Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Síða 82

Frjáls verslun - 01.01.2000, Síða 82
Magnús Böðvar Eyþórsson, aðstoðarframkvœmdastjóri sölu- og mark- aðsdeildar. Skýrr hf. kynnir um þessar mundir nýja og byltingarkennda þjónustu við fyrirtæki, svokallaða þjónustuveitu. Hún bygg- ist á því að viðskiptavinir Skýrrtengjast miðlægu tölvukerfi fyrirtækisins og njóta þar góðs af hug- og vélbúnaði eftir þörf- um hvers og eins og greiða síðan einungis fyrir notkun. Magnús Böðvar Eyþórsson, aðstoðarframkvæmdastjóri sölu- og markaðsdeildar, segir að á undanförnum misserum hafi verið að ryðja sér til rúms hugmyndafræði sem kallast ASP, Application Service Provision, og þýtt hefur verið sem þjónustuveita. ASP felst í því að ákveðinn aðili, eins og til dæmis Skýrr, hýsi miðlægan hugbúnað, veiti fyrirtækjum aðgang að honum og þau greiði fyrir notkunina. Stundum er þetta kallað „kerfi á krana" því þjónustan minnir á það þegar skrúf- að er frá krana og gjaldtaka hefst. Síðan er skrúf- að fyrir aftur og gjaldtakan hættir. I samræmi við þessa nýju hugmyndafræði eiga fyrirtæki ekki að þurfa að sjá um rekstur búnaðarins heldur er hann allur f höndum þjónustuaðilans. „í Bandaríkjunum taka menn jafnvel svo sterkt til orða að segja að innan fimm ára muni engum detta í hug að kaupa hvorki vélbúnað né hugbúnað heldur leigja þjónustuna af þjónustu- veitum. Þessari þjónustu vex fiskur um hrygg þar vestra og talið er að á næstu þremur árum muni velta á markaðnum tífaldast frá því sem nú er og nema þá um 30 milljörðum Bandaríkjadala." Fyrirtæki tengjast og aftengjast eftir iiörfum Magnús Böðvar segir að þessi nýja þjónusta, sem Skýrr er að kynna, gangi út á að fyrirtækið visti og sjái um allan rekstur á hugbún- aðinum miðlægt og engin takmörk séu á því hvers konar hugbúnaður þetta sé. Það getur verið viðskipta- eða upplýsingahugbúnaður eða einfaldlega Word og Excel „á krana". „Fyrirtækin tengjast búnaðinum hjá okkur og aftengjast þegar þau þurfa ekki lengur á þjónustunni að halda." Mikil brögð hafa verið að því að ólöglegur hugbúnaður hafi verið í notkun en með tilkomu þjónustuveitnanna munu framleiðendur hug- búnaðar verðleggja hann með nýjum hætti með tilliti til þeirrar þjónustu sem þjónustuveiturnar koma til með að veita og mun það án efa leiða til þess að minna verði um ólöglegan hugbúnað í umferð. „Skýrr hefur gert samkomulag við tvö fyrir- tæki, Ax hugbúnaðarhús og KPMG ráðgjöf, sem er hluti af KPMG endurskoðun, um að bjóða almennum fyrirtækjum þjónustuveitu á viðskiptahugbúnaði. KPMG sér um alla þarfa- greiningu fyrirtækisins sem ákveður að tengj- ast þjónustuveitunni og einnig um allt upphafs- ferli varðandi úttekt á rekstri fyrirtækisins. Ax hugbúnaðarhús leggur hins vegar til hugbúnað- inn Axapta, Agresso eða TOK. Skýrr hýsir síðan miðlægt þennan hugbúnað og allan vélbúnað utan staðarnets og tengir notendur við kerfi sitt og öll vinnsla fer fram hjá Skýrr. Tenging fyrir- er nusa adArmúla 2. Þjónustuveita Skýrr: Nýjung á fyrirtækjamarkaði! Leiga á hugbúnaði í stað kaupa Eiga og reka hugbúnað fyrir aðra í Bandaríkjunum hefur á undanförnum miss- erum skotið upp kollinum að nýju sú aðferðar- fræði að einn ákveðinn aðili taki að sér að reka hugbúnað og vélbúnað fyrir fyrirtæki. Þetta hef- ur verið kallað „datacenter" eða „service bureau" og allt frá árinu 1952, þegar Skýrr hóf starfsemi sína, hefur hún meira eða minna ver- ið fólgin í að reka miðlægt tölvukerfi fyrir opin- ber fyrirtæki og stofnanir. Þar hafa verið unnar ákveðnar miðlægar sérvinnslur og niðurstöð- urnar verið sendar til baka. Skýrr hefur þannig hýst og rekið hugbúnað í eigu hins opinbera og veitt fyrirtækjum aðgang að honum með þess- um hætti. 82 AUGLÝSINGAKYNNING
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.