Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 48
ENDURSKOÐUN til en ekM við greiðslu til þess að virða regluna um samjölhun gjalda á móti tekjum. Af þessu má vera ljóst að efdrlaunakostnaður stofnana eða fyrirtækja sem tekist hafa á hendur þessa ábyrgð á lífeyrisgreiðslum er miklu hærri en þeirra fyrirtækja sem eingöngu þurfa að greiða mótframlag í lífeyrissjóð starfsmanna. Eins og þeir vita sem fylgst hafa með þessu máli á undanförnum árum, þá er hér um gífurlega háar fjárhæðir að ræða og geta þessar eft- irlaunaskuldbindinga skipt milljörð- um ef ekki hundruðum milljarða króna, eins og í tilviki ríkissjóðs. Augljóslega skiptir því meginmáli hvaða forsendur eru gelhar við út- reikninga á þessum skuldbindingum. Hvað varð um 2 milljarða? Ein af þessum forsendum er ákvörðunin um hvaða reiknivexti skuli nota við núvirðisfærslu framtíðargreiðslna. Algengt mun vera að trygginga- stærðfræðingar noti um 3,5% vexti í þessu skyni og tákna þeir vextir ávöxtun lífeyrissjóðanna á eignir þeirra umfram kaupgjaldsbreytingar og er þá miðað við reynslu síðustu ára. En þó að þessi aðferð geti verið góð og gild frá sjónarhóli trygginga- stærðffæðingsins er ekki sjálfgefið að reglur reikningshaldsins staðfesti hana. Samkvæmt reglum Alþjóðlegu reikningsskilanefndarinnar og bandaríska reikningsskilaráðsins skal nota þá vexti við núvirðisfærsl- una sem unnt væri að greiða skuldina upp við (e. settlement rate). Liggi slíkir vextir ekki á lausu skal nota vexti sem endurspegla ávöxtun á góð langtímaskuldabréf. Nú liggur fyrir, til dæmis að taka, að Landssíminn hf. greiddi upp skuldbindingar sínar við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins sem tryggingastærðfræðingur mat á 10 milljarða króna. Hins vegar brá svo við þegar skuldin var greidd, að nafn- verð skuldabréfanna sem gefin voru út til greiðslu skuldarinnar nam að- eins um 8 milljörðum króna, en bréf- in báru 6% vexti umfram verðtrygg- ingu og voru til 25 ára á útgáfudegi. Hér skýtur óneitanlega skökku við. Fyrst skuldin var greidd upp er hún skráð á 8 milljarða króna, en ef hún hefði ekki verið greidd upp, þá hefði Landssíminn hf. sýnt 25% hærri skuld í bókum sínum; þetta misræmi stenst ekki skoðun reglna reikningshalds en hér er gefið að um eðlilegt uppgjör á milli aðila hafi farið fram. Og af þessu tilefni hlýtur sú spurning að vakna, hvort bókfærðar eftirlauna- skuldbindingar þeirra fyrirtækja og Öruggt kostnaðareftirlit ■■■■■ •• YJ/u ■ Allur bílakostnaður á einn reikning ■■■■■■■ —^ __■•■■■■■■■ Afsláttur hjá um 60 fyrirtækjum I Þú færð upplýsingar um Olískortið í síma: 515 1241 stofnana sem ábyrgst hafa skuldbindingar af þessu tagi séu ekki oftaldar af þessum sökum um veruleg- ar fjárhæðir. Yfirmenn í ríkiskerfinu Önnur hlið á þessu máli er sú, að tryggingastærðfræðingar leggja mat á greiðslugetu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Gef- um okkur að hún hafi verið 22% í árslok 1997, þ.e. fyr- irtæki og stofnanir sem greiða fyrir starfsmenn sína í sjóðinn þurfa að fjármagna það sem á vantar, eða 78%. (Neikvæð ávöxtun á eignir lífeyrissjóðsins á átt- unda áratugnum og afturvirkar breytingar á eftir- launakjörum skýra þennan halla að talsverðu Ieyti). í þessu sambandi lætur tryggingastærðfræðingur líf- eyrissjóðsins ekki blekkjast af eignfærðu verðmæti framtíðargreiðslna inn í lífeyrissjóðinn sem hann einn lífeyrissjóða í heiminum færir til eignar. Gefum okkur einnig að greiðslugetan hafi rýrnað á árinu 1998 og sé í árslok þess árs 18%. Ekki er ósennilegt að eitthvað í þessa veru hafi gerst, enda voru gerðar breytingar á stofni tíl greiðslu eftírlauna. Því er þannig farið, að ýmsir starfshópar hafa fengið þá launabreytingu á síðustu missirum að föst laun þeirra hækka en yfirtíð fellur niður að sama skapi. Sú breytíng hefur einkum tekið tíl yfirmanna í rikis- kerfinu en hún hefur gífurleg áhrif á eftirlaun þeirra og þá um leið á stöðu lífeyrissjóðsins; og af sjálfu leið- ir að þessi breyting á launakjörum dylur raunveru- lega launahækkun tíl þessara aðila. Ef allir starfs- menn ríkisins (í B-deild) fengju sams konar breyt- ingu á árinu 1999, má ætla að greiðslugeta lífeyris- sjóðsins myndi rýrna enn meira á því ári en hún gerði árið á undan. Lífeyrisjóður starfsmanna ríkisins Það mun vera stefna stjórnvalda að hallinn á Iifeyrissjóði starfs- manna ríkisins, sem hér er gefin 84% í árslok 1998, skiptíst að tiltölu á þær stofnanir og fyrirtæki sem greiða til hans. Það þýðir að stofnun eða fyrirtæki, sem áttí enga starfsmenn sem fengu þær kjarabætur sem leiddu til rýrnunar á greiðslugetu sjóðsins á ár- inu 1998, þ.e. úr 22% í 18%, verður að bera þann halla að sínum hluta, þó að hann stafi ekki af starfsmönn- um viðkomandi stofnunar eða fyrirtækis. Þá er at- hyglisvert að Landssíminn hf. haföi gert upp skuld sína áður en þessi rýrnun áttí sér stað og fái starfs- menn fyrirtækisins kjarabót í þá veru sem gerð var grein fyrir hér að ofan, þ.e. niðurfelling yfirtíðar í stað hækkunar á föstum launum, þá þyrfti fyrirtækið ekki að taka þátt í þeim kostnaði (nema að vísu um annað hafi verið samið við uppgreiðslu skuldarinnar). Það er von mín, að sá sem pistíl þennan hefur les- ið sé einhverju nær um hvers eðlis þær skuldbind- ingar eru sem sjást í reikningsskilum fyrirtækja og stofnana. Ljóst má vera hversu þýðingarmikið er að samræmi sé í skráningu þessara skulda í bókhald og eins er mikilvægt að starfsmenn stofnana og fyrir- tækja geri sér grein fyrir heildarkjörum sínum þegar tíllit hefúr verið tekið tíl eftirlauna þeirra. 33 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.