Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 43

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 43
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 703 Konungar Norðurlanda eru ættaðir frá Martinque nú vilja allar fá sér fræ, og fjölga kjúklingunum. Æskuvonir: Æsku vonir allar hverfa, eins og skepna í fjallið strýkur, þó mun ég þser allar erfa, í eilífðinni, er þessu lýkur. Sagt í gamni við stúlkur: Aldrei líður mér úr minni, Mývatns-ýngri stúlkurnar í stöku- gerða- stórhríðinni, stynjandi eins flugurnar. Og enn kvað hann: Þær, sem að sér ugga sizt, er aftan roðinn kætir, mega oftast eiga víst, að árdagsroðinn vætir. Jórunn Ijósmóðir Jónsdóttir spurði séra Einar hvort hann væri búinn að láta sækja hestana. — Hann svarar: Blessuð sólin bræðir hrim, burt er kalda golan, bráðum sérðu Borgar-Grím, beizla gráa folann. Sjálfsagt má deila um skáldskap- argildi ofanskráðra vísna, eftir séra Einar Friðgeirsson, en þó svo sé, þá er það ekki nýtt fyrirbæri, og víst er, að ekki gjörði hann kröfu til þess að vera álitinn skáld. Séra Einar Friðgeirsson var góð- ur maður og vitur. Hann var höfð- ingi innan héraðs síns og utan, til- búinn að leysa hvers manns vand- ræði er hann náði til. Hann var í raun og sannleika heimilisvinur sóknarbarna sinna, ræðumaður á- gætur og flóðmælskur á stundum. Tilfinningamaður mun hann hafa verið, en um það talaði hann ekki, þó gátu þeir, er vel þekktu hann, séð og fundið hvað honum leið í því efni. Vel mundi séra Einar Friðgeirsson hafa haldið þá lífs- KREOLAR eru kallaðir afkomendur rómanskra landnema, sem settust að i Ameríku. Á eynni Martinique, sem er frönsk, eiga nú heima um 10.000 kreol- ar, og fara ekki miklar sögur af þeim. En úr þeirra hópi voru forfeður margra konunga, þar á meðal konunganna á Norðurlöndum. í lok 18. aldar átti heima á Martin- ique kreoli sem Joseph Tascher hét. Nafnið bendir til þess að hann hafi verið af þýzkum ættum, enda höfðu forfeður hans átt heima í Sviss. Annars er fátt um hann vitað. Einu sinni hafði hann verið liðsforingi, en hætti við hermennsku og gerðist búhöldur. Kona hans var fædd á Martinique og var af lágaðli komin. Hún hét Marie-Rose de Vergers de Sanois. Tascher dó 1790 og var þá 55 ára að aldri, en kona hans lifði 17 árum lengur. Heimili þeirra var ekki frábrugðið heimilum annara plantekrueigenda á eynni, og engum kom þá til hugar að það ætti fyrir aí- komendum þeirra að liggja að sitja á veldistólum í Noregi, Svíþjóð, Dan- mörk, Hollandi, Frakklandi, Italíu, Belgíu, Brazilíu og Portúgal. ÞAÐ VAR árið 1763 að þeim Tascher- hjónunum fæddist dóttir og voru þau bæði sáróánægð út af því að það skyldi ekki vera drengur. Þessi litla stúlka var skírð Marie-Rose og hún ólst upp á Martinique fram til ársins 1782. Þá var hún gefin frænda sínum, frönskum greifa, sem hét Alexander de Beau- harnais. Hann var gáfaður maður, en ekki við eina fjölina felldur. Hann var reglu, sem segir í eftirfarandi er- indi: „Sendi guð þér sorg og þrautir, segðu eigi neinum frá, gakktu ei út á gatnabrautir, að gráta svo að aðrir sjá. En ef aftur happ þig hendir hann, sem alla gæfu sendir, lofaðu í augsyn allra þá. Josefina ættaður frá Martinique, en átti heima 1 Frakklandi. Þar bjuggu þau hjónin svo fyrst í stað og varð þeim tveggja barna auðið. Var annað drengur, sem hét Eugen, en hitt dóttir og hét Hort- ense. Eftir stutt hjónaband varð greifinn leiður á konu sinni og strauk frá henni með hjákonu sinni til Martinique, og þaðan til Bandaríkjanna og tók þar þátt í frelsisstríðinu. Þegar hann kom heim aftur, setti hann konu sinni tvo kosti: annað hvort skyldi hún fara heim til Martinique aftur, eða ganga í klaustur. Hún kaus fyrst að fara I klaustur, en er þau höfðu skilið að lög- um, fór hún til Martinique. Svo hófst stjórnarbyltingin í Frakk- landi. Þótt de Beauharnais væri af aðalsættum, gekk hann í lið með upp- reisnarmönnum og varð einn af for- ingjum þeirra. Öldur byltingarinnar náðu til Martineque og vegna þess að Marie-Rose var greifafrú, var henni þar hætta búin. Hún flýði þá til Frakk- lands og settist að í Toulon. Það er mælt að bylting „eti jaínan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.