Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1999, Síða 6

Frjáls verslun - 01.03.1999, Síða 6
RITSTJÓRNARGREIN Fágun eða flumbrugangur? Þrír þekktir forstjórar stórfyrirtækja, sem öll eiga það sameiginlegt að vera skráð á Verð- bréfaþingi Islands og lúta hörðum kröfum hlutabréfamarkaðarins um arðsemi, hafa látið af störfum á tiltölulega skömmum tíma. Þessir forstjórar eru þeir Benedikt Sveinsson, sem stóð upp úr forstjórastól Islenskra sjávarafurða og hélt vestur um haf til starfa sem forstjóri dótturfélags IS í Bandaríkjunum, Rúnar Sig- urðsson, forstjóri og stofnandi Tæknivals, kvaddi forstjórasæti sitt og varð starfandi vara- stjórnarformaður fyrirtækisins og loks Friðrik Pálsson, forstjóri SH, sem sagt var upp efdr harðvítuga valdabaráttu á meðal hluthafa. SH-málið hlýtur að teljast viðskiptafrétt ársins. Þó þarf það ekki að vera. Vinnu- brögðin eru augljóslega að breytast; kröfur til forstjóra um að þeir skili hagnaði eru ólíkt meiri en áður - og er það vel! Hagn- aður er gangverk fyrirtækja. An hagnaðar lifa fyrirtæki ekki af - sé illa komið eru störf allra starfsmanna í húfi sem og sparifé hluthafanna. Slæmt er hins vegar ef trúnaður manna í viðskipt- um er á undanhaldi. Það veit ekki á gott. Misjaflllega að verRÍ Staðið Athygli vekurhinsvegarhve mis- jafnlega var staðið að forstjóraskiptunum hjá IS, Tæknivali og SH. Benedikt Sveinsson hætti augljóslega vegna þess að erfið- leikar fyrirtækisins sl. tvö ár hölðu fleytt því fram á bjargbrún- ina - en eiginfé ÍS er uppurið! Engu að siður buðu hluthafar hon- um að fara vestur um haf til að rétta dótturfélag IS við, en þar hafði allt farið úr böndunum vegna nýrrar og dýrrar verk- smiðju, nokkuð sem Benedikt sjálfur bar auðvitað ábyrgð á. Brotthvarf Benedikts úr forstjórastól IS varð hins vegar ekki með látum. Skilaboðin voru samt skýr; tími hans var kominn. Finnbogi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað, tók við starfi Benedikts, og allt traust er nú sett á hann við að rétta skútuna við. I raun er Finnbogi Ijórði forstjór- inn sem stendur upp úr forstjórastól sínum á skömmum tíma. Hann var hins vegar að flytjast til Reykjavíkur af persónulegum ástæðum og undir hans stjórn hefur afkoma Síldarvinnsl- unnar verið mjög góð. Hjá Tæknivali var afar vel staðið að forstjóraskiptunum. Stjórnin vann náið að þeim með stoínandanum, Rúnari Sigurðs- syni, sem verið hafði forstjóri Tæknivals í um sautján ár og byggt fyrirtækið upp. Rúnar fór í annað starf hjá fyrirtækinu. Hjá Sölumiðstöð- inni var Friðriki Pálssyni sagt upp eftir þrettán ára starf sem forstjóri fyrirtækisins efdr harð- vítuga valdabaráttu hluthafa. Engu að síður hef- ur hagnaður SH numið yfir 300 milljónum kr. að jafnaði á ári mörg undanfarin ár, þótt hagnaður síðasta árs hafi aðeins numið 16 milljónum - en sú afkoma var heldur ekki ástæða brotthvarfs hans. Friðriki var sagt upp beint fyrir fram- an nefið á ijölmiðlum og leifturljósum ljósmyndara; það var gert með hvelli og hávaða af nýjum valdhöfum. Allir vissu þó hvert stefndi eftír það sem á undan var gengið. Fágun Mikilvægt er að eigendur fyrirtækja sýni yfirveguð vinnubrögð í uppsögnum starfsfólks. Það er ekki sama hvernig fólki er sagt upp. Fágun er þar farsælli en flumbrugangur. Það er mjög sérstakur stíll að reka fólk með harkalegum uppákom- um. Besta aðferðin er að aðilar setjist niður þegar við blasir hvert stefni og ræði málin og starfslokin af einurð, heiðarleika og gagnkvæmri virðingu þannig að sá, sem hættir, hafi þokka- legan tíma tíl að leita sér að öðru starfi — og fara frá með virð- ingu og reisn. Góða og farsæla starfsmenn, sem léð hafa fyrir- tækjum krafta sína í áraraðir, eiga fyrirtæki að gera vel við þeg- ar kemur að leiðarlokum. Forstjóraskipti í íslenskum stórfyrirtækjum hafa ekki verið tíð og starfsöryggi forstjóra í raun mjög mikið. Það eru hins vegar komnir nýir tímar; forstjórastólar verða fyrr funheitir! Jón G. Hauksson Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 61. árgangur Sjöfh Páll Ásgeir Geir Ólafsson Kristín Ágústa Ragnars- Sigurgeirsdóttir Ásgeirsson Ijósmyndari Bogadóttir dóttir grafískur auglýsingastjóri blaðamaður Ijósmyndari hönnuður RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir BIAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson UÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttir UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA; Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561 7575, fax: 561 8646 ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- DREIFING: Talnakönnun, hf., simi 561 7575 FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. IJTGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir ISSN 1017-3544 ■■■■■■■■■^■■■■■■■■■■■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■l 6

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.