Frjáls verslun - 01.01.2000, Side 26
Edda Sverrisdóttir, kaupmaður í Flex í Bankastrœti, segir að miðborgin sé að verða meira sér-
verslanasvæði þarsem mikið sé lagt uþþ úrgóðri þjónustu, eins og í miðborgum erlendis.
Efdr Höllu Báru Gestsdóttur Myndir: Geir Ólafsson
VERSLUN
Edda Sverrisdóttir, kaupmaður i
versluninni Flex í Bankastræti,
segir að miðborgin öðlist sér-
stöðu við aukna samkeppni stór-
markaða. „Miðborgin lifir!“
Edda Sverrisdóttir, kaupmaður í
versluninni Flex í Bankastræti, hef-
ur um árabil starfað í hagsmuna-
samtökum fyrir miðborgina. Hún óttast
ekki frekari samkeppni stærri verslunar-
kjarna við miðborgina enda segir hún
fólk vilja eiga fallega, lifandi og skemmti-
lega miðborg eins og leitast sé við að
skapa í Reykjavík.
Edda er fædd árið 1953 á Siglufirði en
fluttist ung að árum í Kópavoginn þar
sem hún býr í dag. Tíu árum eyddi hún í
útlöndum, fimm í Danmörku og fimm í
Bandaríkjunum, en þar nam hún kvik-
myndagerð við listaháskóla í San
Francisco. Undanfarin níu ár hefur þó
starfstitill hennar verið verslunarmaður
en það var þá sem Edda keypti verslun-
ina Flex, dekurverslun fyrir dömur, sem
selur fatnað með ríka áherslu á fylgihluti.
Búðin er í efsta húsinu í Bankastræti,
húsi sem Jón Þorláksson, ráðherra og
borgarstjóri, byggði á sínum tíma, og
hæfir andi hússins versluninni vel.
Þegar Edda hóf verslunarrekstur átt-
aði hún sig ekki á því að hún þyrfti að
eyða öllum þeim tíma í reksturinn sem
raunin hefur orðið því hún ætlaði sér að
vinna við gerð kvikmynda og sjónvarps-
efnis samhliða rekstrinum. „Ég var svo
mikið barn að halda að það að reka versl-
un væri hægt að gera með annarri
hendi. Ég ætlaði mér að ráða fólk, mæta
í verslunina tvisvar sinnum í viku, sjá um
innkaupin og raða í hillur og glugga. En
það var nú öðru nær því maður þarf al-
deilis að vera vakandi yfir öllu sem við
kemur rekstrinum ætli maður að láta
verslunina ganga og vita um hvað málið
snýst. Það þýðir ekki að vera með fjar-
stýringu á þessu, og svo hefur aldrei ver-
ið hvað mig varðar því allur minn tími
hefur farið í verslunina."
Persónuleg þjónusta hefur alltaf verið
einkenni í Flex og á Edda marga fasta
viðskiptavini, innlenda sem erlenda.
Sem dæmi nefnir hún karlmann frá Ba-
hamaeyjum en hann hefur alltaf viðdvöl
á Islandi á leið sinni yfir hafið. Tímanum
eyðir hann í það að fara á sinfóníutón-
leika og óperur ásamt því að koma við í
Flex og versla. Einnig er um að ræða
Bandaríkjamenn og Evrópubúa fyrir
utan alla Islendingana. í Flex fæst ein-
faldur og vandaður fatnaður en áherslan
er rík á sérstæða skartgripi, eftir þekkta
listamenn, sem undirstrika persónuleik-
ann og hafa sérstakan stíl. Og það allra
nýjasta eru glæsikjólar ásamt gull og
demantsskartgripum.
Sérverslanasvæði i háum gæðaflokki
Þegar talið berst að stórum verslunar-
kjörnum eins og Kringlunni og því
hvort Edda vildi hafa Flex á þeim slóð-
um segir hún þvert nei. Verslunin eigi
ekki heima í slíkum kjörnum því hún sé
sönn miðborgarverslun og verslun eins
og Flex vilji fólk finna í miðborgum þeg-
ar það fari til útlanda. „Ég hef byggt
verslunina þannig upp að hún er sér-
stök og það er upplifun að koma inn í
hana. I Flex ertu að sjá eitthvað sem þú
sérð ekki annars staðar og ég held að
mér hafi tekist þetta að mjög mörgu
leyti.“ Sú staðreynd að verslun Eddu er
sönn miðborgarverslun hefur leitt
hana, sem verslunareiganda í miðborg-
inni, til að vera virkur þátttakandi í Mið-
Miðborgin er að verða eins og miðborgir erlendis þar sem
verslanir, þjónustufyrirtæki og veitingahús eru í háum
gæðaflokki. Ferðamenn sækja í slíka kjarna.
26