Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 4
664 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jón Auðuns dómprófastur: Jólabréf frá Albert Schweitzer Einar Jónsson: Móðir og sonur. „Mánuðum saman hefir lista- verkabók Einars Jónssonar átt sinn stað á borði hér við hliðina á skrif- borði mínu. Margoft tek ég mér hana í hönd til þess að sökkva mér niður í listaverkin. .. Eg bið frú önnu Jónsson og yður, kæri dóm- prófastur, að hyggja mig ekki vanþakklátan, hirðulausan mann, og hugsa ekki að ég vanmeti gildi þeirra verka, sem bókin flytur myndir af, bókin, sem hinn deyj- andi listamaður hafði ákveðið að senda mér. Þessi bók hefir tekið mig ákaflega "'sterkum tökum. Listamaðurinn og ég höfum verið jafnaldrar, og nú var hann kallaður frá störfum á undan mér. En ég er vesæll mað- ur og fiim hvorugt lengur, orku Á JÓLANÓTT fyrir einu ári sat Albert Schweitzer við skrifborðið sitt suður í Lambarene og skrifaði mér þetta bréf um list Einars Jónssonar. En ég hafði haft milligöngu um það fyrir frú Önnu ekkju Einars, að senda listaverkabók- ina hans stóru til mannvinarins, heim- spekingsins og listamannsins mikla ■ „Svörtu Mið-Afríku“. En hann hafð' Einar Jónsson dáð einna mest allra manna samtíðar sinnar og hafði ætlað að senda honum bókina, er hún kæmi út, en ekki enzt aldur til. A nýræðisaldri er krafta Alberts Schweitzers að sjálfsögðu nokkuð farið að þrjóta, þótt vinnuþol hans sé enn með fádæmum. En það, hve list Einars Jónssonar hefir gripið Albert Schveitz- er föstum tökum, er ljóst af þessum orðum hans í bréfinu: „Þetta langa bréf til yðar er jólagjöfin sem ég gef sjálfum mér að þessu sinni. Að skrifa svo langt bréf, og skrifa það í fullkom- inni ró, er munaður, sem ég get ekki oft látið eftir sjálfum mér“. né tóm til alls„ sem ég ætti að gjöra. Þess vegna fara bréfaskrift- ir mínar út um þúfur og fjölmörg- um bréfum fæ ég aldrei svarað. Þau verða einmitt örlög þeirra bréfa, sem ég vil ekki svara nema ég finni ró og fullkomið næði. Hin bréfin, sem ég get skrifað í flýti, skrifa ég .... Á árunum 1954 og 1955 komust brefasambönd mín í óreiðu og ég fæ aldrei aftur komið þeim í rétt lag. Auk þess er mér af tveim ástæðum að verða erfiðara um að skrita bréf, — vegna skrifkrampa sem ég hef tekið í erfð frá móð- ur minni, og vegna þess að of- þreytt augu mín eru farin að þola illa skriftir við lampaljós. Ég segi frá þessu til þess að þér og frú Anna Jónsson skiljið ástæður Einar Jónsson: Vernd mínar og fyrirgefið mér, hve lengi hefir dregizt að skrifa og þakka. .. Ég þakka yður, kæri dómprófast- ur, fyrir að framkvæma þá ósk hins mikla listamanns, að senda mér þessa dásamlegu bók. Árið 1900 varð jafnaldri minn, Einar Jónsson, fyrst kunnur af listaverki sínu, Útlagar, og á því sama ári varð ég fyrst kunnur af riti mínu um trúarheimspeki Kants. Upp frá því unnum við báðir sleitulaust og markvisst, og litum báðir á það, sem stóra náðargjöf, að Guð hafði trúað okkur fyrir sköpunar- gáfu. Hið sameiginlega í lífi okk- ar beggja, Einars Jónssonar og mínu, grípur mig stöðugt á nýjan leik, nær sem ég virði fyrir mér verk hans og les ártölin, sem fylgja þeim í bókinni. Og þá verður mér

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.