Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 54
FJARMAL
ORÐIÐ HEFUR:
Brynhildur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Fjárvangs
□ að þarf að breyta löggjöf um lifeyrissjóði sem allra fyrst
Núverandi löggjöf hamlar þvi að íslenskir lifeyrissjóðir
geti fjárfest í samræmi við stefnumörkun sína.
Islenskir lífeyrissjóðir fjárfestu fyrir um 22 milljarða króna í er-
lendum verðbréfum á árinu 1998 og nemur samanlögð eign ís-
lendinga í erlendum verðbréfum nú á sjötta tug milljarða króna.
Nú er svo komið að nokkrir af stærri lífeyrissjóðum landssins
eru komnir fram að eða fram yfir þau mörk sem löggjafinn setur
þeim varðandi leyfilega eign í hlutabréfum. Lífeyrissjóðalögin tak-
marka þannig eignir lifeyrissjóða að samanlögð eign þeirra í inn-
lendum og erlendum hlutabréfum má ekki fara yfir 35% af heildar-
eign sjóðsins og eign í erlendum gjaldmiðli má ekki vera yfir 40%
afheildareign.
íslenskir lífeyrissjóðir hafa hingað til ekki sótt mikið í erlend
islenskir lifeyríssjóðír fjárfestu fyrir 22 milljarða króna
í erlendum verðbréfum á árinu 1998 og nemur samanlögð eign
íslendinga í erlendum verðbréfum nú á sjötta tug
milljarða króna.
Reglur um hlutabréfaeign íslenskra lífeyrissjóða verður að
rýmka og um leið reglur um eign i erlendum gjaldmiðli.
skuldabréf, aðallega vegna þess að vextir eru almennt hærri á Is-
landi en í nágrannalöndunum. Takmarkanirnar vegna eignar i er-
lendum gjaldmiðlum hafa því ekki valdið umtalsverðum vand-
kvæðum í fjárfestingastefnu lífeyrissjóðanna, enn sem komið er.
Það eru hins vegar reglurnar um 35% hámark á hlutabréfaeign
sem eru farnar að hamla rekstri og fjárfestingaákvörðunum nokk-
urra af stærri lífeyrissjóðum landsins. Þeim fer nú ört fjölgandi
sjóðunum sem komast upp að þessu marki. I þvi fjárfestingarum-
hverfi sem verið hefur síðustu ár hefur verið mikið um hækkanir
á erlendum hlutabréfum. Við útreikning á hlutabréfaeign er
hækkunin að sjálfsögðu tekin inn i. Þetta þýðir að lífeyrissjóður
sem átti 30% í hlutabréfum fyrir nokkrum mánuðum gæti verið
kominn upp i 40% fyrr en varði og án þess að fjárfesta neitt auka-
lega. Þannig gætu lífeyrissjóðir þurft að selja hlutabréf án þess að
að það sé hagkvæmur kostur á þeim tíma. Slíkt hlýtur á endanum
að koma niður á ávöxtun sjóðsins og þar með á endanum þeirri
eign sem til skiptanna verður fyrir félaga sjóðsins við útgreiðslu líf-
eyris.
Eins og ég gat um í upphafi greinar minnar eru menn almennt
sammála um kosti þess að dreifa áhættunni með erlendum ijár-
festingum. Til þess að svo geti verið áfram og til þess að íslenskir
lífeyrissjóðir geti hagað fjárfestingum sínum svo bestan arð gefi
fyrir sjóðsfélagana verður þetta að breytast Reglur um hlutabréfa-
eign íslenskra lífeyrissjóða verður að rýmka og um leið reglur um
eign í erlendum gjaldmiðli. Löndin í kringum okkur eru sér þess
meðvituð, sem sést við samanburð en hlutabréfaeign lífeyrissjóða
í Bretlandi nemur nú tæp 80% af heildareign þeirra og sambærileg
tala fyrir lífeyrissjóði í Bandaríkjunum um 60%.
Lifeyrissjóðir á Islandi eru með mikla eignauppsöfnun og þar
er mikil þekking á verðbréfum og sjóðstýringu. Það eru því allt of
miklar hömlur sem löggjafinn setur sjóðunum með þessari miklu
takmörkun á fjárfestingarmöguleikum. 35
Nær 60 milljarðar í
erlendum verðbréfum
Brynhildur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Fjárvangs, ergestapenni Frjálsrar
verslunar að þessu sinni um verðbréfaviðskipti. Hún telur núverandi löggjöf
vinna gegn fjárfestingum íslenskra lífeyrissjóða.
54