Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Qupperneq 88

Frjáls verslun - 01.01.2000, Qupperneq 88
alldór Ingi Andrés- son er nýkominn til starfa hjá Eignasöl- unni Húsakaupum en hann hóf störf í september síðast- liðnum sem sölumaður fast- eigna. „Starf mitt felst í þjón- ustu varðandi upplýsingar, vinnslu þeirra og skoðanir og mat á eignum. Þjónustu- stuðullinn hjá Húsakaupum er hár; byggður á fagþekk- ingu, reynslu, nútíma fram- sækni og vönduðum vinnu- brögðum. Virðing og heiðar- leiki fyrirtækisins byggir upp traust viðskiptavinanna sem er mikilvægt atriði í rekstrinum," segir Halldór Ingi. „Meginmarkmið Eigna- sölunnar Húsakaupa er að vera þjónustufyrirtæki í fremstu röð á sínu sviði. Fyr- irtækið hefur frá byrjun lagt áherslu á faglega og trausta þjónustu sem byggist á góðri menntun og reynslu starfs- fólks. Það hefur lagt mikla áherslu á að nýta ávallt bestu tækni sem býðst á hverjum tíma. Ráðgjöf fýrirtækisins byggist á þeirri staðreynd að fasteignaviðskipti hafa oftast mikil áhrif á framtíðarhag ijölskyldna. Það þarf því að hyggja að mörgu öðru en þeirri fasteign sem keypt er eða seld. Skipulag ljármögn- unar og skattamál, sér í lagi varðandi vaxtabætur og eign- arskatta, geta í mörgum til- fellum haft afgerandi áhrif á fjárhagslega afkomu." Halldór Ingi er fæddur á Selfossi sumardaginn íyrsta þann 22. april 1954. „Ég ólst upp í Reykjavík og Kópavogi, en festi rætur í vesturbænum og læt mig því ekki vanta á heimaleiki og nágrannaleiki KR í karlafótboltanum. Ég var kornungur þegar ég giftíst og hóf búskap með Hafdísi Osk Kolbeinsdóttur, nú inn- heimtu- og ijárreiðustjóra hjá Endurmenntunarstofnun Há- skóla Islands. Við eigum tvær dætur og höfum búið á Sel- tjarnarnesi undanfarin 12 ár. FÓLK Ég stundaði nám í Menntaskólanum í Reykjavík árin 1970-74 og þar vaknaði þekkingarleitin hjá mér. Starfsferill minn hófst í bók- haldinu hjá Eimskip vorið 1975, var síðar í útflutnings- og tjónadeild áður en ég gerðist útgáfu- og innkaupa- stjóri hljómplatna hjá Fálkan- um síðsumars 1981. Aðdrag- andi þess var sá að ég hafði skrifað um tónlist og tengt efni í dagblöð frá því á síðasta ári í menntaskólanum. Ég stjórnaði auk þess í eitt ár tónlistarþætti á Rás 2. Einnig var ég fulltrúi tónlistarblað- anna Billboard og Music Week.“ Halldór Ingi setti á lagg- irnar eigin hljómplötuversl- un haustið 1983 sem hét ein- faldlega Plötubúðin. „Þar var ég svo störfum hlaðinn að ég gat ekki tekið mér frí í 13 ár samfleytt. Haustið 1996 tók ég að mér innkaupastjóra- starf hjá Virgin Megastore. Þaðan fór ég til Japis íýrir jól- in 1998 sem verslunarstjóri en hafði þá þegar hug á að leita úr þessum geira at- vinnulífsins. Undanfarin 6 ár hef ég verið í Unglingaráði Gróttu í handbolta en yngri dóttir mín spilar handbolta með því liði. Við tókum þá ákvörðun að efla starf deildarinnar vorið 1998 með kynningarherferð. Okkur tókst að auka iðk- endahópinn um ein 40% og verðlaunapeningar byrjuðu í kjölfarið að hlaðast inn.“ Halldór Ingi segist örugg- lega eiga eftir að fikta eitt- hvað áfram í útvarpi við tón- list. ,Auk tónlistaráhugans er ég mikill áhugamaður um fótbolta og gengi KR-inga. Handboltinn er reyndar einnig að ná tökum á mér, sérstaklega kvennaboltinn. Ég er einnig „tölvufrík" en eyði þó ekki tíma í tölvuleiki eins og sumir. Svo er það auðvitað íjölskyldan og heimilið sem fullkomna til- veruna.“ H!1 88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.