Frjáls verslun - 01.01.2000, Síða 83
Starfsmenn sölu- og markaðsdeildar Skýrr á fundi með Hreini Jakobssyni, forstjóra fyrirtækisins. Frá vinstri: Hreinn Jakobsson, Sveinbjörn
Högnason, Sigurður Másson, Halldór Másson, Jón Eyfjörð og Magnús Böðvar Eyþórsson. Á myndina vantar Atla Arason, framkvœmdastjóra
deildarinnar.
tækja við Skýrr getur verið um LoftNet Skýrr eða símavira. Hjá Skýrr
er fólk á vakt allan sólarhringinn og fylgist nákvæmlega með því sem
er að gerast á hverjum stað." Einnig eru Skýrr hf. og Tæknival að
hefja samstarf um að bjóða þjónustuveitu á Microsoft hugbúnaði.
Úr vélasal Skýrr.
Nýr og hagkvæmari valkostur
Magnús Böðvar leggur áherslu á að hingað til hafi forsvarsmenn
fyrirtækja þurft að leggja mikla vinnu í að velja og kaupa rétta hug-
búnaðinn. Kostnaður hafi oft farið fram úr áætlun og ekki ævinlega
verið tekið nægilega með í reikninginn hvað uppsetning, þjálfun
starfsmanna og síðan rekstur og viðhald kosti. Einnig hafi vélbúnaður
fyrirtækjanna ekki alltaf reynst hæfur til að nýta hinn nýja hugbúnað
og því orðið að fjárfesta i nýjum búnaði.
„Við viljum nú bjóða upp á nýjan valkost á markaðnum. í staðinn
fyrir að stjórnendur kaupi hugbúnaðinn þá leigja þeir aðgang að hon-
um hjá okkur gegn þekktu gjaldi. í
framhaldi af því þarf viðskiptavin-
urinn ekki að sjá um afritatöku,
geymslu gagna, umsýslu, upp-
færslur né nokkuð annað sem
þessu fylgir. Hann getur hins
vegar helgað sig rekstri fyrirtæk-
isins og sinnt betur þeim mark-
miðum sem fyrirtækið hefur sett
sér á meðan við önnumst tölvu-
málin, sem er okkar sérsvið. Það
er enginn hér á landi með jafn-
mikla reynslu í miðlægum
rekstri og Skýrr," segir Magnús
Böðvar Eyþórsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri sölu- og
markaðsdeildar. 33
Skýrr hf.
Skýrr hf. var stofnað árið 1952
sem Skýrsluvélar Ríkisins og
Reykjavfkurborgar. Árið 1962 var
fyrirtækið gert að sameignarfélagi
nkisins, borgarsjóðs og Rafmagns-
veitu Reykjavíkur. Hlutafélagið
Skýrrhf. var stofnað 1. janúar
1996 og var fyrirtækið einkavætt í
þremur áföngum. Skýrr var síðan
skráð á Verðbréfaþingi íslands 15.
desember 1998 og eru h/uthafar í
dag mörg þúsund.
ÖRUGG MIÐLUN U PPLÝSI NGA
Ármúla 2
Sími: 569 5100
Fax: 569 5251
www.skyrr.is
skyrr@skyrr.is
AUGLÝSINGAKYNNING
83