Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Page 21

Frjáls verslun - 01.01.2000, Page 21
FORSÍÐUGREIN in voru boðin völdum íslenskum fagflárfestum og fjármálalyr- irtækjum. Fjórir ijárfestar keyptu: FBA, Landsbankinn, Bún- aðarbankinn og eignarhaldsfélagið Hof. A þessum tíma vakti mikla athygli að viðskiptabankarnir tveir, Landsbankinn og Búnaðarbankinn, skyldu taka áhættuna og kaupa hlut í fyrir- tækinu af bandarískum áhættufjárfestum - sem og FBA sem á þessum tíma var enn í meirihlutaeign ríkisins. Þessir ijórir ijár- festarkeyptu bréfin á genginu 17,0 af bandarísku ijárfestunum en hafa síðan selt nokkurn hluta þeirra aftur út á markaðinn. Þessi hlutabréf voru í svonefndum B-flokki sem er sami flokk- ur og önnur hlutabréf í deCODE genetics Inc. sem seld hafa verið á Islandi. B-flokkur bréfanna breytist í almennan flokk við skráningu félagsins á almennum hlutbréfamarkaði í Bandaríkjunum í hlutfallinu einn á móti einum. Heimilt er að kaupa og selja hluti í B-flokki innan Islands, þ.e. rnilli íslenskra lögaðila, en hlutabréfm má ekki selja bandarískum lögaðila fyrr en 180 dögum, sex mánuðum, eftir að félagið hefur verið skráð á viðurkenndum verðbréfamarkaði í Bandaríkjunum. Þessar tvær hlutabréfasölur á Islandi, 9% í febrúar ‘98 og 17% í júní ‘99, eru það umfangsmiklar að þær svara til fjórð- ungs, 26%, allra útgefinna hlutabréfa í félaginu. Ófullnægjandi upplýsingar valda titringi Við þessa sölu reynd- ist heildarijöldi hluta í deCODE genetics Inc. vera orðinn 29,5 milljónir hluta en hann var 24 milljónir hluta eftir útboðið í febr- úar 1998, ári áður. I Morgunpunktum Kaupþings hinn 21. júní í fyrrasumar var sérstaklega vakin athygli á þessu. Þar sagði: „Við þetta tækifæri kom fram að hlutafé hefði verið aukið nokk- uð á síðustu mánuðum og er nú 29,5 milljónir hluta en var 22 milljónir hluta í ársbyijun 1998 er hlutabréf i deCODE voru fyrst boðin innlendum ijárfestum. Við það tækifæri var gefin út útboðslýsing þar sem því var lýst yfir að ekki væri fyrirhugað að auka hlutafé félagsins frekar fyrr en að skráningu á erlend- um hlutabréfamarkaði kæmi. Því kemur það nokkuð á óvart að forráðamenn félagsins hafi í það minnsta ekki tilkynnt um þessa aukningu áður en til hennar kom. Það er einnig umhugsunarefni að þrír af stærstu aðilum á innlendum verðbréfamarkaði skuli með svo afgerandi hætti stuðla að lakari upplýsingagjöf á innlendum hlutabréfamark- aði. Islensk erfðagreining og móðurfyrirtæki þess, deCODE genetics Inc., hafa litlar sem engar upplýsingar gefið um rekstur sinn opinberlega frá því hlutabréf í deCODE genetics voru fyrst boðin innlendum ijárfestum til kaups. Þá hefur fé- lagið heldur ekki aðspurt gefið upp útgefið hlutafé og þrátt fyrir að segja megi að slíkar upplýsingar séu nauðsynlegar forsendur við ljárfestingarákvörðun, hefur þessi upplýsinga- skortur lítil áhrif haft á kaupáhuga fjárfesta. Þetta kann þó eitthvað að breytast með auknu framboði hlutabréfa hér inn- anlands.“ Svo mörg voru þau orð í Morgunpunktum Kaup- þings frá júní í fyrra. Býsna hart að orði kveðið. Tap af rekstri I skýrslu sem deCODE genetics Inc. gaf í júní á liðnu ári segir að tekjur Islenskrar erfðagreiningar, en PricewaterhouseCoopers eru endurskoðendur fyrirtæksins, hafi verið 0 kr. bæði árin 1996 og 1997 en eftir samninginn við Hoffman-La Roche hafi þær orðið 12,7 milljónir dollara á árinu 1998, þ.e. um 914 milljónir, en ekki dugað tíl og hafi fyrirtækið verið rekið með um 6,6 milljóna dollara tapi það ár; 475 milljón- um króna. íslensk erfðagreining gaf þessar upplýsingar á síð- asta sumri og birti í bók Frjálsrar verslunar, 100 stærstu. Upp- lýsingar um reksturinn hafa því verið sendar út á markaðinn. Það verður ekki af fyrirtækinu tekið í rökræðum um slælega upplýsingagjöf þess. Bóla eða séní? Kári á sér marga harða andstæðinga, eins og gengur um mann í framlínu viðskipta. Þeir segja að hann sé bóla. Fyrirtækið hafi ekki skilað neinu, ekki sýnt neitt og ekki unnið tíl neinna vísindaaireka til að réttlæta svo hátt verð á hlutabréf- um og svo mikinn meðbyr í fjölmiðlum og á meðal fólks. Hann hefur þó altént byggt upp 250 til 300 manna fyrirtæki, gefið ijöl- mörgum íslenskum menntamönnum erlendis tækifæri á að flytja heim til íslands. Og hann verður fyrsti íslenski forstjórinn í „ís- lensku fyrirtæki" skráðu á Nasdaq hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum. En kannski rennur allt út í sandinn eftír tíu til fimmtán ár og þá geta efsemdamenn sagt að þeir hafi allan tím- ann sagt þetta og séð þetta fyrir. „Eg vissi það, ég sagði það.“ S3 Átt þú eftir að ganga frá tífeyrismálum þínum? íslenski Ufeyrissjódurinn er traustur lífeyrissjóður í vörslu Landsbréfa hf. Með aðild að íslenska lífeyrissjóðnum tryggir þú þér fjölbreytta þjónustu og góða ávöxtun lífeyris. Hafðu samband við sérfræðinga Landsbréfa í lífeyrismálum eða ráðgjafa í næsta Landsbanka. www.landsbref.is 21

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.