Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Page 29

Frjáls verslun - 01.01.2000, Page 29
SKOÐANAKÖNNUN niður í um 55 dollara. Til stendur að skrá Islenska erfðagreiningu á Nasdaq markaðpum í Bandaríkjunum á næstu mánuðum. Mikil úlfuð varð á meðal margra lækna vegna fréttanna um rekstrarleyfi gagnagrunnsins. Þeir telja sljórnvöld algerlega siðlaus að af- henda sjúkraskýrslur, trúnaðarskjöl lækna og sjúklinga, til einkafyrirtækis að sjúklingum forspurðum. Að vísu geta sjúklingar sagt sig úr grunninum og þegar hafa margir gert það - en að- eins um 5% þjóðarinnar. Ekkert mál hefur fengið eins mikla umljöllun í fjöl- miðlum síðustu tvö árin og gagna- grunnsmálið, eða frá því Islensk erfða- greining gerði samning við svissneska fýrirtækið F. Hoffman-La Roche 2. febr- úar árið 1998. Vinsældir Baugsbúða hrynja! Á sama tíma og Kári og Islensk erfðagreining hafa þjóðina greinilega á bak við sig hljóta Bónusfeðgar, Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson, að hrökkva í kút Baugsveldið hrynur að vinsældum og það svo um munar. Sjaldan áður hefur verið um svo mikla niðursveiflu að ræða í tólf ára sögu listans. Vinsæidir einstakra Baugsbúða Svona hafa vinsœldirnar hrunið á aðeins tveim- ur árurn. Hagkaup og Nýkaup um mitt árið ‘98. Þannig er það Baugur sem er á Verð- bréfaþingi og rekur Bónus, Hagkaup, Nýkaup, 10-11, Hraðkaup og innkaupa- félagið Aðföng. Núna bregður svo við að Baugur er nefndur til vinsælda en þó sérstaklega til óvinsælda!!! flukin neikvæðni gagnvart Baugi Það er ekki aðeins að það sé hrun í vinsæld- um Baugsveldisins heldur nefnir fólk Baug og verslanir hans sérstaklega á nafn yfir iyrirtæki sem það hefúr nei- kvætt viðhorf tíl. Þetta hlýtur að valda Bónusfeðgum áhyggjum. Til þessa hef- ur fólk ævinlega verið mun jákvæðara en neikvætt út í fyrirtæki. Þó hafa vin- sælustu fyrirtækin undanfarin ár ævin- lega lent á þessum lista líka. En oftast hafa þau þó verið miklum mun vinsælli en óvinsæl. Núna bregður svo við að vinsældir Baugsveldisins mælast sam- tals 11,4% en óvinsældir 14,9%. Þetta er sláandi niðurstaða og hlýtur að vekja þá Jóhannes og Jón Ásgeir tíl alvarlegr- ar umhugsunar! I íyrra nefhdu um 8,5% svarenda Hagkaup og Bónus á nafn yfir fýrirtæki sem þeir hefðu neikvætt i. Flaggskip feðganna, viðhorf tíl. Fyrir tveimur árum var þetta hlutfall aðeins 4,7%. vinsældum! Bónus, sem trónað hefur við topp listans meira og minna frá því könnun var fyrst gerð og vermt toppsætíð sl. ár, hrapar skyndi- lega niður í fimmta sætí listans. Fara þarf allt aftur til ársins 1991 tíl að fá svipaða niðurstöðu. Bónus á metíð í þessum vin- sældakönnunum, aldrei hefur neitt iýrirtæki verið eins vinsælt og Bónus var fyrir tveimur árum þegar hann fékk 26% fylgi, eða hjá yfir fjórðungi allra svarenda. Núna mælist Bónus með 6,6% fylgi. Otrúlegt hrap á tveimur árum!! Það sem meira er, Hagkaup, sem hefur mikla vinsældasögu á bak við sig í könnuninni, var vin- sælasta fyrirtæki landsins ‘89, ‘91 og ‘93 og ævin- lega verið í fýrsta tíl fjórða sæti listans, hrynur núna í tíunda sætið! Hagkaup fær núna aðeins 3,3% fylgi en fékk um 8% fylgi í fyrra og tæplega 18% fylgi fyrir tveimur árum. 10-11 búðirnar sem voru í sjötta sætí listans á árunum ‘97 og ‘98 og því fjórtánda í fýrra hrapa núna niður í 52. sætíð. Nýkaup, sem var í nítjánda sætí í fyrra, mælist ekki núna, takk fýrir!! Fólk hefur ekki nefht Baug tíl þessa, enda var hann lengst af sérstakt innkaupa- félag fyrir Hagkaup og Bónus, en varð hins vegar nafh móðurfélagsins þegar Bónusíeðgarnir yfirtóku ásamt fleirum Matarverð og pepsíflaska Eflaust kemur ýmis- legt tíl varðandi þessi stakkaskiptí fólks gagnvart Baugsveldinu. Sennilegasta skýringin er sú að fólki finnist Baugur einfaldlega vera orðinn of ráð- andi á markaðnum, að hann sé kominn með ein- okunarstímpil. Þá má geta þess að í janúar hefúr fýrirtækið orðið fýrir gagnrýni af hálfu Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra og Geirs Haarde fjármálaráðherra vegna hækk- andi matarverðs í landinu og hefur Jón Ásgeir Jóhannesson, for- sfjóri Baugs, verið í nokkurri varnarstöðu vegna þessa í fjöl- miðlum, hvort sem það er með réttu eða röngu. Þá má geta þess að deginum áður en könnunin hófst birti Morgunblaðið, fýrst fjölmiðla, frétt um að starfs- maður 10-11 hefði verið kærður tíl lögreglunnar og rekinn á staðnum vegna meints stulds á einni pepsí-flösku. Starfsmaðurinn mun hafa fyrir röð tilviljana ekki borgað flöskuna áður en hann fór í kaffi inn á kaffistofu og neytti innhalds hennar. DV tók málið sömuleiðis upp og það fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlum og sagan flaug á svipstundu um þjóðfélagið og flestir hneyksluðust á hörku Baugs gagnvart starfsmanni sínum. Umræðan um þetta mál fór einmitt fi'am dagana sem könn- unin var gerð. Sátt náðist á milli lög- manns Verslunar- Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið er lang- vinsælasta fyrirtæki landsins um þessar mundir. 29

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.