Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 39

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 39
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 699 töluðu á nýársnóttina. Menn vildu ekki forvitnast um samtal kúnna, því að það var álitið ólánsmerki. Menn vöktu oft alla jólanóttina við lestur og leika. Sumir skruppu til næstu bæa. En Ijótt þótti að spila á spil á sjálfa jólanóttina. Þó gerðu sumir það. Á jóladagskvöld- ið var spilað spil sem hét „púkk“ Glerbrot voru höfð í stað peninga. „Kapitalið“, sem hver fekk til að byrja með, var sextíu. Ef einhvern þraut það, var það kallað „að fara á hreppinn“. Vénjulega fór margt fólk til kirkju á jóladaginn og annan í jólum, ef ekki var iðulaust stórhríðarveður. Jólin voru móður- hátíð annarra hátíða, en siðir og veitingar voru þær sömu. Vín var sjaldan haft um hönd á stórhátíð- um. — (Úr „Heimskringlu“ 1907). Á SKAGASTRÖND Stefanía Ferdinandsdóttir hefir lýst jólahaldi á heimili foreldra sinna um 1880. Áttu þau þá heima í Örlaugsstaðaseli á Skagaströnd: Eitt var það, sem var og er enn nátengt jólunum og mikil tilhlökk- un fylgdi, en það voru blessuð Ijós- in, sem fengu þá ef til vill í eina skiptið að vetrinum að lýsa upp hvern krók og kima í bænum og fældu burt allar illar vættir, sem litlum börnum stóð nokkur stugg- ur af. Ljósið gladdi augað meir en orð fá lýst. Þótt fólki muni ekki þykja mikið koma til grútar- Ijósanna nú, þóttu þau áður góður birtugjafi fátæku fólki, og vöktu gleði og yl í hjarta. Þessi gamla vísa mun kveðin við barn, og henni fylgir hjartahlýa: Gaman hef ég af glampanum, gleður hann mitt sinni. Ljós í nefi á lampanum lýsir Björgu minni. Fernt var nauðsynlegt til Ijósa á fátækustu heimilum um 1880: lýsisiampi, lýsi á hann eða hrossa- feiti, fífukveikir og síðast en ekki sízt, eldur í hlóðum. Jólatilhlökkunar varð vart hjá okkur börnunum löngu fyrir jól, en við vorum átta systkinin. Við jólaföstuinnganginn fengum við „forsmekk“ af jólunum, því að þá var jafnan reynt að bregða út af með mat. Jólaundirbúningurinn hófst líka allsnemma, þótt lítill væri hann á móts við það sem nú er. — Hver krakki átti kistil eða aðra hirzlu, og nú var ekki til setunnar boðið, við kepptumst við að þvo þessi ílát okkar, sem áttu að geyma sitthvað gott um hátíðina. Pabbi bjó sig til kaupstaðarferðar. Við vissum raunar, krakkarnir, að hann mundi ekki fá mikið út, en erindis- leysu fór hann aldrei.-------- Brauðs var ekki neytt á bernsku- árum mínum í sama mæli og nú, en á jólunum mátti ekki bregða út af því, sem í jólaerindinu segir: Það á að gefa börnum brauð aS bíta í á jólunum. Brauðtegundirnar voru aðeins tvær: pottkökur og lummur. Pott- kökubaksturinn þarf að hefja nokkru fyrir jól, því að brauðin batna við geymslu, og svo sagði gamla fólkið, að nauðsyn bæri til að baka með minnkandi tungli, því að þá áttu pottkökurnar síður að springa. Tað eða mór var látið í eldstæðið og verður að brenna al- veg út, því að hvergi má sjást óbrenndur köggull. Síðan er glóð- in breidd út eins og til þarf, en hún þarf að vera á stærð við kök- una. Þegar kakan hefir verið hnoð- uð og flött, er komið með brauð- mótið, kringlótta fjöl með skorn- um stöfum á, oft Jesú nafni. Staf- irnir mótast svo í brauðið, en kak- an verður að fallegri. Síðan er kakan látin á glóðina og potti hvolft yfir, og þarf hann helzt að vera við hæfi kökunnar. Honum er þrýst vel niður í eisuna, en síð- an rakað vel og grandgæfilega að honum og upp með honum. Svo er látinn eldköggull ofan á pott- kúluna, en moð þar á ofan. Venju- lega var kakan látin inn síðari hluta dags, en tekin út morguninn eftir, og er þá brauðið orðið rauð- seytt og hið mesta lostæti. En aldrei verður kakan eins góð, ef hún bráðbakast. Það var ekki lítil hátíð, þegar til þess kom að baka bankabyggs- lummurnar. Venjulega fell það í hlut eldri barnanna að standa við kvörnina og mala byggið. Auðvit- að var kvörnin íslenzk og snúið með stöng eða stórgripalegg. Oft var erfitt að snúa þessum kvörn- um, og voru þá tvö börn við það. Stundum var kanill malaður og hafður í lummurnar til bragðbæt- is, og er hann þá malaður í kaffi- kvörn. Lummurnar voru venjulega bakaðar daginn fyrir Þorláksdag. Mig minnir, að 4—5 lummur væri á mann á jólanóttina og annað eins á jóladagsmorgun — og voru þær vel sætar og geymdar í litlum trogum. Hjá fátækara fólki þekkt- ist ekkert annað kaffibrauð — eða ekki man eg til þess. Þegar Þorláksdagur nálgast, er mál til komið að fara upp í rót- ina, en svo var það kallað, er hangikjötið var tekið niður. Kind- arlærinu er skipt í tvo hluta og eins er farið með bóginn, en bringu- kolurinn soðinn heill. Og er hver hluti eins manns skammtur. Maður fekk svo sem ekki að bragða á þessu fyrr en á jólunum, og ekki dró það úr tilhlökkuninni. Þegar svo aðfangadagurinn rennur upp, verður að taka á því sem til er, því að öllum verkum verður að ljúka áður en heilagt er orðið. Nú er hrísvöndurinn tek- inn og allur bærinn sópaður sem bezt, en er ekki um gólfþvotta að tala í Örlaugsstaðaseli, því að þar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.