Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 31
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 691 Svo eru Erqigdlit. Þeir eru hund- ar að hálfu, en menn að hálfu, og þeir eru hættulegustu óvinir Eski- móa, því að þeir eru haldnir óseðj- andi drápgirni. En mest óttast Eskimóar mán- ann. Ef einhver vill ekki hlýðnast boðum og siðum forfeðranna, þá kemur máninn niður á jörðina til þess að refsa þeim, og sé þá ekki til særingamaður með marga hjálp- aranda til þess að taka á móti hon- um, þá er mannfólkið dauðadæmt. Máninn ræður fyrir flóði og fjöru. Ef fjara kæmi ekki, þá gæti fólkið ekki náð sér í söl þegar hungrið þrengir að. Máninn hefir og vald yfir öllum dýrum á sjó og landi, og hann sér um að allar skepnur auki kyn sitt og margfaldist, svo að mennina þurfi ekki að skorta fæðu. Svo er að nefna móður hafsins. Hún heitir ímaq ukúa og býr á sjávarbotni. Yfirsjónir mannanna safnast sem skarn í hár hennar og hvílurúm hennar. Þá verður hún reið og sér um að mennirnir fái enga veiði. Þá verður að senda særingamann á fund hennar og hreinsa burt allt sorpið. Verður hún því svo fegin, að hún sendir veiðidýrin aftur í greipar mann- anna. Ekki má gleyma Asiaq, sem ræð- ur veðrum og fannkomu. Þegar ísinn leysist ekki sundur á vorin, verður að senda særingamann á fund hennar og fá hana til að láta regnið streyma niður og hlýa land- vinda hrekja ísinn út á haf.------ Þá tekur Barbára til máls og segir hægt og hátíðlega frá ýmsu, sem ber svip af fornum minning- um, og það fer hrollur um mann þegar maður hugsar um allar þess- ar mörgu yfirnáttúrlegu verur, sem hugmyndaflug Eskimóa hefir skap- að og látið uppfylla jörðina.----- Stór borgarísjaki sígur með hægð fram hjá víkinni. Þetta snjóhvíta ferlíki sker sig úr myrkrinu og er eins og sendiboði frá náttúrunni. Hann fer ósköp hægt og vagg- ar sér eins og einhver lifandi ófreskja á bárunum, sem nú koma háar og bringubreiðar utan af firð- inum. -Jakinn æsir ímyndunarafl Barbáru og hún þykist þar sjá Haf- björninn, sem er stærstur af öllum ófreskjum, sem menn þekkja. Hann hefir sköpulag bjarndýrs, en svo stór er hann, að hann veður dýpstu firði eins og það sé smápollar, og allur búkurinn er ofansjávar. Teygi hann ofurlítið úr hálsinum, þá get- ur hann sleikt jöklana af fjalla- tindunum. Þegar hann blæs and- anum frá sér, þá koma straumrast- ir og hringiður á sjóinn. En þegar hann dregur að sér andann, þá sog- ast heilir ísjakar og kvenbátar inn í nasirnar á honum. Meira eldsneyti er kastað á bál- ið og þegar vér fleygjum selspiki þar á ofan, hoppa snarkandi eld- tungur upp í loftið, svo að skugg- arnir af oss teygjast langt upp eft- ir fjallinu og verða þar að lifandi jötnadraugum, sem slá hring um oss. Það var eins og lausn úr álögum að fá á sig hríðarbyl. Vindagyðj- an gat nú ekki setið á sér lengur. Hún beljaði af fullu Iunga í bjarg- skorunni og slökkti bálið með hríð- argusu. Öldurnar komu þungar og hvítfyssandi eins og skaflar og brotnuðu við klettana rétt neðan við fætur vorar. Nú heyrðist ekki lengur grátur og kveinstafir jarð- andanna, vindgnýrinn yfirgnæfði og ekki sá út úr augum fyrir kóf- inu. Vér glaðvöknuðum, vorum laus úr fjötrum yfirnáttúrlegra afla og sjúklegra draumóra. Vér flýttum oss inn í tjaldið til þess að hafa þar skjól um nóttina. <S>--------------------------------------------------------------------------------------A Það er skæðadrífa úti og fellur hægt og létt til jarðar. Magga litla situr út við glugga og horfir lengi hugfangin á drífuna. En allt i einu kallar hún: — Mamma, mamma, komdu og sjáðu, guð er að baka og hveitið þyrlast hjá honum í allar áttir. Sigga litla var að lesa kvöld- bænina sína, og svo bætti hún þessu við: — Góði guð, sendu mér nú mynd af þér, svo að ég geti þekkt þig. Jói litli var með hor niður í munn. Frændi hans, sem var gest komkomandi, hvíslaði að honum: — Jói, farðu til hennar mömmu þinnar og segðu: Góða mamma, snýttu mér. Jói hljóp til mömmu sinnar og sagði: — Góða mamma, snýttu honum frænda. —o— Stína er ekki nema sex ára, en hún er farin að hugsa um leynd- ardóma tilverunnar. — Mamma, hvaðan koma litlu börnin? spyr hún. Mamma segir, að það séu smá- englar, sem guð sendi niður á jörðina. — Var ég einu sinni engili? spyr Stína. — Já, áreiðanlega, segir mamma. Afi gamli situr þar inni, og hann er stundum nokkuð upp- stökkur og stórorður. Stína gýtur augunum til hans og spyr: — Var afi líka engill einu sinni? — Já, segir mamma. Þá skellir Stína upp úr og segir: — Það hefur verið skrítinn engill: Það var verið að sýna börnun- um í skólanum stóra mynd af mörgum ólíkum öpum. Þá kallaði Bjössi litli: — Kennari, má ég benda á kerl inguna sem er eins og amma? m-----------------------------------4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.