Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Side 10

Frjáls verslun - 01.01.2000, Side 10
FRETTIR Akveðið hefur verið að sameina ritin Vísbendingu og Islenskt at- vinnulíf. FV-mynd: Geir Ólafsson □ kveðið hefur verið að sameina tvö rit Talnakönnunar hf., Vísbendingu og íslenskt atvinnulíf. Vísbending hefur komið út frá árinu 1983 og var í upphafi með ýmsum tölulegum fróðleik og grunnupplýsingum en breytt- ist smám saman í það horf að í því birtust almennar greinar um viðskipti og efnahagsmál. Islenskt atvinnulíf hóf göngu sína árið 1988 og í því birtast ýmsar lykilupplýsingar um stöðu og rekstur fýrirtækja. Þessar upplýsingar verða á ný sendar í nokkuð breyttu formi í sérstökum íylgiritum með Vísbendingu. Jafnframt er stefnt að því að nýjustu upplýs- ingar verði áskrifendum aðgengilegar á Netinu. Það er von útgefenda að sameinað blað þjóni lesendum enn betur en fyrirrennarar þess. Helmingur landsmanna styður sölu á Landssíma Islands hf Vísbending sameinuð islensku atvinnulífi Helmingur styður sölu Landssíma Islands □ elmingur lands- manna styður sölu á Landssíma íslands hf., samkvæmt skoðana- könnun Frjálsrar verslunar dagana 27. til 30. janúar sl. Þetta er nákvæmlega sama niðurstaða og fékkst í könn- un blaðsins á sama tíma í íyrra. Spurt var: Finnst þér að ríkið ætti að selja Lands- síma íslands? 51% svöruðu játandi, en 49% neitandi. Helstu fylgjendur á sölu Landssímans eru ungt fólk á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem búa á landsbyggðinni vilja síður selja Landssím- ann. Ekki var marktækur munur á afstöðu kynjanna til þessa málefnis. Nokkur umræða hefur farið fram um einkavæðingu Lands- símans og hvenær ríkið hyggst setja hluta af honum á markað. Könnun Frjálsrar verslunar: Netið á helmingi heimila □ elmingur heimila á íslandi er með Netið, samkvæmt skoðanakönnun Prjálsrar verslunar sem gerð var dag- ana 27. til 30. janúar sl. Spurt var: Er internet tenging á heimili þínu? Um 52% svöruðu játandi. Alls svaraði 441 þessari spurningu í könnuninni. Meira reynist um internet tengingar á heimilum í Reykjavík, Reykjanesi og Norður- landi vestra en annars staðar á landinu. Fólk á aldrinum 25 til 55 ára er í meira mæli með aðgang að Netinu heima hjá sér. Af þessu má ráða að enn er óplægður akur hjá markaðs- mönnum við að koma Netinu inn á sem flest heimili landsins. Þess má geta að samkvæmt öðrum könnunum eykst að- gengið að Netinu nokkuð þegar vinnustöðum og skólum er bætt við og því er spurningin sú hvernig gangi að fá fólk til að hafa Netið bæði heima hjá sér og í vinnunni. Netið er á helmingi heimila í landinu, samkvœmt könnun Frjálsr- ar verslunar. Meira er um internet tengingar á heimilum í Reykja- vík, Reykjanesi og Norðurlandi vestra en annars staðar á landinu. 10

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.