og þeirra á undanförnum árum. Friðrik mun hafa gagnrýnt Magnús fyrir dýra skrifstofu Coldwater og kostnaðarsama yfirstjórn og lagt til að skrifstofuhúsnæðið, sem er á ein- um dýrasta stað vestanhafs, yrði selt og fé þannig losað til að ijárfesta annars staðar. Þessu hefur verið afar illa tekið af hálfu Magnúsar. Þessi umræða kom meðal annars upp þegar SH íhugaði kaupin á Gelmer i Frakk- landi sem íslenskar sjávarafurðir keyptu svo raunar á endanum. Auk þess hefur Friðrik verið ósáttur við afkomuna og umsvifin vestanhafs miðað við hve miklar eignir eru þar bundar. Þá hefur hann verið ósáttur við stjórnun Agnars á verksmiðjunni í Bretlandi og rætt það við stjórnarmenn að segja honum upp. Margir spyrja sig eflaust hvernig þeir Magnús og Agnar hafa á undanförnum árum getað lent upp á kant við Friðrik, aðalforstjóra SH, og komist upp með það. Skýringin er sú að samkvæmt núverandi skipuriti SH heyra forstjórar dótturfyrirtækjanna erlendis undir stjórnir fyrir- tækjanna en formaður þeirra í Bretlandi og Bandaríkjunum var Jón Ingvarsson en ekki Friðrik. Friðrik var á hinn bóginn stjórnarfor- maður í öðrum dótturiyrirtækjum SH. Þetta gerði það að verkum að aðalforstjóri SH var ekki nægilega áhrifamikill í dótturfélögun- um í Bretlandi og Bandaríkjunum og fyrir vikið gátu þeir maldað í móinn við hann. Coldwater verksmiðjan í Bandaríkjunum er til FORSÍÐUGREIN dæmis með um 66% af öllu eigin fé Sölu- miðstöðvarinnar, iyrst og fremst fasteignir, og í öllu tali um arðsemi eiginfjár SH hlýtur stærsti hluti hagnaðar SH að þurfa að verða til í Bandaríkjunum. Svo hefur ekki verið. Nýr aðalforstjóri SH mun fá ótvíræð völd í dótturfélögunum sem stjórnarformaður þeirra og þvi er vissulega freistandi að spyrja sig að því hvers vegna Róbert Guð- finnsson setjist ekki sjálfúr í forstjórastól SH og keyri breytingar sínar í gegn!? Full heilindi Granda? Nánasti liðsmaður Róberts í byltingunni í SH var Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda. Svo náið hefur verið á milli þeirra í málinu að innan Ró- berts-hópsins segja menn að stundum heíði vart mátt sjá hvor þeirra væri í raun höfundur byltingarinnar. Það, að Brynjólf- ur Bjarnason sé einn höfuðpauranna í mál- inu, hefur þótt illskiljanlegt og vakið upp fleiri spurningar en svör varðandi afstöðu og heilindi stjórnar Granda í stuðningi sín- um við Jón Ingvarsson. Jón situr í stjórn Granda þótt hann eigi þar að vísu ekki nema tæplega 3% hlut sem skráður er und- ir heitinu Ingvar Vilhjálmsson hf. Jón sett- ist í stjórn Granda við stofnun félagsins árið 1985 þegar Bæjarútgerð Reykjavíkur, BUR, og Isbjörninn voru sameinuð. Brynjólfur Bjarnason var þá forstjóri BÚR en Jón var aðalfulltrúi Isbjarnarins. I kjölfarið keypti síðan Vogun hf. hlut BÚR í Granda. Helsti hluthafi Vogunar er Hvalur hf. en helstu eigendur hans eru fjölskyldur Árna Vil- hjálmssonar, stjórnarformanns Granda og fyrrum prófessors, og Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals og stjórnarformanns ESSO. Á milli þeirra Árna og Kristjáns eru sterk og margra ára vinabönd. Því má skjóta hér inn í að Grandi og Hraðfrystistöðin í Reykjavík sameinuðust árið 1990 — en að- aleigandi hennar var Agúst Einarsson, prófessor og alþingismaður. Ágúst situr í stjórn Granda og er næststærsti hluthafinn þar. Hann er með hlut sinn undir heitinu Haf hf. Þá situr Einar Sveinsson for- stjóri Sjóvá-Almennra í stjórn Granda vegna hlutar Sjóvá-Almennra í félaginu. Einar tók við stjórnarsetunni af bróður sínum, Benedikt Sveinssyni, stjórnarformanni Sjóvá-Almennra og Eimskips, fyrir aðeins rúmri viku. Gunnar Svavarsson situr í stjórn Granda fyrir hönd Hampiðjunnar — en tyrirtækin Venus og Vogun eru á meðal stærstu hluthafa í Hampiðjunni og þar hefur Árni Vilhjálmsson mikil völd sem stór eigandi og stjórnarformaður. Gunnar situr raunar líka í stjórn Þormóðs ramma — Sæbergs. Þá situr Grétar B. Kristjánsson í stjórn Granda sem fulltrúi Vogunar. Þáttur Brynjólts Bjarnasonar Á aðaKundi SH studdi Grandi Jón Ingvarsson, stjórnarmann sinn, ótvírætt til stjórnarformennsku. Þess vegna skilur enginn hvers vegna stjórn Granda hefur liðið það að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda, hafi unnið svo opin- Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda, var fundarstjóri á aðalfundi Islandsbanka á dögunum. Margir töldu að dagar hans hjá Granda vœru taldir eftir uþþákomuna hjá SH. Brynjólfur vann þar mjög oþin- skátt að hallarbyltingunni með Róbert - á meðan stjórn Granda studdi Jón Ingvars- son til stjórnarformanns SH. Jón Ingvarsson, fráfarandi stjórnarformað- ur SH. Hann vanmat sterka stöðu Róberts og ótrúlegan metnað hans - en ofmat loforð manna sem hann treysti. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.