Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Qupperneq 76

Frjáls verslun - 01.01.2000, Qupperneq 76
TRYGGINGflR Texti: Guðrún Helga Sifiurðardóttir Myndir: Geir Ólafsson Sjúkdómatryggingar njóta aukinna vinsælda hér- lendis. En hvernig virka þær? Tökum dæmi af fimmtugum karlmanni. Hann er fimmtugur og reyklaus og hefur öll sín tryggingaviðskipti hjá sama félaginu, ákveður að kaupa sér sjö milljóna króna sjúkdómatryggingu og greiðir hann fyrir hana um 53 þúsund krónur á ári. Tveimur árum síðar gerist óhappið; hann fær heilablóðfall. Tryggingafélagið greiðir honum sjö milljónir út í einu. Forstjóri á sama aldri, sem reykir, þarf hins vegar að greiða 97 þús- und á ári í iðgjöld fyrir sjúkdómatryggingu. Ef svo illa vill til að hann greinist með krabbamein tveimur árum síðar fær hann sömuleiðis 7 milljónir greiddar út. Auðvitað kaupir hvorugur sér fullan bata, en þetta er engu að síður fé sem linar fjárhagsáhyggjur þeirra í veikindunum. Vinsælar í flSÍU Sjúkdómatryggingar komu fyrst fram í Suður-Afríku árið 1985. Þær öðluðust fljótt vin- sældir og breiddust út um allan heim. Minna hefur verið um þær í Bandaríkjunum en þær hafa átt vin- sældum að fagna í Asíu, þar sem þær hafa verið not- aðar til að greiða sjúkrahúskostnað, og í Evrópu. í okkar heimshluta hafa þær ekki síður verið keyptar til þess að veita tryggingartaka möguleika á því að halda uppi sömu lifnaðarháttum og áður en hann veiktist. Það er nægilega sársaukafullt fyrir fólk að veikjast alvarlega þótt ofan á bætist ekki tekjutap og fjárhagsáhyggjur í veikindum þess. Ná til allt að 18 algengra sjúkdóma og slysa Sjúk- dómatryggingar hafa verið seldar á Islandi í nokkur ár og hafa viðbrögðin verið góð. Tryggingartaki get- ur tryggt sig gegn allt að 18 algengum sjúkdómum og slysum, mismunandi eftir tryggingafélögum, og má þar nefna kransæðastíflu, opna hjartaskurðað- gerð, hjartalokuaðgerð, skurðaðgerð á ósæð, heila- blóðfall, krabbamein, góðkynja heilaæxli, heila- og mænusigg, MND, líffæraflutning, nýrnabilun, alzheimer, parkinsonsveiki, útlimamissi, blindu og al- varleg brunasár. Sérstaklega er algengt að fólk vilji tryggja sig gegn heilablóðfalli, hjartasjúkdómum og krabbameini. Þegar tryggingartaki kaupir sér sjúkdómatrygg- ingu ákveður hann hvað hann vill tryggja sig fyrir háa fjárhæð en algengasta upphæðin er á bilinu þrjár til tíu milljónir króna. Iðgjaldið fer einkum eftir aldri, kyni og tryggingartaka. Iðgjaldið er lægra fyrir ungt fólk - og heldur lægra er það fyrir ungar konur en unga karla. Það er hins vegar hærra lyrir eldri kon- ur en eldri karla. Tryggingin er mun ódýrari ef fryggingatokinn reykir ekki. Innifalin er barnatrygg- ing. Ef barn hins tryggða, fósturbarn, kjörbarn eða stjúpbarn veikist af ofangreindum sjúkdómum þá er helmingurinn af tryggingarfénu greiddur út enda þurfa foreldrar oft að taka sér frí frá vinnu vegna veikinda barna. Fjárhæðin fer þó ekki upp fýrir ákveðið þak. 76
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.