Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Side 67

Frjáls verslun - 01.01.2000, Side 67
Hinn þekkti trúbador, KK, söng„bein leið, gatan ligg- tirgreið" á Strikinu þegar íslandsnet kynnti netgátt- ina Strik.is til sögunnar. Þetta var skemmtileg uppá- koma. Frá KK lá mjór borði, strik, að húsakynnun- um þar sem blaðamannafundurinn var haldinn. NETIÐ Á þeim tæplega mánuði sem liðinn er írá því að netgáttin Strik.is var opnuð í Kaupmannahöfn hefur árangurinn verið býsna góður, að mati Ásgeirs. „Við mælum árangurinn með tvennum hætti; heimsóknum á Strik.is og því því hve margir hafa búið til sína eigin vefsíðu á svæðinu, gert sitt eigið Strik. Heimsóknir hafa verið frá 12 þúsund og upp í 17 þúsund á sól- arhring, sem er framar vonum. Það er hins vegar enn verð- mætara fyrir okkur að þegar hafa yfir 8 þúsund manns sett upp eigin vefsíðu á Strikinu. Hjá þeim hefst Netið á Strikinu. Þetta skiptir okkur höfuðmáli - og þennan fjölda ætlum við að stórauka. Notendur fá sitt eigið netfang á Strikinu. Þar verður heimasíðan þeirra, dagbókin, pósturinn og málaflokkar sem þeir hafa áhuga á. Þeir geta nálgast þetta svæði sitt úr hvaða tölvu sem er og sömuleiðis með WAP farsímum. Þeir geta hringt hvaðan sem er og skoðað dagbókina sína, póstinn, helstu fréttir líðandi stundar og þar fram eftir götunum." Eðli og eignarhald Það vekur athygli að Morgunblaðið, Sjóvá- Almennar og Islandsbanki eru líka hluthafar í Veftorginu sem mun keppa af hörku við Strikið. „Þetta endurspeglar eðli Nets- ins,“ segir Ásgeir. „Notendur eru engum bundnir. Þú getur far- hækkar gengi bréfa ið hvert sem er á Netinu og þetta frelsi endurspeglast líka í eign- arhaldinu og samstarfi margra. Þeir, sem selja þjónustu sína og vörur á Netinu, munu skipta við sem flest netfyrirtæki, vera á sem flestum netgáttum. Jafiiframt munu fyrirtæki ekld hika við að eiga í mörgum netfyrirtækjum þótt þau keppi sín á milli." Þess má geta að eigendur Islandssíma eru Burðarás, Valfells- ljölsl<yldan, 3-P Fjái'hús, (í eigu Hofsfjölskyldunnar), Eyþór Arn- alds framkvæmdastjóri og aðrir starfsmenn sem og ýmsir íjár- festar. Eignaraðildin er dreifð og enginn er með yfir 20% hlut. En hveijir eru helstu keppinautar Striksins, að mati Ás- geirs? „I augnablikinu erum við svolítið sér á báti. Vísir.is hef- ur skilgreint sig sem íjölförnustu gatnamótín á Netinu og að hann ætli að leggja enn frekari áherslu á þjónustu og verslun stöðvum Europay Internatíonal í Belgíu, hefur verið ráðin ffamkvæmdastjóri þess. stutt, þjált og einfalt Þegar blaðamenn röltu um Strikið í Kaup- mannahöfn og inntu Ásgeir Friðgeirsson, framkvæmdastóra ís- landsnets, eftir tílurð nafnsins kvað hann Strikið hafa byrjað sem vinnuheití sem síðan hefði fest sig í sessi. „Við fundum fljótt að þetta var gott nafn. Það er stutt, þjált og einfalt. Það er einmitt þannig sem Strik.is á að vera; einfalt, aðgengilegt og skiljanlegt.“ Ásgeir segir að Strik.is sé nýtt þjónustusvæði á nýjum tímum Netsins og sýndarveruleikans, rétt eins og Strikið í Kaupmanna- höfn sé og hafi verið þekkt verslunargata og þjónustusvæði tíl langs tíma. „Þetta er verslunargata sem er löngu þekkt á íslandi og Islendingar eru löngu búnir að venja sig á orðalag, eins og að fara á Strikið og ganga um á Strikinu. I daglegu tali munu sára- fáir tala um negáttina Strik.is heldur einfaldlega Strikið." Verðmæti íslenskra netgátta! Flestír viðmælenda Frjálsrar verslunar telja að Mbl. is sé verðmætasta netgáttín og hefur Morgunblaðið fjárfest mjög í vefsíðu sinni ásamt gagnagrunninum. Mbl.is og Vísir.is eru íjölförnuslu gatnamótín á Netínu. Erfitt er að meta markaðsverð þessara netgátta en viðmælendur FV telja að markaðsverð Vísis.is gætí legið einhvers staðar á bilinu 500 tíl 800 milljónir. Internet-hlutabréfasjóður er inni í þeim verðmæt- um. Miðað við umframeftirspurn í lilutafjárútboði Islandsnets gætí mark- aðsverð Striks.is verið yfir 300 milljónir. Nýleg kaup Islandsnets á 20% hlutafjár í Leit.is benda tíl að markaðsverð hennar sé á bilinu 100 tíl 200 milljónir. Vísir.is á þar 20%. Afganginn, 60%, eiga þeir Halldór Axelsson, Páll G. Jónsson í Pólaris, Hermann Auðunsson og Kaupþing. Asgeir Friðgeirsson, framkvæmdastjóri íslandsnets, opnar hér heimagáttina Strik.is á blaðamannafundin- um úti í Kauþmannahöfn. 67 ■■■

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.