Frjáls verslun - 01.03.1999, Síða 59
Frá nafnspjöldum til flóknustu litaverka
Hjá Grafík geta menn fengið prentað allt frá
nafnspjöldum upp í stærstu og flóknustu lita-
verk í margs konar broti. Helstu verkefni Graf-
íkur í dag eru margþætt og má þar t.d. nefna
prentun þæklinga og kynningarefnis hvers
konar sem að mestu leyti koma frá auglýs-
ingastofum. Auk þess eru allmörg blöð og
tfmarit prentuð í Grafík. Má þar nefna Frjálsa
verslun, Kennarablaðið, Læknablaðið, Eið-
faxa, vikublaðið Fiskifréttir og mörg fleiri.
Ný og fullkomin brotvél Fyrir skömmu tók
prentsmiðjan í notkun nýja og fullkomna brot-
vél sem gerir mönnum kleift að brjóta og líma
prentgögn með fjölbreyttari hætti en áður
hefur verið mögulegt hér á landi. Þetta á eftir
að koma sér sérstaklega vel fyrir alla þá sem
vilja senda frá sér bæklinga og kynningarefni
því möguleikarnir sem skapast með tilkomu
nýju vélarinnar eru næstum óþrjótandi. Brot-
vélin er þýsk, af gerðinni STAHL Flexo Mailer
TD 78, og auðveldar hún póstlagningu út-
verki!
sendiefnis þar sem hún getur lokað pappírs-
örkum með broti, rifgötun og límingu eins og
um umslög væri að ræða. Með þessu móti
sparast mikill tími og kostnaður, sem fylgir því
að setja útsendigögn í umslög og merkja með
límmiðum, en nú geta viðskiptavinir líka kom-
ið með tölvuskrár með nafnalistum og hægt
verður að prenta nöfn og heimilisföng beint á
útsendigögnin.
Án efa munu fyrirtæki, sem þurfa að
senda frá sér kynningarefni til ákveðinna
markhópa, sjá sér leik á borði og nýta sér
þessa nýju tækni sem Grafík býður nú upp á.
Auk þess sem nýja þrotvélin sparar umslaga-
notkun býður hún upp á svokallað „landa-
bréfabrot" í ýmsum útfærslum og getur tekið
stærri arkir en venjulegar prentvélar gera.
Brotvélin er tölvustýrð og hámarksafköst á
klukkustund eru tíu þúsund arkir, miðað við 16
síður A4.
GRAF í K
Netfang:
grafik@grafik.is
Sfmi: 554 5000
Fax: 554 6681
www.grafik.is
Smiðjuvegur 3
200 Kópavogur
Sverrir Hauksson prentsmiðjustjóri, Guðleifur, verkstjóri og Marvin bókbindari, við nýju brot-
og límingarvélina.
Efl
Fyrir skömmu efndi
Prentsmiðjan Grafík til
fislétts spurningaleiks, í
fréttabréfi sínu sem var
sent til viðskiptavina
prentsmiðjunnar og sem
innstunga með Frjálsri
verslun. Þátttakendum í
leiknum gafst færi á að
svara nokkrum einföld-
um spurnmgum og
senda svarseðilinn inn í
pott sem dregið var úr.
Verðlaun í þessum
skemmtilega leik voru
2000 litbæklingar, sem
prentaðir eru hjá Grafík
og þeim síðan rennt í
gegnum nýju STAHL brot- og límingarvélina. Mörg svör bárust og þegar úr þeim var
dregið kom upp nafn Lyfjafyrirtækinsins Delta hf„ sem hlaut verðlaunin.
Myndin er tekin þegar Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsr-
ar verslunar, dró úr réttum lausnum í morgunþœtti
Gunnlaugs Helgasonar á Matthildi FM 88,5 fdstudaginn
26. mars síðastliðinn. Upp kom fyrirtœkið Delta. Með
Jóni og Gunnlaugi er Orn Geirsson frá Prentsmiðjunni
Grafik.
4
f
Sverrir D. Hauksson Friðrik Friðriksson Öm Geirsson Jónas Gunnarsson Jón Orri Guðmundsson, Sigurður Thorarensen
þrentsmiðjustjóri sölumaður sölumaður framleiðslustjóri verkstjóri i forvinnslu fjámálastjóri
59