Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Síða 19

Frjáls verslun - 01.01.2000, Síða 19
FORSÍÐUGREIN sem ella hefðu ekki komið til landsins. Rök þeirra eru að gang- verkið sé rétt að byrja, peningar úr íslenskri erfðagreiningu eigi eftir að flæða inn í íslenskt atvinnulíf með árunum, ekki síst fyrirtækja í líftækni og rannsóknar- og þróunarstörfum! íslensk erfðagreining eigi þess vegna eftir að reynast bein innspýting inn í íslenskt viðskiptalíf og bæta lífskjörin í landinu. Islensk erföagreining ehf. er til húsa við Lyngháls 1 í Reykjavík. Þarstarfa núna um 250 til 300 manns, flestir langskólagengnir. bréfa deCODE^ feb. 2000 er Vtsindi eða við- skipti? Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðlierra afhend- ir Kára Stefánssyni rekstrarleyfið fyrir gagnagrunninum á heilbrigðissviði í Ráð- herrabústaðnum. Leyfið er mikið að vöxtum og í stórri möpþu. segja að þetta séu eingöngu viðskipti. „Tilgangur félagsins er að framkvæma rannsóknir og þróa aðferðir á sviði lyija- og læknisfræði í hagnaðarskyni,“ segir í 3. gr. 1. kafla í samþykkt- um félagsins. Auðvitað er ekkert nema gott eitt að segja um það að Kári og félagar ætli sér að hagnast á fyrirtækinu. Hver stofnar fyrirtæki án þess að ætla sér að hagnast á því? Efa- semdamenn segja á hinn bóginn að spurningin sé aftur á móti sú hvort sá hagnaður hluthafa byggist eingöngu á tilvist gagna- grunnsins sem ríkisstjórnin hefur afhent Kára gegn því að ÍE greiði 70 milljóna króna á ári, auk þess sem ríkið fær hlutdeild í hagnaði en sú greiðsla getur þó aldrei orðið meiri en 70 millj- ónir á ári. Samtals 140 milljónir á ári, hámark. Varla sýnir Is- lensk erfðagreining hagnað alveg strax. Harðir andstæðingar Kára segja að ekkert annað vaki fyrir honum en að græða og búa til peninga, sjálfum sér til handa; vísindaafrekin verði í aft- ursætinu og að þetta sé allt eitt sjónarspil. Samherjar Kára segja hins vegar að Kári sé séní sem þegar hafi lyft grettistaki við það eitt að stofna íslenska erfðagreiningu og laða til sín yfir 250 hámenntaða starfsmenn, marga íslendinga erlendis frá Situr Kári fastur með fé Sitt? Þótt Fijáls verslun meti hlut Kára svo að hann sé ekki undir 8 milljörðum er ljóst Kári er á vissan hátt fastur með þetta fé sitt. Hann getur ekki selt bréf sín eins og hver annar hluthafi sem á smáan hlut. Hvað segði fólk ef það heyrði að Kári væri að selja bréfin sín, maðurinn sem allt gengur út á. Það dugir því skammt að segja hann eiga svo og svo marga milljarða ef hann er fastur með þá. Hvernig mun honum ganga að leysa þá úr læðingi, ná þeim út úr fyrirtækinu til að dreifa áhættu sinni sem fjárfestir? Við blasir að það verður ekki auðvelt fyrir hann. Flestir hafa enga hugmynd um það hvers konar markaður hinn margrómaði líftæknimarkaður er. Hvernig eiga ijárfestar á Islandi að hafa hugmynd um það hvort gengið 53 dollarar á hlut sé of hátt eða lágt. Hvað er rétt verð í líftækninni? Erlend- is telja sérfræðingar eðlilegt að tekjustreymi flestra líftæknifyr- irtækja verði ekki jákvætt fyrr en eftir sjö til tíu ár, 2007 til 2010. Það er langur tími þótt tíminn fljúgi vissulega hratt. Og hvað hefur verið að gerast hjá stærstu lyQafyrirtækjunum á undan- förnum árum? Er nægilegt fóður í pípunum hjá þeim? Lyf úr- eldast eins og aðrar vörur. Lyfjafyrirtækin þurfa á nýjum lyijum að halda og því þurfa þau að fjárfesta sífellt meira í rannsókn- um og líftækni. Erlendis halda margir ijármálasérfræðingar því fram að fjármagn næstu ára og áratuga muni flæði í stóraukn- um mæli inn í líftækni og hátækni. Að lífið gangi út á að fólk verði eldra og geti með hátækni gert hlutina á skemmri, skemmtilegri og einfaldari hátt en áður. Kári?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.