Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 12
672 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í veizlu, sem bæjarstjórnin hélt gest- unum um kvöldið á Hótel Seurahoune, flutti formaður danska rithöfundafé- lagsins, Hans Lyngby Jepsen, aðalræð- una og lýsti dönskum þjóðareinkenn- um, sem tákna mætti með danska stað- arheitinu Silkiborg og fæli í sér mýkt silkisins jafnframt festu borgar eða kastala. Þótti mér líking sú góð. Yfir drykkjuborðum að lokinni máltíð kvaddi Ijóðskáldið sænska, Harald Forss, sér hljóðs, og mæltist honum frjálslega um skáldskap, vín og víf. Ýmsir hlógu dátt að fyndni Forss, er eg gaf þá viðurkenningu, að væri Bell- mann nútímans, og líkaði honum hún stórvel. Til þess að einnig þeir við- staddir, sem ekki skildu sænsku, nytu gamanyrða Haralds, þýddi Jarl Lou- hija þau jafnóðum á þjóðtungu Finna, og fórst honum það einkar fimlega. Var þetta mikill mannfagnaður og því meiri sem lengra leið á kvöldið. Þar eignaðist eg vini, er mér gleymast seint. Einn þeirra var ljóðskáldið sænska, Jóhannes Edfelt. Reyndar var eg honum ekki með öllu ókunnugur áður, því að vinur, sem eg á í Svíþjóð, hafði sent mér eina af bókum hans. Edfelt er sá maður, sem minnir mig mest á þjóðhöfðingja vorn, herra Ás- geir Ásgeirsson. Lét eg hvors tveggja getið, og tók hann því með lítillæti og hógværð. Meðal annarra samkvæmis- gesta, sem eg hafði gaman að tala við, voru norsku hjónin Torolf Elster rit- höfundur og kona hans, Magli, sem er gott ljóðskáld. Lánaði hún mér daginn eftir tvö af ljóðasöfnum sínum. Eru einkum í þeim ástarljóð. Næsta dag var minnzt sextugs- afmælis Suomen Kirjailijaliitto í Linnanhovi-bíói. Hófst athöfnin með því, að leikin var Andante Festivo, eft- ir Sibelius. Síðan rakti formaðurinn, Yrjö Soini, sögu félagsins á finnsku. Frá rithöfundafélögum Norðurlanda voru flutt ávörp og færðar gjafir. Einna lengst þeirra ávarpa var ræða, er Edfelt flutti, ágæt að efni og orð- færi. í minn hlut kom að flytja af- mælisbarninu kveðju og gjöf frá rit- höfundafélögunum íslenzku. Var gjöfin Heimskringla Snorra í skinnbandi. Minntist eg líkingarinnar í frelsisbar- áttu Finna og íslendinga og andlegs skyldleika, er eg þóttist finna með báðum þjóðum við lestur bókmennta þeirra. Einnig minntist eg Snorra og Heimskringlu. Margar fleiri kveðjur voru fluttar og ýmsir merkismenn heiðraðir, þeir virðulegustu krýndir lárviðarsveigum. „Þú ert hagsýnismaður", sagði Har- ald Forss við mig á eftir, „mæltir að- eins það, sem þú þurftir að taka fram, hvorki meira né minna“. Þetta voru ein hin mestu viðurkenningarorð, sem mér hlotnuðust fyrir ávarpið, en það samdi eg á sænsku, áður en eg fór að heiman og lét ganga gegnum þrjá hreinsunarelda. Ógleymanlegasti viðburður þessa dags verður, held eg, flestum þátttak- endum skipsferð til Putkinotko. En þar gerðust atburðir samnefndrar skáld- sögu eftir Joel Lehtonen. Hefur sagan verið þýdd á sænsku og heitir á því máli „Ödemarkens barn“. Stendur enn hús það, sem skáldið bjó í nokkuð hrör legt þó, og fornfáleg brunndæla er skammt frá því, djúp tjörn nokkru neðar, en skógi vaxnir ásar og lægðir allt um kring. Umhverfið er dulúðugt og ævintýrakennt, líkt og frumskógur, og lætur það áhorfandann renna óljós- an grun í örlagaatburði sögunnar, er gerist öll á einum degi. Annar merkisstaður finnskrar nátt- úru og bókmenntasögu í grennd við Savonlinna