Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Side 38

Frjáls verslun - 01.01.2000, Side 38
NÆRMYND Síðustu jól voru Plastjól með stóru péi og settu íslendingar met í notk- un greiðslukorta. Enda höfðu Ragn- ar Önundarson, 47 ára framkvæmda- stjóri Europay, og hans fólk í nógu að snúast í byrjun febrúar þegar kom að jólauppgjörinu. Þetta voru umsvifamestu mánaðamót í sögu kortafyrirtækjanna beggja, VISA Islands og Europay, og eru menn þó ýmsu vanir á þeim bæjum á þessum árstíma. Að sögn Ragnars jók EftirJónG. Hauksson. Europay hlutdeild sína lítillega á síðasta ári gagnvart VISA íslandi. Og andstætt við VISA hefur Europay ekki notað dreifikerfi banka og sparisjóða við útgáfu korta heldur verið sjálft útgefandi korta sinna þar til á síðasta ári. Ragnar er í nærmynd að þessu sinni. Hann er fæddur 14. ágúst 1952 í Reykjavík, sonur hjónanna Önundar Ásgeirssonar, sem lengi var forstjóri BR síðar Olís, og konu hans, Evu Harne Ragnarsdóttur kennara. Hann varð stúdent frá MH vorið 1972 og síðan lauk hann viðskiptafræðiprófi frá Háskóla íslands vor- ið 1976. Hann er kvæntur Áslaugu Þorgeirsdóttur kennara og eiga þau tvo syni, 21 árs og 17 ára. Skömmtun gamla kerfísins Þótt Ragnar hafi verið fram- kvæmdastjóri Europay í eitt og hálft ár er hann enginn nýgræð- ingur í Ijármálaheiminum. Hann hefur reynslu af skömmtun gamla kerfisins og frjálsræði hins nýja. Hann er með þeim allra viðskiptavinum þegar inn er komið. Skrifstofur eru gleijaðar á alla kanta og gegnsæið algert. Bæði viðskiptavinir og starfsmenn geta verið í augnsamþandi við hann. Ragnar sér vel niður í salinn en á sama hátt er hægt að fylgjast með hon- um á skrifstofu sinni. Með þessu leggur hann áherslu á að vera einn af liðinu í stað þess að setja sig á bekk skörinni _____ hærra. Gegnsæið er raunar svo mikið að Myndir: Geir óiafsson. þeir sem aka um Ármúlann og fram hjá íyrirtækinu geta horft beint inn á skrif- stofuna til hans og séð hann að störfum í dagsins amstri. Sagt er að starfsfólk meti þetta fýrirkomulag og kunni vel við þess- ar þreytingar. Hann er að koma á ákveðnum kynslóðaskiptum í annars rótgrónu fyrirtæki. Leíðtogi „Ég reyni að vera fremur leiðtogi en stjórnandi," segir Ragnar. „Við leggjum áherslu á valddreifingu og fylgjum hugmyndafræðinni um hag hluthafa, „shareholder value“. Hér eru sex forstöðumenn, sem ég kalla stjórnendur félagsins. Ég reyni að stilla mig um að stjórna þeim í smáatriðum en leiða hópinn þess í stað. Fari ég að stjórna þeim og vera með sífelld afskipti gengur valddreifingin til baka. Reynslan sýnir líka að betur sjá augu en auga.“ Eigendur Europay eru íslandsbanki, með 35% hlut, Lands- banki og Búnaðarbanki eiga 20% hvor og síðan eiga sparisjóð- Ragnar Önundarson, 47 ára framkvæmdastjóra EUROPAY / Islands, er enginn nýgrœðingur í jjármálaheiminum. A einu og hálju ári hjá jyrirtœkinu hejur hann opnað fyrirtækið inn á við. yngstu sem ráðnir hafa verið sem bankastjórar hérlendis. Að- eins 27 ára, eða fyrir tuttugu árum, var hann ráðinn aðstoðar- bankastjóri Iðnaðarbankans. Örlögin höguðu því þó þannig að ábyrgðin hvíldi fyrr á herðum hans en gert var ráð fyrir þar sem Pétur Sæmundsen bankastjóri veiktist alvarlega vorið 1980 - og fyrir vikið mæddi nokkuð á Ragnari sem starfandi bankastjóra. Fjórum árum síðar var hann ráðinn einn þriggja aðalbankastjóra Iðnaðarbankans. Með honum þar 1 banka- stjórn voru þeir Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka, sem ráðinn var bankastjóri Iðnaðarbankans haustið ‘82 i kjölfar láts Péturs, og Bragi Hannesson, fyrrverandi forstjóri Iðnlána- sjóðs. Ragnar varð síðar einn framkvæmdastjóra hjá íslands- banka þegar hann tók til starfa i ársbyijun 1990. Ragnar tók við góðu búi hjá Europay af Gunnari Bærings- syni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins, fyrir einu og hálfu ári, en engu að síður ákvað hann að opna fyrirtækið inn á við þegar hann tók þar við, breyta stjórnunarstílnum og sfytta boðleiðir með það að markmiði að auka valddreifingu og efla virkni fyrirtækisins gagnvart viðskiptavinum. Reif niður veggi Ragnar opnaði fyrirtækið innan frá í bók- staflegri merkingu því hann lét bijóta niður veggi innandyra og breyta innréttingum. Til dæmis var anddyrinu breytt þannig að skrifstofur á fyrstu og annarri hæð blasa núna við irnir samtals 25%. Eigendahópurinn að kortafyrirtækjunum tveimur, Europay og VISA ísland, eru því að stórum hluta þeir sömu. „Þetta var geysigott fyrirtæki þegar ég kom hingað ‘98 og ég tók við góðu búi. Félagið var fjársterkt, hér var gott starfs- fólk, gott viðskiptakerfi og traust merki, Eurocard, Mastercard og Maestro vörumerkin. Þessi öfl leysi ég best úr læðingi með því að vera fremur leiðtogi en smáatriðastjórnandi." Þegar skyggnst er á bak við tjöldin um stjórnandann og manninn Ragnar Önundarson er honum í stuttu máli lýst af fyrrum samferðamönnum hjá Iðnaðarbanka og íslandsbanka sem ákveðnum og metnaðargjörnum stjórnanda sem hafi áberandi kímnigáfu og sé fylginn sér við að ná markmiðum sín- um. Hann er sagður vel lesinn, Ijölfróður, og mjög opinn fyrir nýjungum. Hreinn og beinn „Ragnar er afar traustur. Hann er ekkert að leika í samskiptum við starfsmenn þótt hann tali í rauninni sér- stakt tungumál við hvern og einn. Hann er hreinn og beinn og segir skoðanir sínar tæpitungulaust. Gagnvart óöruggum starfsmönnum kann þetta stundum að virðast svolítið hörku- leg framkoma,“ segir Magnús Pálsson, núverandi forstöðu- maður Þróunar hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar og fyrrum sam- starfsmaður hans í Iðnaðarbankanum við Lækjargötu, og bæt- 38

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.