Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Page 70

Frjáls verslun - 01.01.2000, Page 70
Arni Pétursson, markaösstjóri Landsbréfa, og Þorsteinn G. Olajsson, verðbréfamiðlari hjá Landsbréfum. „Flestir viðskiptavinir Kauphallar Lands- bréfa á Wall Street fjárfesta í pekktum fyrirtœkjum, eins og Microsoft, Nokia, Coca-Cola, General Electric, IBM, Citigroup, Sun Microsystems og Amazon.com. Þá hafa tæknifyrirtækin verið vinsæl að undanfornu og í kjölfarið á umrœðunni hérlendis um DeCode varð mikill áhugi á lyfja- og líf- tœknijyrirtœkjum, eins ogAmgen. “ FV-myndir: Geir Olajsson. Viðskipti með hlutabréf á Netinu: Ommur, mömmur, nemendur, smiðir, rafvirkjar, læknar IBandaríkjunum er svo mikill áhugi á hlutabréfaviðskiptum á Netinu að sagt er að húsmæður þar séu hættar að horfa á sápuóperur í sjónvarpi á dag- inn og hafi snúið sér að viðskiptum með hlutabréf á Netinu - og fylgist grannt með markaðnum á daginn! Þótt hús- mæður á Islandi hafi ekki legið yfir sáp- um í sjónvarpi á daginn hefur áhugi þeirra, sem og allra annarra lands- manna, á hlutabréfaviðskiptum stórauk- ist. Mörg þúsund íslenskir ijárfestar eru orðnir virkir þátttakendur á stærsta hlutabréfamarkaði heims - Wall Street - í gegnum Kauphöll Landsbréfa. Halda má því fram að um vakningu sé að ræða. Flestir gera viðskipti einu sinni í mánuði eða sjaldnar þótt þeir skoði markaðinn reglu- lega, kannski daglega. Hins vegar er lítið um svonefnda dag- sala, fólk sem kaupir og selur oft á dag. Það er ekki lengur einungis „eitt- hvert jakkafatalið", eins og það hefur verið nefnt, sem fjárfestir i hlutabréfum á Netinu heldur almenningur; mömmur, pabbar, ömmur, afar, nemendur, raf- virkjar, smiðir, læknar, leigubílsstjórar og svo mætti áfram telja. Fólk á öllum aldri og í öllum stéttum sýnir nú fjárfest- ingum í hlutabréfum áhuga sem aldrei fyrr. Og það er ekki bara skattaskammt- urinn réttfyrir jólin; ótrúlega margir eru orðnir virkir þátttakendur, bæði á Verð- bréfaþingi íslands sem og á stærsta hlutabréfamarkaði heims, Wall Street, í gegnum Kauphöll Landsbréfa. Microsoft og Nokia Árni Pétursson, markaðsstjóri Lands- bréfa, og Þorsteinn G. Olafsson, verðbréfamiðlari hjá Lands- bréfum, segja að af vinsælum fyrirtækjum á Wall Street, sem Það erekki bara eitthvert „jakka- fatalið“sem fjárfestir á Netinu. / Þúsundir Islendinga, á öllum aldri og úr öllum stéttum, eru þátttak- endur á Wall Street í gegnum Kauphöll Landsbréfa. Eftir Jón G. Hauksson Myndir: Geir Ólafsson 70

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.