er Punkaharju, nafnfræg- ur fyrir fegurð. Tígulegar, gullglóandi furur teygja sig þar upp úr ásum og eiðum milli hlæjandi vatna mót bláum himni. Þar hefur skáldinu Runeberg verið reistur veglegur minnisvarði á hæð einni, sem á sænsku nefnist Rune- bergs kulle. í þessu umhverfi er talið. að þetta mesta eftirlætisskáld finnsku þjóðarinnar hafi oftast orðið fyrir inn- blæstri, enda dáði hann þennan stað umfram aðra í sínu heitt elskaða landi. Aldrei hefur mér skilizt betur, hvers virði þjóðardýrlingur getur verið en í hópi þeirra andans manna, er voru «aman safnaðir við Runebergs kulle undir ræðu Jarls Louhija þennan fagra sumardag. Finnar tigna Runeberg eins og guð, telja hann föður lýðveld- isins. í mjög fjölmennri veizlu, sem Útgef- endasamband Finnlands hélt um kvöld ið á hótel Finlandia, flutti Torolf Elst- er aðalræðuna og talaði um nauðsyn þess, að hafizt yrði handa með þýðing- ar finnskra bókmennta á hin Norður- landamálin, en þær væru allt of lítið kunnar utan Finnlands sökum þess, hve finnskan væri ólík öðrum þjóð- tungum Norður Evrópu og stæði heims- málunum miklu fjær en þær. Drottinsdagur fór í hönd með guðs- þjónustu í dómkirkjunni kl. 10, og mættum við Kristján þar, enda þótt guðsþjónustan færi fram á finnsku, þvi að við vildum ekki sleppa hinum vígða þætti hátíðahaldanna, iðrumst þess heldur ekki. Frú Soini kom að máli við okkur seinna um daginn og sagði, að það hefði glatt þau hjónin að sjá okk- ur við messuna. Þóttist eg skilja af mikilli kirkjusókn og hlutdeild safn- aðarins í athöfninni, hve ríkan þátt kirkjan ætti í samheldni finnsku þjóð- arinnar. Nú ætti við að hafa bókmenntaþátt, þar sem sagt væri frá upplestri finnskra skálda og rihöfunda úr verk- um sínum við Ólafsborg, miðaldakast- ala, sem stendur á lítilli eyju í vatninu skammt frá Savonlinna. Á undan upp- lestrinum var leikin Finlandia, eftir Sibelius. En með því að upplestur þessi var útlendingunum óskiljanlegur með öllu, notuðu þeir tímann til að skoða kastalann ,sem er tvímælalaust feg- ursta bygging sinnar tegundar á Norð- urlöndum og eitt mesta furðuverk mannlegrar snilli. Farin var hringferð um kastalann á hálftíma fresti í flokk- um. Á okkar ferð vorum við Kristján svo heppnir að njóta leiðsagnar ágætr- ar stúlku. í flokknum, sem við fyllt- um, voru eintómir Finnar, að okkur tveim undanskildum. Þegar stúlkan hafði lokið skýringum um hvern hluta kastalans fyrir landa sína á þeirra máli, sneri hún sér að okkur Kristjáni og flutti sömu fræðslu á sænska tungu. Væri of langt mál að endursegja allan þann fróðleik hér. Þess skal aðeins getið, að þetta merkilega virki var grundvallað 1479 af riddara danskrar ættar, Erik Axelsson Tott, sem nefndi það St. Ólafsborg eftir verndardýrlingi sínum, Ólafi helga, og var virkið gert bæði til varnar gegn ásókn Rússa á þáverandi austurtakmörkum sænska ríkisins og til að vaka yfir siglinga- leiðum á vötnunum frá norðri til suð- urs. Ólafsborg hefur oft orðið fyrir skemmdum af völdum elds og skot- hríðar, en jafnan verið endurnýjuð aftur. Um skeið var kastalinn á valdi Rússa, en fyrst í lok síðustu aldar fékk hann orð á sig sem fágætt sögulegt minnismerki, og síðan var kastala- garðurinn gerður að áhrifamiklu leik- sviði fyrir óperur og sjónleika. Þegar við Kristján komum aftur úr þessari langferð inn i liðna tið, blasti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.