Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Síða 6

Frjáls verslun - 01.01.2000, Síða 6
RITSTJÓRNARGREIN ímynd Bónusfeðga ímynd Bónusfeðga hefur versnað. Þeir Jóhannes Jónsson og sonur hans, Jón Asgeir, hljóta að hrökkva í kút og staldra við nýja könnun Frjálsrar verslunar yfir vinsældir fyrirtækja. Baugsbúðir hrynja allar í vinsæld- um og það svo um munar. Aldrei hefur verið um svo miklá niðursveiflu að ræða í tólf ára sögu listans. Meira að segja flaggskip feðganna, Bónus, sem vermt hefur efsta sætí listans flórum sinnum á undanförnum fimm árum, og ævinlega verið á meðal allra vinsælustu fyrir- tækja frá því könnunin var fyrst gerð, fellur núna niður í fimmta sætí! Bónus á metíð í þessum vinsældakönn- unum. Ekkert fyrirtæki hefur notið eins mikilla vin- sælda og Bónus fyrir tveimur árum þegar fyrirtækið fékk 26% fylgi og var í mestum metum hjá fjórðungi allra svarenda. Núna mælist Bónus með tæplega 7% fylgi. Vinsældir Hagkaups og 10-11 dvína sömuleiðis verulega og Nýkaup er ekki nefnt á nafn. Þó er mest sláandi að þeim hefur flölgað stórlega sem nefna Baug og verslanir hans á nafn yfir fyrirtæki sem þeir hafa sérstaka andúð á. Fyrir vikið eru óvinsældir Baugsveldisins orðnar meiri en vinsældir. Jóhannes af sviðinu í lok ársins 1997 útnefhdi Frjáls verslun þá Jóhann- es Jónsson og Jón Asgeir menn ársins í atvinnulífinu á Islandi fyrir að hafa innleitt nýja hugmynd í verslunarrekstri á Islandi, svonefhda afsláttar- verslun, sem leiddi tíl aukinnar samkeppni og stórlækkaðs verðs á mat- vörum, neytendum í hag. Á þessum tíma höfðu þeir þjóðina á bak við sig, það sýndi vinsældametið sem Bónus settí í könnuninni í janúar 1998.1 þá daga var það Jóhannes sem var ævinlega á sviðinu í fjölmiðlum og við hann festíst nafnið Jóhannes í Bónus. Það nafri táknaði aðeins eitt hjá fólki; lágt verð á matvöru. Um mitt árið 1998 breyttu þeir feðgar um stíl í atvinnurekstri. Jóhannes dró sig í hlé í fjölmiðlum og Jón Ásgeir steig fram á sviðið. Um leið urðu þeir auðugir í hugum fólks. Utþenslan byrjaði með kaupum þeirra og frármálafyrirtækjanna FBA og Kaupþings á stór- veldi Hagkaups en þvf hafði skömmu áður verið skipt upp í Hagkaup og Nýkaup. Áfram héldu fjárfestingarnar og Baugur keyptí 10-11. Samhliða þessu öllu hefur gárfestingarfélag þeirra feðga, Gaumur, látíð að sér kveða og keypt veitíngastaði, eins og Hard Rock, Pizza Hut og áfram mættí nokkuð lengi telja. Síðastliðið sumar voru þeir einir af fjórum máttarstólpunum í Orcunni sem keyptí í FBA á yfir 5 milljarða. Þegar Þorsteinn Vilhelmsson seldi Kaupþingi hlut sinn í Samherja á dögunum fyrir 3 milljarða liðu aðeins þrír dagar þar tíl tílkynnt var um að Bónusfjölskyldan hefði keypt helminginn af Samheija- bréfum Þorsteins af Kaupþingi fyrir 1,5 milljarða. Hvað er milljarður á milli vina? Þetta er gert eins og að drekka vatn og að peningar vaxi á tíjánum. Á sama tíma hafa vinsældir Baugs og Baugsbúða ekki aðeins minnkað - heldur hrapað. Einokunarstimpill Ástæður minnkandi vinsælda eru ef- laustýmsar. En í augum fólks er Baugsveldið komið með stóran einokun- arstímpil á sig og Bónusfeðgarnir eru ekki lengur fátækir kaupmenn í Skútuvoginum heldur forríkir. Núna er það ekki lengur Jóhannes kaup- maður heldur Jón Ásgeir, forstjóri Baugs. Rökin fyrir stærðinni eru sögð hagkvæmni í innkaupum og að hún nái verðinu ffekar niður en sam- keppni. Með öðrum orðum; hve miklu hærra væri verðið ef stærðar Baugs nytí ekki við? Fólk lítur hins vegar svo á að risarnir tveir á matvöru- markaðnum, Baugur og Kaupás, þ.e. Nóatún o.fl. - skipti með sér mark- aðnum landffæðilega. Þetta er höfuðástæðan fyrir minnkandi vinsældum! Eflaust bættí það ekki úr skák í könnuninni að umræður um hækkandi matarverð hafa verið miklar frá áramótum og hefur Jón Ásgeir, forsúóri Baugs, verið í nokkurri varnarstöðu vegna þessa i fjölmiðlum. Sömuleið- is birtust dagana, sem könnunin var tekin, dæmalausar fféttír um að starfsmaður 10-11 hefði verið kærður tíl lögreglu fyrir meintan stuld á einni pepsíflösku að andvirði kr. 100 og rekinn á staðnum. Við hann var síðan gerð sátt og honum greiddur viku uppsagnarfrestur því sekt hans hafi ekki verið sönnuð. Með opnun Bónus lyftu Bónusfeðgar grettístaki hvað það varðar að lækka matarverð í landinu og fyrir það eiga þeir lof skilið - og hafa hlotið það. En þjóðina hafa þeir ekki lengur eins dyggilega á bak við sig og áður. Einhvern veginn sér hún ekki sama geislabauginn yfir Baugi og hún sá yfir Bónusi. Jón G. Hauksson gJB ijii jr ’TTZFT TTTTi F'i fjyia. j LLllJ Stofnuð 1939 Sérrit um viðskiþta-, efnahags- og atvinnumál - 62. ár Sjöfh Geir Óla/sson Sigurgeirsdóttir Ijósmyndari auglýsingastjóri Hallgrímur Egilsson útlitsteiknari RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson ÁSKRIFTARVERÐ: 3.185 kr. fyrir 1.-5. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. UMBROT: Hallgrímur Egilsson UTGEFANDI: Talnakönnun hf. RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSIA: DREIFING: Talnakönnun, hf., sími 561 7575 FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. LTTGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@tainakonnun.is ISSN 1017-3544 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.