Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Page 80

Frjáls verslun - 01.01.2000, Page 80
NÆRMYND verður heill heilsu fljótt aftur eða ekki. Þessi trygging gefur honum ineðal annars tækifæri til þess að byggja sig upp eftir veikindin án þess að fara strax út á vinnumarkaðinn aftur,“ segir Sigurbjörn. „Megintilgangur þessarar trygginga er að takast á við hugsanlegan tekjumissi, aukin útgjöld og að gera mönnum kleift að standa við sínar skuldbindingar þegar veik- indi steðja að,“ segir hann. IU Astrós Guðmundsdóttir, Tryggingamidstöðinni: Öflug vernd í veikindum Nú síðustu árin hefur þeim fjölgað mikið sem telja líf- tryggingar og sjúkdómatryggingar vera hluta af trygg- ingum heimilisins og fjölskyldunnar. Sérstaklega hefur borið á því að ungt fólk sem er að stofna heimili og eignast Ijölskyldu kaupi sér þannig trygg- ingar og sýni á þann hátt forsjálni og hyggindi. Einnig hafa svokallaðar sparnaðarlíftryggingar komið mjög sterkar inn á markaðinn," segir Ástrós Guðmundsdóttir hjá Trygginga- miðstöðinni hf. „Þessar tryggingar eiga erindi til allra og þá sérstaklega fólks á aldrinum 20 ára til 60 ára, en við hvetjum þó sérstak- lega ungt fólk tíl að kynna sér þær,“ segir hún og spáir því að sala sjúkdómatrygginga muni aukast mjög á næstu árum. Ymis vátrygg- ingavernd er í boði og segir hún að Samlíf sé til dæmis að bjóða nýja líf- og sjúkdómatrygg- ingu sem sé mjög öflug vá- trygginga- vernd. [H Ástrós Guðmundsdóttir hjá TM: „Sérstaklega hefur borið á því að ungt fólk sem er að stofna heimili og eignast fjölskyldu kauþi sérþannig tryggingar og sýni á þann hátt forsjálni og hyggindi. “ Nýju lífeyrislögin: Forsjárhyggjan mun minnka Brynhildur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Fjárvangs, segir að nýju lífeyrissjóðslögin hafi sannað gildi sittþóttþau gangi ofskammt í frelsi til að velja sér lífeyrissjóð. Nýju lögin hafa það í för með sér að miklu fleiri hópum en áður er gert kleift að velja sér lífeyrissjóð, sem er auðvit- að spor í rétta átt þótt það sé alltof stutt. Þetta hefur samt sem áður haft þau áhrif að sjóðfélögum hefúr fjölgað mjög í Fijálsa lífeyrissjóðnum frá því að nýju lögin tóku gildi. Þar sem réttíndin sem fólk ávinnur sér í Frjálsa lífeyrissjóðnum eru meiri eftír því sem sjóðfélaginn er yngri borgar sig iýrir yngra fólk að borga í þann sjóð. Það er auðvitað nauðsynlegt fyrir alla að greiða í lífeyrissjóð og skemmtílegt að fýlgjast með því hvernig sparnaðurinn vex. T.d. 20.000 krónur á mánuði í 40 ár þýða að viðkomandi á um 50 milljónir króna miðað við 7% vextí,“ segir Brynhildur Sverrisdóttír hjá Fjárvangi. „Ohætt er að fullyrða að mikil breytíng mun verða á öllum tryggingamarkaðnum, bæði hvað varðar almannatrygginga- kerfið, lífeyrissjóðina og tryggingafélögin almennt. Hvernig og hversu hratt það gerist er erfitt að sjá fyrirfram. Það er þó alveg ljóst að stjórnvöld stefha að því að draga úr þörf fýrir almanna- tryggingakerfið, enda reynslan í öðrum löndum, þar sem þjóð- ir eru eldri en við íslendingar, sú að það er mjög þungur baggi á skattgreiðendum. Eg held að framvindan hljótí að verða sú að forsjárhyggja ríkisins muni minnka og fólk muni sjálft vilja stjórna sínu lífi og velja sér sinn farveg fýrir sinn lífeyrissparn- að. Það er engin tílviljun að það eru allir skyldaðir tíl að greiða í lífeyrissjóð. Núna eru um sex starfandi Islending- ar á hvern ellilífeyr- isþega, eftír 20-30 ár verða þeir aðeins þrír. Er ekki betra að eiga 50 milljónir í sjóði þegar 65 ára aldri er náð heldur en að vera upp á ríkið kom- inn?“ B5 Brynhildur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Fjárvangs: „Um 20 þúsund króna lífeyrissþarnaður á mánuði Í40 árþýðirað viðkom- andi eignast við það 50 milljónir miðað við 7% ávöxtun á ári. “ 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.