Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 54
FJARMAL ORÐIÐ HEFUR: Brynhildur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Fjárvangs □ að þarf að breyta löggjöf um lifeyrissjóði sem allra fyrst Núverandi löggjöf hamlar þvi að íslenskir lifeyrissjóðir geti fjárfest í samræmi við stefnumörkun sína. Islenskir lífeyrissjóðir fjárfestu fyrir um 22 milljarða króna í er- lendum verðbréfum á árinu 1998 og nemur samanlögð eign ís- lendinga í erlendum verðbréfum nú á sjötta tug milljarða króna. Nú er svo komið að nokkrir af stærri lífeyrissjóðum landssins eru komnir fram að eða fram yfir þau mörk sem löggjafinn setur þeim varðandi leyfilega eign í hlutabréfum. Lífeyrissjóðalögin tak- marka þannig eignir lifeyrissjóða að samanlögð eign þeirra í inn- lendum og erlendum hlutabréfum má ekki fara yfir 35% af heildar- eign sjóðsins og eign í erlendum gjaldmiðli má ekki vera yfir 40% afheildareign. íslenskir lífeyrissjóðir hafa hingað til ekki sótt mikið í erlend islenskir lifeyríssjóðír fjárfestu fyrir 22 milljarða króna í erlendum verðbréfum á árinu 1998 og nemur samanlögð eign íslendinga í erlendum verðbréfum nú á sjötta tug milljarða króna. Reglur um hlutabréfaeign íslenskra lífeyrissjóða verður að rýmka og um leið reglur um eign i erlendum gjaldmiðli. skuldabréf, aðallega vegna þess að vextir eru almennt hærri á Is- landi en í nágrannalöndunum. Takmarkanirnar vegna eignar i er- lendum gjaldmiðlum hafa því ekki valdið umtalsverðum vand- kvæðum í fjárfestingastefnu lífeyrissjóðanna, enn sem komið er. Það eru hins vegar reglurnar um 35% hámark á hlutabréfaeign sem eru farnar að hamla rekstri og fjárfestingaákvörðunum nokk- urra af stærri lífeyrissjóðum landsins. Þeim fer nú ört fjölgandi sjóðunum sem komast upp að þessu marki. I þvi fjárfestingarum- hverfi sem verið hefur síðustu ár hefur verið mikið um hækkanir á erlendum hlutabréfum. Við útreikning á hlutabréfaeign er hækkunin að sjálfsögðu tekin inn i. Þetta þýðir að lífeyrissjóður sem átti 30% í hlutabréfum fyrir nokkrum mánuðum gæti verið kominn upp i 40% fyrr en varði og án þess að fjárfesta neitt auka- lega. Þannig gætu lífeyrissjóðir þurft að selja hlutabréf án þess að að það sé hagkvæmur kostur á þeim tíma. Slíkt hlýtur á endanum að koma niður á ávöxtun sjóðsins og þar með á endanum þeirri eign sem til skiptanna verður fyrir félaga sjóðsins við útgreiðslu líf- eyris. Eins og ég gat um í upphafi greinar minnar eru menn almennt sammála um kosti þess að dreifa áhættunni með erlendum ijár- festingum. Til þess að svo geti verið áfram og til þess að íslenskir lífeyrissjóðir geti hagað fjárfestingum sínum svo bestan arð gefi fyrir sjóðsfélagana verður þetta að breytast Reglur um hlutabréfa- eign íslenskra lífeyrissjóða verður að rýmka og um leið reglur um eign í erlendum gjaldmiðli. Löndin í kringum okkur eru sér þess meðvituð, sem sést við samanburð en hlutabréfaeign lífeyrissjóða í Bretlandi nemur nú tæp 80% af heildareign þeirra og sambærileg tala fyrir lífeyrissjóði í Bandaríkjunum um 60%. Lifeyrissjóðir á Islandi eru með mikla eignauppsöfnun og þar er mikil þekking á verðbréfum og sjóðstýringu. Það eru því allt of miklar hömlur sem löggjafinn setur sjóðunum með þessari miklu takmörkun á fjárfestingarmöguleikum. 35 Nær 60 milljarðar í erlendum verðbréfum Brynhildur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Fjárvangs, ergestapenni Frjálsrar verslunar að þessu sinni um verðbréfaviðskipti. Hún telur núverandi löggjöf vinna gegn fjárfestingum íslenskra lífeyrissjóða. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.