Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 32

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 32
692 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jólin og heiðnar venjur Úr fyrirlestri eftir Sœmund Eyjólfsson JÓLIN eru sú hátíð, sem allir eiga að leggja sinn skerf til, til þess að þau verði sem viðhafnarmest, eins og segir í vísunni: Hátíð fer að höndum ein, hana vér allir prýðum. Lýðurinn tendri ljósin hrein, líður að tíðum, líður að helgum tíðum. Svo þegar jólin koma í allri sinni dýrð, þá svarar viðhöfnin og hátíðarbragurinn fullkomlega til eftirvæntinganna. Fyrst og fremst eru allir snortnir og hrærðir í hjarta af hinni miklu helgi hátíðar- innar, og svo bætist þar við öll viðhöfnin. Þá eru bornir fram allir beztu réttir, sem föng eru á; 'allir eru prúðbúnir; allt er uppljómað af ljósum — ekkert myrkur. Þeir, sem oft kemur illa saman endra- nær, eru þá sem beztu bræður á þessari hátíðisstundu. Og svo hljóma klukkurnar við hverja kirkju. Það er þá, að „bergmáls- blíð um dali berast klukknahljóð", — klukknahljóðið, sem er svo máttugt að reka burt allt óhreint, smb. „Vox mea est bamba, possum depellere satan". Það er sem ein- hver helgi, fegurð, yndi og friður hvíli yfir öllu, — það er sem allt taki undir með englum himinsins, og boði frið á jörð og velþóknun yfir mönnunum. En það virðist undarleg ósam- kvæmni í því, að einmitt á þess- ari hátíð þegar allt er svo fagurt og dýrlegt, og svo sýnist sem ekkert óhreint ætti að geta verið nálægt, að einmitt þá er sérstak- lega mikið á ferð af ýmis konar vættum og óhreinum öndum. í fyrri daga voru mjög marg- breyttar reglur sem gæta varð, til þess að geta fullkomlega óhultur notið jólagleðinnar; það þurfti að búa vandlega um hnútana, ef allt átti að fara vel. Ein af þessum óvættum, sem á ferðinni eru um jólin, er jólakött- urinn. Hann gerir engum þeiro mein, sem eignast einhverja nýa flík fyrir jólin, en hinir allir „fara í jólaköttinn", eða „klæða jóla- köttinn", sem það er kallað sums staðar á Norðurlandi. Á jólanótt- inni er og huldufólkið á ferðinni. í fyrri daga fór það oft inn í híbýli manna og helt þar veizlur með söng og dansi og alls konar gleði. Það var æði varúðarvert að vera einn heima á jólanóttina vegna huldufólksins, enda varð mörgum hált á því; — það voru margs kon- ar reglur, sem þurfti að gæta til þess að styggja ekki huldufólkið, því að það er allt annað en gam- an að fást við það ef því mislíkar. Svo eru nú jólasveinarnir á ferð- inni, en eg veit ekki annað en það sé nokkurn veginn hægt að kom- ast af við þá. Jafnvel tröll og draugar voru sérstaklega á ferðinni á jólanóttinni, smb. söguna um Glám, Silfrastaða-Skeljung og hin- ar mörgu sagnir um sauðamennina sem hverfa á jólanóttina. Þegar vér gætum að öllum þess- um hugmyndum, sem standa í sam- bandi við jólin, um jólasveina, jólakött, ferðir og dansa huldu- fólksins o. s. frv., þá sjáum vér, að þær geta eigi staðið í beinu sambandi við hina kristilegu helgi jólanna, þær hljóta að eiga annan uppruna. Sæmuudur Eyólfsson í heiðnum sið voru jólin í mikl- um hávegum höfð, eins og nú; þau voru ein af hinum mestu há- tíðum forfeðra vorra, því að „í heiðnum og helgum sið, á horfnri og nýrri öld, ýtar hafa haldið heil- agt jólakvöld". Þá viðhöfðu menn ýmsar helgiathafnir, til þess að vinna hylli guðanna. Þá voru höfð stór blót, og var þá einkum blótað til árs og friðar, og þá stigu guð- irnir niður til bústaða mannanna og færðu þeim líkn og blessun. Ef vér gætum vel að öllu, sjá- um vér, að jafnvel ekkert af þessu hefir dáið fullkomlega út; það hef- ir aðeins tekið sér önnur form. Ennþá eru hinir fornu guðir sér- staklega nálægir um jólin, þótt þeir komi fram í mjög ólíkri mynd. Hinar fornu blótveizlur hafa eigi dáið út með öllu. Ennþá blóta menn jafnvel til árs og friðar. í Noregi er flokkur af vættum, sem er á ferð um jólin; flokkur þessi heitir „Asgárdsreien" eða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.