Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 27
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 687 Ásgeir Sverrir Einarsson Runólfsson Yfirsmiður að grind kirkjunnar var Halldór Friðriksson, en þak- hellurnar lagði Guðmundur Jóns- son trésmiður úr Reykjavík. Til smíða innan um húsið var fenginn Þorgrímur Austmann á Gilsár- teigi í Breiðdal, sem í mörg ár hafði vanizt smíðum í Kaupmanna- höfn og var orðlagður fyrir kirkju- smíðar sínar á Austurlandi. Annar yfirsmiður innanhúss og sá, sem málaði kirkjuna, var Friðrik Pét- ursson, faðir síra Friðriks Friðriks- sonar, dr. theol. Mikil viðgerð fór fram á kirkj- unni innanhúss fyrir nokkrum ár- um, en síðastliðið sumar fauk af henni nokkuð af þakhellunum og hafa ekki aðrar fengizt í staðinn. Komið hefur til mála að leggja á hana koparþak, en ekki félli það eins vel við stíl hennar og hellu- þakið. ★ Ekki er nú vitað, svo mér sé kunnugt, hver teiknaði kirkjuna. Hóladómkirkj a, Reykj avíkurkirkj a og Vestmannaeyjakirkja, svo og þau önnur steinhús, sem ætluð voru til veraldlegra afnota og gerð voru hér á landi fram yfir miðja síðustu öld, voru öll teiknuð af dönskum húsameisturum. Hafi Ás- geir fengið teikningu frá Dan- mörku, er ekkert líklegra en að Jón Sigurðsson forseti hafi þar verið milligöngumaður, en þess finnast engin merki í bréfum hans. Framan við ina prentuðu lýsingu kirkjunnar eru teikningar af útliti hennar, grunnmynd og gegnskurði, ásamt skýringum á íslenzku. Lang- líklegast er, að Sverrir Runólfsson steinhöggvari hafi gert frumteikn- ingu kirkjunnar. Hann hafði tekið iðnpróf utanlands með lofi, gert bæði Skólavörðuna í Reykjavík og steinbogabrú yfir lækinn þar á Bakarastíg og þótti mikið til þeirra verka koma í þá tíð. Einnig hafði hann gert húsið í Minni-Vogum, sem er reist úr hraungrýti, lögðu í kalk og með bogahlöðnum glugga -holum. Þykkt kjallaraveggjanna þar er sú sama sem veggþykkt kirkjunnar, en í henni eru glugga- holin líka bogahlaðin, þótt grjótið sé annars staðar ótilhöggvið. — Sverrir var hugmyndaauðugur og ekki við eina fjöl felldur, en naut sín ekki í Reykjavík þeirra daga. Hann dvaldjst áfram í Húnavatns- sýslu, eftir að smíði kirkjunnar lauk, var síðast við að höggva leg- stein í Spákonufellskirkjugarði, lá þar í tjaldi og hafði að félaga hund sinn, er hann nefndi Magnús ber- fætta, og talaði títt við sér til dægrastyttingar við vinnuna. Vor- ið 1879 lét hann úr höfn í Höfða- kaupstað og ætlaði að sigla til Borðeyrar, einn á báti ásamt seppa sínum, og hefur ekki til þeirra spurzt síðan. Lauk þannig ævi þessa manns, sem kalla mætti fyrsta arkitekt á íslandi. ★ Með byggingu Þingeyrakirkju rættist húnvetnskur draumur, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.