Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 40

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 40
700 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS er ekkert timburgólfið, en svo er um marga kotbæina. Engin klæðn- ing er á baðstofunni, alls staðar berir moldarveggir, og það grisjar alls staðar í torfið milli áreftis, *em er meira og minna dökkt af reyk. Kerti var ekki hægt að búa til heima. Þá var Ijóstollur goldinn til kirkna, og þann tólg, sem ekki fór í hann, varð að nota í matinn. Ævinlega var þrímælt, kjötsúpa venjulega borðuð um miðjan dag- inn á aðfangadag. Þegar miðdegis- verði var lokið vorum við krakk- arnir þvegnir og færðir í beztu flíkurnar, sem við áttum — og ævinlega fengum við eitthvað nýtt á jólunum, því að enginn mátti klæða jólaköttinn. Klukkan sex var orðið heilagt. Þá var farið að taka til bækurnar og iesa en langur þótti okkur stundum Jónsbókarlesturinn, krökkunum, er við biðum eftir blessuðum lummunum, dísætum. Þegar lestri var lokið, voru boðnai góðar stundir. Ketillinn hafði verið yfir hlóðaglóðinni meðan á lestri stóð. Húsmóðirin brá sér fram og fór að huga að kaffinu og bera inn, — og svo komu lummurnar, það var meiri blessuð dýrðin að sjá þær. Öll börnin fengu kaffi í þetta skipti, eins þótt smábörn væru, en kaffi var annars sárasjaldgæfur drykkur hjá þeim, sem úr litlu höfðu að moða. Eftir kaffidrykkjuna þurfti að fara að gefa kúnni, og mamma varð að fara að mjólka, en er kom- ið var úr fjósi, fór hún að skammta jólamatinn. Pottkökunni var skipt í fernt milli barnanna. Heill bringukollur kom í hlut hvers okkar, eða þá að við vorum tvö um lærið; lundabaggasneið og magálsneið fylgdi, hvort tveggja ríflegt, ef hægt var. Þessi jólaskammtur var svo ríflegur, að honum varð ekki torg- að á einu kvöldi, og kom sér því vel, að kistlarnir höfðu verið þrif- aðir, því að þar geymdum við mat- inn. Lítið eða ekkert var skammt- að á fátækum heimilum, fyrr en þessi jólaglaðning var horfin ofan í maga — og svo var það oft heima. Á jólakvöldið sofnuðum við börnin mett og glöð — út frá bless- uðu jólaljósinu — (Úr „Langt inn í liðna tíð“). í ÞORSKAFIRÐI Guðjón Jónsson frá Brekku hefir lýst jólum í Þorskafirði, þegar hann var að alast þar upp (um 1880): — Daginn fyrir Þorláksmessu var farið að taka ofan úr eldhús- inu hangikjöt til jólanna, brytja það og leggja í bleyti yfir nóttina, því það var ætíð soðið á Þorláks- messu, því nóg annað umstang var á aðfangadaginn. Um leið og hangikjötið var soðið, var líka í annan stað soðin skata, ef til var. Var hún uppáhaldsmatur sums eldra fólks, og þá borðuð á Þor- láksmessu og bringubiti með og hangiflot til viðbits. Þetta var nokkurs konar forsmekkur þess, er koma skyldi. Á aðfangadaginn, þegar lokið var útiverkum og menn höfðu þvegið sér og rakað, þeir sem það gerðu, svo sem yngri menn, var og klætt sig betri fötum. Var síð- an borðaður einhver góður matur, er kveikt hafði verið, og jólakerti fylgdu með, svo hver sem vildi gæti lýst upp hjá sér. Var svo les- inn boðskapur jólanna og sungnir jólasálmar, og að því búnu bauð hver öðrum gleðileg jól. Enginn, svo eg vissi til, bar brigður á sann- indi þess boðskapar, sem þá vai fluttur á hverju bygðu bóli í land- inu, í „húsum höfðingjanna og hverjum kotungsbæ" og trúði því, að „sú þjóð, sem í gæfu og gengi vili búa, á guð sinn og land sitt skal trúa“ eins og Einar Bene- diktsson orðar það. Eftir jólabaksturinn skemmti sér hver sem vildi. Sumir lásu, aðrir skrifuðu, spiluðu eða tefldu, allt hávaðalaust. Þá kom og fram listi um alla þá jólasveina og meyar, sem komu á heimilið sem gestir á jólaföstunni. Var listinn þá klipptur í sundur, með einu nafni á hverjum seðli, kvenfólk sér og piltar sér, og raðað í bók svo end- arnir stóðu út úr. Svo fóru stúlk- urnar að draga sér pilt og piltarnir meyar, og var þá ekki frítt við að hlátur yrði, ef drátturinn var eitt- hvað óhagstæður. Seint á vökunni var svo kaffi með lummum og og kleinum, áð- ur en háttað var. Ljós var látið lifa alla nóttina, og voru það mikil hátíðabrigði, einkum börnunum, að eiga fyrir hendi að vakna við ljós á jóladagsmorguninn, og eiga von á dísætri mjólk og kökum í morgunsárið. — Siður fjármanna að gera skepnum betur til um jól- in, var tíður og vel til fallinn. Á jóladagsmorgun kl. 10 eða svo, var neytt grautar með rúsínum og rjóma út á. Miðdagsmatur var eng- inn fyrr en karlmenn komu inn frá gegningum, en skammtur til- reiddur á diskana meðan þeir voru úti. Var það hangikjöt, brauð, smjör og kæfa, magáll og lunda- baggi, og svo ríflega til tekið, að sumir áttu bita til að grípa í auk- reitis, fram undir nýár. („Bernsku- minningar"). 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.