Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Síða 41

Frjáls verslun - 01.01.2000, Síða 41
II stofa hans er nánast úti á götu. Þetta hefur eflaust verið talsvert átak fyrir hann þvi hann átti langan feril að baki sem topp- stjórnandi í tveimur bönkum með aðstöðu á efiri hæðum og í lít- illr snertingu við daglega viðskiptavini.“ Hvað segir Ragnar Sjálfur? En hvað segir Ragnar sjálfúr um mannlegu samskiptin í stjórnun sinni? „Sá reynsluheimur sem ég kem úr er skömmtun lána í upphafi ferils míns og síðan lánamálin á kreppuárunum ffá ‘89 til ‘94 þegar mörg góð fyrir- tæki og stjórnendur, sem maður hafði átt góð samskipti við, urðu undir í baráttunni og gátu ekki staðið í skilum. Það var harður heimur og fremur óskemmtilegur fyrir báða, þá sem lánuðu og þá sem tóku lán. Það hefur áhrif á menn að vera í hörðum málum til langs tíma, hvað þá ef þeir tímar eru erfiðir. Mig langaði því að breyta til og snúa mér meira að almennri stjórnun. Það var því nokkur tilbreyting fyrir mig að taka við starfi mínu hjá Europay. Ég tel að ég hafi haft gott af þessari NÆRMYND Hnýtir flugur Kristján segir að Ragnar sé ekki aðeins fær veiði- maður heldur þyki hann sömuleiðis slunginn við að hnýta flug- ur. „Oft hefur hann hnýtingarsettið með sér og hnýtir flugur á staðnum eftir aðstæðum. Hann tekur vel eftir í náttúrunni og þekkir vel aðstæður, það hjálpar honum í veiðinni. Hann veiðir mikið og veitist það létt; hefúr ekki mikið fyrir því. Ragnar er at- hugull og fjölfróður og setur sig yfirleitt betur en aðrir inn í hluti sem fengist er við. Maður lærir oft mikið af honum með því að umgangast hann. Hann getur að vísu verið svolítið óvæginn ef því er að skipta. Hann er gæddur afskaplega mikilli kímnigáfu sem nýtist honum yfirleitt vel. Hann er mjög skemmtilegur í góðra vina hópi og afar traustur og ábyggilegur maður.“ Ragnar stundar sund á hveijum morgni og er ævinlega mættur klukkan sjö í sundlaugina í Garðabæ. Þess má geta að á svipuðum tírna á morgnana mætir viðtakandi forstjóri VISA Islands, Halldór Guðbjarnason. Sundlaugagestirnir í Garðabæ eru þegar farnir að tala um tvo heita potta, VISA-pottinn og Hann á það til að setja saman vísur. Líklegast kemur það úr móðurættinni. Afi hans, Ragnar Ásgeirsson kennari, setti saman margar fallegar vísur sem og móðurbróðir hans, Úlfur Ragnarsson læknir. breytingu og ég hef reynt að leggja rækt við mjúku hliðarnar í mér og að dreifa valdi sem frekast er kostur. Sjálfsagt er með mig eins og marga stjórnendur að ég get brugðið mér í ýmis gervi, verið bæði mjúkur og harður eftir því sem við á. En ég er mér þess meðvitandi að gerist ég harður og miðsfyrður ganga þeir hlutir til baka sem ég hef reynt að koma hér á, til að auka verðmæti fyrirtækisins, svo það er ljóst að það verð ég að varast.“ Kristján Oskarsson, framkvæmdastjóri Glitnis, er í veiði- hópnum fræga sem veiðir sjóbirting á sumrin uppi í Borgar- firði og telst til nánustu vina Ragnars. Kynni þeirra hófust raunar fyrir um þijátíu árum, þegar þeir, báðir nýbyrjaðir í viðskiptafræði, unnu með námi, hlið við hlið, sem bókarar hjá BR Yfirmaður þeirra hjá BP var Halldór Vilhjálmsson, núver- andi framkvæmdastjóri fjármála hjá Flugleiðum. Síðar unnu þeir Ragnar og Kristján saman um árabil hjá íslandsbanka. Þess má geta að Ragnar var um árabil stjórnarformaður Glitnis, dótturfélags íslandsbanka, og sinnti raunar starfi framkvæmdastjóra félagsins í upphafi samhliða bankastjór- starfi sínu. Euro-pottinn. Það eru ekki mörg ár síðan Ragnar hóf að stunda sund daglega. Helgunum sleppir hann helst ekki úr og mætir þá klukkan átta er laugarnar opna. Þetta sýnir vel stefnufestu hans. Hann hefur sigtað á sundið og heldur sínu striki, það er hans leikfimi. „Þegar eg var sjómaður" Þegar Ragnar var sautján ára menntskælingur valdi hann sjómennsku sem sumarstarf tvö ár í röð og vann sem háseti á olíuskipinu Kyndli. „Það var frábær reynsla," segir Ragnar og telur að ungir menn hafi bæði gott af því að vera í sveit og komast í snertingu við sjómennskuna. Um sumrin sín á sjónum hefur hann yfirleitt notað orðalag- ið: „Þegar ég var sjómaður.“ Sagt er að nokkuð sé um liðið síð- an synir hans hættu að trúa sjómannasögum hans. Þegar hann varð fertugur hélt hann mikið afimæli þar sem margir frasarnir flugu. Sagt er að þar hafi Ragnar útskýrt hvernig menn eigi að stýra áhættu sinni í fjármálum. Hann sagðist hafa lært það þegar hann var í sveit sex sumur á Grund í Skorradal að fara ætti með peninga eins og (kúa)skít, það ætti að dreifa þeim vel. Vel mælt! ffij STUNDAR Þ Ú ÖRUGG VIÐSKIPTI? Vanskilas/crá__________________ Rétt ákvöröun byggir á öruggum upplýsingum HRINGDU STRAX í SÍMA 550 9600 QG FÁÐU UPPLÝSINGARNAR SEM ÞIG VANTAR LÁNASTRAUST HF. ÞVERHOLTI 14,105 REYKJAVÍK SjlVII 550 9600 FAX 550 9601 NETFANG mottaka@lt. is LÁNSTRAUST HF. 41 rnJALo VfcKðLUN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.