Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Page 27

Frjáls verslun - 01.01.2000, Page 27
FV-mynd: Geir Ólafsson farin að draga mig svolítið til baka. Þörf- in fyrir þessi samtök er mjög mikil þegar litið er til samkeppninnar við Kringluna og tilvonandi verslunarmiðstöð í Smár- anum í Kópavogi en einnig er þörfin mikil hvað varðar samskipti verslunar- eigenda í miðborginni við Reykjavíkur- borg. Þeir þurfa að eiga eina sterka rödd sem talar máli ijöldans enda er það far- sælast þegar til lengri tíma er litið.“ Edda er á því að miðborgin standi sig vel og eigi eftir að gera betur. Hún segir ásókn í húsnæði mikla í miðborg- inni og margar nýjar verslanir hafa ver- ið opnaðar. „Þróunin er sú að miðborg- in er að verða meira sérverslanasvæði þar sem mikið er lagt upp úr góðri þjón- ustu og það þýðir að hún er að verða eins og miðborgir erlendis þar sem verslanir, þjónustufyrirtæki og veit- ingahús er í háum gæðaflokki. Ferða- menn sækja í slíka kjarna sem og í stemmninguna sem fylgir þeim. Það er ekki öðruvísi í Reykjavík og ég á ekki von á því að verslun í miðborginni eigi eftir að lognast út af þrátt fyrir stóra verslunarkjarna annars staðar á höfuð- borgarsvæðinu." Aðlaðandi andrúmslott Edda neitar því VERSLUN hluta til vegna þess hversu margir fara til að skoða sig um í þessum nýju verslunar- miðstöðvum, sem eðlilegt er því að við ís- lendingar erum svo mikil nýjabrums- þjóð, en ég held að ég hafi ekki misst við- skiptavini við það að Kringlan stækkaði nema þá að síður sé. Miðborgin öðlast frekar meiri sérstöðu við þessa auknu samkeppni en sú sérstaða skapast ekki af sjálfu sér. Kaupmennirnir þurfa að gera andrúmsloftið aðlaðandi og skemmtilegt og það er þeirra að skapa miðborginni sérstöðu. Einnig þarf að gera umhverfið fallegt og þægilegt og í þeim efnum má nefna fjölgun bílastæða, niðurrif ljótra og illa byggðra húsa við Hverfisgötuna, nýj- ar og glæsilegar byggingar við Lækjar- götu og Austurstræti í sátt við uppgerð og vel við haldin sögufræg hús. Svo ég minnist á veðrið og kostinn við það að finna fyrir því, það er bara hluti af þvi að vera til! Ég hef aldrei litið á veðrið sem neikvæðan þátt í því að vera kaupmaður í miðborginni." Fyrir utan aukna samkeppni og mikil- vægi þess fyrir kaupmenn í miðborginni að vera vakandi, eins og Edda orðar það, þá nefnir hún þetta ár, árið 2000, sem mikilvægt ár fyrir miðborgina. Um sé að ræða hátíðarár í tvennum skilningi þar na í miðbænum borgarsamtökunum Laugavegssamtökunum. I dag situr Edda í stjórn Þróunarfélags Miðborgar- innar sem er eins konar „móðurfélag" fyrir minni samtök, s.s. Laugavegssam- tökin, Skólavörðustíg, Hverfisgötu, Bankastræti, hliðargötur og Kvos. Mið- borgarsamtökin sameinuð- ust Þróunarfélaginu á síðasta ári og er verið að byggja fé- lagið upp af miklum krafti með hagsmuni kaupmanna og ibúa í fyrirrúmi og einnig er Þróunar- félagið málsvari svæðisins í öllum sam- skiptum við Reykjavíkurborg. „Ég hef verið virk í þessum samtökum frá því ég hóf kaupmennsku, ég hef haft gaman af því en þetta er heljarinnar vinna og ég er samt ekki að verslunareigendur í mið- borginni finni fyrir því þegar nýir verslun- arkjarnar séu teknir í notkun. „Við fund- um fyrir því þegar Kringlan stækkaði í nóvember og við eigum eftir að finna fyr- ir þvi þegar Smárinn opnar. Það er þó að sem Reykjavík sé ein af menningarborg- um Evrópu og Lista- hátíð í Reykjvík fari fram. Því þurfi að taka vel á móti gest- um og kaupmenn muni taki beinan og óbeinan þátt í því að hafa miðborgina snyrtilega. „Hvað er skemmtilegra og rómantískara en að rölta um bæinn?“ segir Edda að lokum, „kíkja í búðir, detta inn á veitingahús, finna fyrir hita og kulda, vætu og þurrki. Ég veit að það taka margir undir þetta með mér og því mun hjarta miðborgar- innar slá kröftugar en áður og miðborg- in lifa.“ ffl

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.