Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Síða 20

Frjáls verslun - 01.01.2000, Síða 20
FORSÍÐUGREIN Ofurhagnað harf vegna V/H hlutfalls Markaðsverð deCODE genetics Inc. er núna 113 milljarðar króna miðað við að geng- ið 53 dollara, eins og það hefur verið að undanförnu. Miðað við V/H hlutfallið 30 þyrfti hagnaður fyrirtækisins að nema 3,2 milljörðum króna eftir skatta á ári til að standa undir því verði. Það er vægast sagt há tala í ljósi þess að það tekur tíma fyrir líftæknifyrirtæki að ná upp tekjustreymi - en hagnaðurinn get- ur líka orðið mikill þegar vel tekst til. Líftækni er markaður sem fáir þekkja. Auðvitað hlýtur sú spurning að vakna hjá venjulegum fyárfesti hvort það gangi til lengdar að gengi hluta- bréfa í fyrirtækjum, eins og í líftækni- og netfyrirtækjum, hækki og hækki án þess að hefðbundinn hagnaður af rekstr- inum blasi við. Ernir, Kári, Kristleifur og Sigurður Saga íslenskrar erfðagrein- ingar er ekki löng. Það var skömmu fyrir árslok 1995 sem for- veri þess, fyrirtækið Decode ehf., var stofnað. Stofhendur voru Ernir K. Snorrason læknir, Kristleifur Kristjánsson læknir, Sigurður R. Helgason, forstjóri Björgunar og Kári Stefánsson læknir. Fyrirtækið var stofnað klukkan hálfellefu að morgni hins 29. desember í húsakynnum A&P lögmanna við Borgar- tún 24 í þeim tilgangi að annast rannsóknir á sviði lylja, lækn- isfræði, erfðavísinda og fl. Kári mætti ekki á fundinn en Árni Vilhjálmsson lögmaður sat stofnfundinn fyrir hönd Kára. Á fundinum var ákveðið að nafn félagsins yrði Decode ehf. og að hlutafé þess skyldi verða 600 þúsund krónur. Ernir og Kári áttu 210 þúsund krónur hvor, en Kristleifur og Sigurður 90 þúsund krónur hvor. Hjálmar Kjartansson var fyrsti fram- kvæmdastjóri félagsins en lét af störfum í ársbyrjun 1998. Síðla sumars árið 1996, eða 26. ágúst, var fyrirtækið deCODE genetics Inc. stofnað í Delaware í Bandaríkjunum. Stofhendur voru Kári Stefánsson, Kristleifur Kristjánsson, Ern- ir Snorrason, Jeffrey Gulcher, Cynthia Bayley, Guðmundur I. Sverrisson, Hjálmar Kjartansson og Sigurður Helgason. Auk þess komu alþjóðlegir áhættufjárfestar inn sem hluthafar, svo- nefndir stofnljárfestar. Þeir voru: Alta Partners, Advent International Corporation, ARCH Venture Partners, Atlas Venture, Falcon Technology Partners, Medical Science Partners og Polaris Venture Partners. Síðan hafa íslendingar og íslensk Qánnálafyrirtæki komið inn í gegnum útboð. Skömmu eftir að deCODE genetics Inc. var orðið að veru- leika stofnaði það dótturfyrirtæki sitt, íslenska erfðagreiningu ehf. (IE). Hinn 1. nóvember 1996 afsöluðu fjórmenningarnir, sem stofnað höfðu Decode ehf. skömmu fyrir árslok ‘95, sér eignarhlut sínum í því fyrirtæki til deCode genet- ics Inc. og fengu þeir í staðinn hlutafé í móðurfé- laginu. Sem stofnendur fengu þeir bréf með sér- stökum kauprétti. Tvenn stórviðskipti á íslandi Kári hefur lagt áherslu á að Islendingar ættu meirihluta i fyrirtæk- inu þannig að á því væri íslenskur stímpill þegar það fengi gagnagrunninn afhentan. í febrúar 1998 efndi deCODE genetícs Inc. tíl lokaðs hlutafjárút- boðs á Islandi. I útboðslýsingunni segir: ,Að efnt sé tíl útboðsins tíl að gefa íslenskum fjárfestum tæki- færi að taka þátt í uppbyggingu félagsins og tryggja áframhaldandi sterka íslenska eignaraðild. Hlutír í félaginu eru þar af leiðandi einungis til sölu á ís- landi og deCODE genetícs er ekki heimilt að selja öðrum en íslenskum lögaðilum.“ Hlutafé í þessu lokaða útboði nam 2 milljónum hluta sem seldir voru á genginu 5,0 dollara, eða fyrir 10 milljónir dollara. Rúmar 700 milljónir króna. Fram kom í út- boðslýsingu að félagið hefði heimild til að gefa út allt að 45 milljónir hluta og að útistandi hlutir eftír útboðið færu úr 22 milljónum í 24 milljónir hluta. Hlutahafar, sem fyrir voru, höfnuðu forkaupsréttí og tóku ekki þátt í útboðinu. Stærð þessa útboðs var því rúm 9% af heildarhlutafénu í deCODE genet- ics Inc. I þessu útboði tóku ýmsir þátt, m.a. eignar- haldsfélagið Hof. Aðalumsjónaraðili útboðsins var Landsbréf - en Landsbréf, Kaupþing og íslands- banki höfðu heimild til að selja hlutí í félaginu. Næsta stóra hlutbréfasalan í deCODE genetics Inc. var 15. júní í fyrrasumar þegar ákveðið var að auka enn frekar hlut íslenskra fjárfesta í hópi hlut- hafa og beitti Kári Stefánsson sér fyrir því að bandarískir stofnfjárfestar, sem tóku þátt í stofnun fyrirtækisins, seldu hluta af bréfum sínum tíl ís- lenskra fjárfesta. Um var að ræða 5 milljónir hluta á genginu 17, eða um 6 milljarðar króna. Hlutabréf- Öryggisskáparnir frá Rosengrens enj traust geymsla fyrir peninga, skjöl, tölvugögn og önnur verð- mæti. Skáparnir sem eru í hæsta gæðaflokki fást í ýmsum stærðum og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið. Bedco & Mathiesen Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími 565 1000 20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.