Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 4
664 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS J6n Auduns dómprofastur: Jólahréf frá Albert Schweitzer Einar Jónsson: Mdðir og sonur. Á JÓLANÓTT fyrir einu ári sat Albert Schweitzer við skrifborðið sitt suður í Lambarene og skrifaði mér þetta bréf um list Einars Jónssonar. En ég hafði haft milligöngu um það fyrir frú önnu, ekkju Einars, að senda listaverkabók- ina hans stóru til mannvinarins, heim- spekingsins og listamannsins mikla I „Svörtu Mið-Afríku". En hann hafð' Einar Jónsson dáð einna mest allra manna samtíðar sinnar og hafði ætlað að senda honum bókina, er hún kæmi út, en ekki enzt aldur til. Á nýræðisaldri er krafta Alberts Sehweitzers að sjálfsögðu nokkuð farið að þrjóta, þótt vinnuþol hans sé enn með fádæmum. En það, hve list Einars Jónssonar hefir gripið Albert Schveitz • er föstum tökum, er Ijóst af þessum orðum hans í bréfinu: „Þetta langa bréf til yðar er jólagjöfin sem ég gef sjálfum mér að þessu sinni. Að skrifa svo langt bréf, og skrifa það i fullkom- inni ró, er munaður, sem ég get ekki oft látið eftir sjálfum mér". Einar Jónsson: Vernd „Mánuðum saman hefir lista- verkabók Einars Jónssonar átt sinn stað á borði hér við hliðina á skrif- borði mínu. Margoft tek ég mér hana í hönd til þess að sökkva mér niður í listaverkin. .. Eg bið frú önnu Jónsson og yður, kæri dóm- prófastur, að hyggja mig ekki vanþakklátan, hirðulausan mann, og hugsa ekki að ég vanmeti gildi þeirra verka, sem bókin flytur myndir af, bókin, sem hinn deyj- andi listamaður hafði ákveðið að senda mér. Þessi bók hefir tekið mig ákaflega 'sterkum tökum. Listamaðurinn og ég höfum verið jafnaldrar, og nú var hann kallaður frá störfum á undan mér. En ég er vesæll mað- ur og finn hvorugt lengur, or&u né tóm til alls,, sem ég ætti að gjöra. Þess vegna fara bréfaskrift- ir mínar út um þúfur og f jölmörg- um bréfum fæ ég aldrei svarað. Þau verða einmitt örlög þeirra bréfa, sem ég vil ekki svara nema ég finni ró og fullkomið næði. Hin bréfin, sem ég get skrifað í flýti, skrifa ég .... Á árunum 1954 og 1955 komust bréfasambönd mín í óreiðu og ég fæ aldrei aftur komið þeim í rétt lag. Auk þess er mér af tveim ástæðum að verða erfiðara um að skrita bréf, — vegna skrifkrampa sem ég hef tekið í erfð frá móð- ur minni, og vegna þess að of- þreytt augu mín eru farin að þola illa skriftir við lampaljós. Ég segi frá þessu til þess að þér og frú Anna Jónsson skiljið ástæöur mínar og fyrirgefið mér, hve lengi hefir dregizt að skrifa og þakka. .. Ég þakka yður, kæri dómprófast- ur, fyrir að framkvæma þá ósk hins mikla listamanns, að senda mér þessa dásamlegu bók. Árið 1900 varð jafnaldri minn, Einar Jónsson, fyrst kunnur af listaverki sínu, Útlagar, og á því sama ári varð ég fyrst kunnur af riti mínu um trúarheimspeki Kants. Upp frá því unnum við báðir sleitulaust og markvisst, og litum báðir á það, sem stóra náðargjöf, að Guð hafði trúað okkur fyrír sköpunar- gáfu. Hið sameiginlega í lífi okk- ar beggja, Einars Jónssonar og mínu, grípur mig stöðugt á nýjan leik, nær sem ég virði fyrir mér verk hans og les ártölin. sem fylgja þeim í bókinni. Og þá verður mér

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.