Frjáls verslun - 01.01.2000, Qupperneq 75
Anna Margrét Jóhannesdóttirhjá Impru stýrir Vðruþróunarverkefninu. „Þeirsem búayfirhug-
mynd að vöru eba þjónustu, sem þau telja aðfeli í sér verulegt nýnæmi og ábata fyrir rekstur
sinn, geta sótt um þátttöku. “
eða öllu leyti ef ekki fer sem skyldi. Annars er lánið endurgreitt á þremur til fimm
árum og ber vexti sem fylgja áhættunni. Ahættulánin geta numið allt að 50 pró-
sentum af heildarkostnaði þróunarverkefnisins, þau eru að hámarki 5 milljónir
króna og lánstími hefst að þróunarvinnu lokinni. Engra trygginga er krafist um-
fram það sem felst í verkefninu sjálfu.
Sífelld vöruþróun tyrirtækja Vöruþróun er mikilvæg. Harðnandi samkeppni og
hröð tækniþróun hafa leitt til þess að líftími einstakra vörutegunda er styttri en
ella, að sögn Önnu Margrétar. „Því er mikilvægt að vöruþróun sé eðlilegur hluti
af starfsemi fyrirtækja og að þau geri sér grein fyrir þvi á hvaða stigi varan er á
æviskeiðinu. Þegar einkenni stigs stöðnunar eða hrörnunar koma fram í sölu
vörunnar þá eru það skýr skilaboð um að tímabært sé að koma með nýjar vörur
sem geta tekið við hlutverki þeirrar gömlu.“
Þrjú verkefni á ísafirði Reynslan af verkefnunum er mjög góð og þau eru farin
að taka styttri tíma en áður, um 6 til 12 mánuði, sem endurspeglar hraðann í þjóð-
félaginu, að áliti Önnu Margrétar. Hún tekur sem dæmi að þessa dagana sé ver-
ið að ljúka einu verkefni; þróun á hverfissteypuvél, en síðan séu að fara af stað
þrjú verkefni á Isafirði, eitt í matvælaiðnaði, annað í hugbúnaðargerð og það
þriðja í mjólkurframleiðslu. „Það eru verkefni í gangi um allt land og er könnun
gerð á árangri og ávinningi í lok verktímans. Eftír verklok verður einu sinni á ári
í fimm ár fylgst með framgangi viðkomandi vöru og reynt að meta áhrif og ávinn-
ing vöruþróunar, annars vegar fyrir fyrirtækið og hins vegar fyrir samfélagið í
heild, þannig að hægt sé að reyna að meta árangurinn,“ bætir Anna Margrét við
að lokum.
Fyrirtæki sem hafa áhuga á þátttöku í vöruþróunarverkefninu sækja um hana
til Impru. Þar er farið yfir umsóknir og þær lagðar fyrir verkefnisstjórn sem tek-
ur endanlega ákvörðun um þátttöku fyrirtækis í verkefninu. Næsti skilafrestur á
umsóknum er 1. mars næstkomandi. B5
Þátttakendur fá fjárhagslega og faglega aðstoð við
vöruþróun sem miðar að því að koma samkeppnis-
hæfri vöru á markað innan tveggja ára.
VÖRUÞRÓUN
75