Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 6
666 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sem jólapálminn frá 1956 á hann að halda áfram að lifa og bera ávöxt. Þetta langa bréf til yðar er jóla- gjöfin, sem ég gef sjálfum mér að þessu sinni. Að skrifa svo langt bréf og skrifa það í fullkomnu næði, er munaður, sem ég get ekki oft látið eftir sjálfum mér. Með hlýjum hugsunum og kveðj- um, yðar Albert Schweitzer" Frú Önnu, ekkju Einars Jóns- onar, ritar Albert Schweitzer: „Mikið mundi mig langa til að koma til íslands og líta listaverk- in sjálf eigin augum. En héðan af má ég ekki eyða tíma til ferðalaga. Sjúkrahúsin mín verða stöðugt stærri og stærri. Alla krafta mína og allan tíma skulda ég þeim. Þær fáu stundir, sem kunna enn að gefast sjálfum mér, mun ég nota til þess að reyna að ljúka ófull- gerðum ritverkum, sem liggja mér á hjarta." Myndhöggvarar eiga naumast annan kost en þann að gefa út myndir af verkum sínum til að Tcynna sig umheiminum. Þetta á einkum við um þá, sem skapa stór verk, sem ógerlegt er að senda á sýningar frá landi til lands. Þess vegna er hljóðara í umheiminum um nafn Einars Jónssonar en orð- ið hefði ef hann hefði stundað sumar aðrar listgreinir. Ég vona að einhverjum þyki frððlegt að vita viðbrógð Alberts Schweitz- ers, eins hins fremsta manns í "heimi listanna á vorum dögum, «r honum barst í hendur lista- verkabók Einars Jónssonar. Og þess vegna er þetta jðlabréf frá honum birt hér. Jðn Auðuns. /*\ Um stefnur og bandalög baráttan harðnar. Nú blasir við heimur í vígamóð, í bjarma af von yfir byltingaslóð sést brún af þeim degi, sem óttanum varnar. En myrkrið hylur oss sannleikans sól, við sundrung og hatur um gjörvalla jórð. Og mennirnir deyða við dómsorð hörð þá drauma, sem vekja hin blessuðu jól. Er nokkurs að meta mannanna dóm? Hvers megum við vænta um sættir og grið? Á heimurinn til nokkurn trúnað um frið? Er trúin ei reykur og ládeyða tóm? 1 upplausn og flótta nú stynur hver storð, í styrjaldarótta, sem mannkynið þjáir. Menn gleyma því liðna, en grátlega fáir, sem geyma hin síðustu varnaðarorð. Hvað segir af fórn þinni fámenna þjóð? Nú fylgja þér heimsaugu vökul og ströng, og hljómar þér berast af byltingasóng, sem blinda vill viljans og hjarta þíns glóð. Hvað verður þá ráð þitt um reisn eða fall? Svo reikul og sundruð á örlaga stund. Ef leiðirnar skil.ja, þá lokast öll sund og lifinu nær ei þitt feigðarkall. Þú frjósama geislandi fagra jörð, sem fæðir þín börn, og ástum þau gleður. sem ert þeirra lífgjóf og banabeður, og býrð þeim í ljósinu sættargjörð. Hve brotleg og friðlaus þau fótum troða hinn fegursta gróður, og blómin þín öll. Ó, stríðandi lýðir við stormanna foll, með stefnu, sem liggur hjá feigðarboða. — Hugur minn lífs og liknar sér biður, i ljósi þess himins, sem trúin mér býr við eilifan boðskap, sem alltaf er nýr í orði, sem mennina leiðir og styður. Því finnur sá einn sig aldrei snauðan, sem elskar og trúir á jólabarnið, það lyftir manns þrá svo hátt yfir hjarnið, að hjartað sig sættir við lífið og dauðann. KJARTAN ÓLAFSSON.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.