Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Side 55

Frjáls verslun - 01.01.2000, Side 55
RÁÐSTEFNUR Lára B. Pétursdóttir, forstöðumaður ráðstefnudeildar Ferðaskrifstofu Islands: Umfangsmikil starfsemi í aldarfjórðung Undir nafni Ferðaskrifstofu íslands hefur verið rekin Ráð- stefnudeild í yfir 25 ár. Lára B. Pétursdóttir er forstöðu- maður deildarinnar. „Ráðstefnudeiídin sérhæfir sig í fram- kvæmd ráðstefna og funda og sinnir ekki öðru allt árið. Stöðu- gildin eru 8 og veitir ekki af núorðið," segir Lára. „Við sjáum um alla utanaðkomandi þætti ráðstefn- unnar, allt sem nöfnum tjáir að nefna. Allar bókanir á hótelum og fyrirlestrarsölum, tæknimál og samskipti við birgja. Við gerum einnig fram- kvæmdar- og ijárhagsáætlun fyrir hveija ráð- stefhu, önnumst prentun og sendum efni til þátttakenda, sjáum um skráningu þátttakenda og alla þjónustu varðandi bókanir í ferðir og fleira. Við skipuleggjum sérferðir samkvæmt óskum stjórnandans, erum á ráðstefnunni og stjórnum framkvæmd hennar ásamt því að vera undirbúningsaðilanum til stuðnings og veita þátttakendum upplýsingar um land og þjóð.“ Lára leggur áherslu á verðmæti þessar- ar greinar. „Ráðstefnugestir hafa fæstir komið til íslands áður og eru því afar for- vitnir um land og þjóð. Þeir eru efnameiri og hafa ráð á að láta eftir sér hluti sem hinn hefðbundni ferðamaður getur ekki. Ráðstefnugestir dvelja í flestum tilvikum stutt og vilja nota tím- ann vel; gera sem mest á sem minnstum tíma. Það segir sig sjálft að svoleiðis ævintýri kostar sitt.“ Sérstaða Islands varð Láru að umtalsefni. „Hún felst í náttúru landsins, þjóðinni og legunni á hnettinum. Það er mjög gaman að hitta allt þetta fólk á hveiju ári og sjá og heyra hve mikið þeim finnst til náttúrunnar koma, hreina loftsins og ferskleikans. Fiskurinn, vatnið og lambið bregðast aldrei. Islendingar eru samkeppnis- hæfir hvað varðar alla þjónustu og tækni en akkilesarhæll okkar er stærð ráðstefnusal- anna og ijöldi gistirúma á háannatíma. Við þurf- um að fá ráðstefnumiðstöð og það sem allra fyrst,“ segir Lára. BO Lára B. Pétursdóttir, forstöðumaður ráðstefnu- deildar Ferðaskrifstofu Islands: „Ráðstefnu- gestir hafa fœstir komið til Islands áður og eru því afar forvitnir um land og þjóð. “ FUNDARFERÐIR Eitt simtal oy allt cr til rciðu á fundarstað Fyrirtækjaþ jónusta Flu$féla$$ins Loksins er fundarfriður! Nýjung í þjónustu við íslensk fyrirtæki hvar sem er á landinu. Flo^ið o? fundað Við bjóðum fyrirtækjum saman í pakka flugfar og fundaraðstöðu í dagsferðum til fimm helstu áfanga- staða Flugfélags íslands sem eru: ísafjörður, Akureyri Egilsstaðir, Höfn í Hornafirði Vestmannaeyjar Fljúgið að morgni, vinnið á fundi yfir daginn og snúið aftur heim um kvöldið. Fundaraðstaða er í samstarfshótelum okkar á framangreindum áfangastöðum. Eitt símtal - oy við sjáum um allan undirbúniny Við pöntum flugfar, akstur til og frá flugvelli á fundarstað, fundaraðstöðu og veitingar og sjáum til þess að allur búnaður verði til reiðu á fundarstað. Pöntum gistingu, sé þess óskað, og tökum að okkur að skipuleggja skoðunar- ferðir eða aðrar útivistarferðir á fundarstað. Viltu ná umtalsverðum áran^ri á næsta fundi? Hafðu strax samband við okkur í síma 570 3606 eða í tölvupósti: flugkort@airiceland.is Flugfélag fslands, Reykjavíkurflugvelli, sími 570 3030, Fínn kostur á ferdalö^um FLUGFELAG ISLANDS Air Iceland fax 570 3001, www.flugfelag.is 55

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.