Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Side 54

Frjáls verslun - 01.01.2000, Side 54
RÁÐSTEFNUR Knútur Rúnarsson, verkefnastjóri hjá Nýherja: Nýherji annast tæknimálin á ráðstefnum TÖlvuiyrirtækið Nýheiji og áður Radíóstofan hefur í áratugi verið þjónustu- og söluaðili funda- og ráðstefnubúnaðar hér á landi. Nýherji var á sínum tíma einn stofnenda Ráð- stefnuskrifstofu íslands og SAF (Samtök ferðaþjónustunn- arj. Knútur Rúnarsson er verkefnastjóri ráðstefnubúnaðar hjá Nýheija. „Segja má að hlutverki Nýheija vegna funda og ráðstefna megi að mestu skipta í tvennt. í fyrsta lagi leigjum við tæki beint yfir borðið, aðallega skjávarpa, slidesvélar, hljóðkerfi og þess háttar. I annan stað höfum við séð um heildarskipulagningu á stærri ráð- stefnum þar sem fjölbreyttur tækni- búnaður kemur við sögu, svo sem túlkakerfi og tölvubúnaður auk þess sem áður var upp talið. Við höfum séð um tæknimál á flestum stórum ráðstefnum hér- lendis á síðustu árum en síðasta stóra verkefni okkar var kvennaráðstefnan sem fram fór í fyrra. Öll þessi verkefni eru unn- in í mjög góðu samstarfi við ferðaskrifstof- ur og hótel landsins," segir Knútur. Knútur Rúnarsson, verkefnastjóri ráðstefnu- búnaðar hjá Nýherja: „A stórum ráðstefnum þarfæ oftar að setja upþ heilu skrifstofurnar og aðstöðu fyrir blaðamenn. “ „Töluverð tækniþróun hefur átt sér stað í þessari grein. Slidesvélar voru algengar hér á árum áður en eru nú að mestu horfnar. Glærur eru einnig að hverfa og nú eru skjávarpar nær einráðir þar sem texta eða myndum er varpað upp á tjald frá tölvu. Fjarfundabúnaður á eflaust eftir að verða algengari og einfaldari í notkun á næstu árum. Fyrirlesarar verða í auknum mæli nettengdir og sækja sitt efni á Netið. Sífellt færist í aukana að haldnar séu ráð- stefnur þar sem fyrirlesarinn er staddur er- lendis. Þá er það hlutverk okkar að útvega íjarfundabúnað og setja hann upp. Margir fyrirlesarar eru dýrir og tfrna- bundnir og eina lausnin felst oft í þvi að nota fjarfundabúnað. Ljóst þykir að ráðstefnu- hald með fjarfundabúnaði á eftir að aukast mikið á komandi árum. Á stærri ráðsteínum þarf æ oftar að setja upp heilu skrifstofurnar og aðstöðu fyrir blaðamenn og við höfúm útvegað all- an tækjakost fyrir slíkt,“ segir Knútur. 33 Tækjaleiga Nýherja er sérhæfð í tæknimálum fyrir ráðstefnur og fundi af hvaða umfangi sem er.Tækjaleigan hefur til útleigu og sölu allan þann búnað sem til þarf, svo sem myndvörpur, túlkakerfi, hljóökerfi, tölvur og Ijósritunarvélar. Tækjaleiga Nýherja hefurannast tæknimál á öllum helstu ráðstefnum hér á landi um langt árabil. Má þar nefna Norðurlandráðsþing, NATO-þing, kvennaráðstefnuna með þátttöku Hillary Clinton og fjölmargar læknaráðstefnur. Skaftahlíð 24 105 Reykjavík Sími: 569 7700 www.nyherji.is 54

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.