Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Side 87

Frjáls verslun - 01.01.2000, Side 87
nýjasta undrið! viðskiptastöðu, skoða stöðu og yfirlit debet- og kreditkorta- reikninga, millifæra og fletta upp í þjóðskrá á WAP-þjónustu bankanna. Hins vegar er fyrirsjáanlegt að hægt verði að greiða reikninga, fá upplýsingar um tilboð fyrirtækja og kaupa og selja verðbréf. I raun er þegar hægt að fá upplýsingar um geng- isþróun um WAP-þjónustu mbl.is og með hliðsjón af þessum upplýsingum ætti innan tíðar að vera hægt að kaupa og selja bréf á grundvelli þeirra. Það er einmitt í þessu sem menn sjá kosti WAP-kerfisins. Hægt er að færa þjónustuna til fólksins. Eitt sem hægt er að gera á WAP-kerfinu í dag kallar á annað. í raun sé það ekki eftirspurnin sem stýrir framboðinu heldur er það á hinn veginn, eins og Henry Ford sagði. Flestir fyrirlesarar voru sammála um að þessi tækni væri komin ótrúlega fljótt á markað miðað við það hversu skammt hún væri á veg kominn. Til marks um það þá væri þróunin ekki lengra komin í þessum málum en svo að ekki væri með öllu frágengið hvernig kostnaðar- eða tekjuskiptingu af viðskiptum og þjónustunotkun um WAP-síma yrði háttað. I náinni framtíð sjá menn ekki fyrir sér tekjur af auglýsingum á WAP-símum líkt og tíðkast á Netinu. Til þess eru skjáirnir of litlir. Skipting tekna á tekjum af innhringingum á milli þjónustuveitanna og símafyrirtækjanna eins og Islandssíma og Landssíma er þó augljós leið en ófrágengin. Hitt er þó augljóst að margar nýj- ungar með tilstuðlan WAP-kerfisins eru í farvatninu og fela þær í sér talverða tekjusköpun. Af Netinu yfir á WAP En hversu einfalt er að færa efni af Net- inu yfir á WAP-form? Ekki svo flókið og getur verið ódýrt að sögn þeirra sem töluðu á ráðstefnunni. Vefúrinn er á HTML formi en WAP-ið er á svokölluðu VML. Þetta þarf að samhæfa. Hægt er að gera það á tvo vegu. Annars vegar frá grunni inn- an fyrirtækjanna, en slíkt getur verið kostnaðarsamt. Önnur og ódýrari leið er með nýjum hugbúnaði frá hugbúnaðarhúsinu Dímon sem heitir Waporizer. Waporizer þýðir einmitt HTML umhverfið yfir á VML sem að símarnir skilja. Til að koma upplýsingunum til símnotend- anna þarf síðan að koma á innhringibúnaði. Þetta geta fyrir- tækin gert sjálf eða á mun ódýrari hátt, eins og kom fram á ráð- stefnunni, með því að semja við símafyrirtækin. Þau bjóða bæði upp á slíka þjónustu en Islandssími býður þó enn sem komið er einn upp á slíkt á ISDN formi. Hvað sem líður stöðu WAI-’-kerfisins í dag þá virðast flestir reiðuþúnir að veðja á að þetta verði samskiptastaðall GSM sím- anna í framtíðinni. Þróun búnaðarins heldur áfram og nálægð- in við viðskiptavinina eykst og tryggð þeirra við þá sem þjón- ustuna veita. 33 Fáir WAP farsímar eru til hér á landi en þeim fer ört fjölgandi. Þeir eru seldir hjá Landssímanum og Tal á tæplega 40.000 krónur. 87

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.