Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 46

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 46
70« LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Himnabrauðið BRIDGEÞRAUTIR Svo segir í 16. kafla II. Mósebókar: >ví næst héldu þeir á stað frá Elím, og allur söfnuður ísraelsmanna kom til Sín-eyðimerkur, sem liggur milli Elím og Sínai. Þá möglaði allur söfnuður ísraelsmanna gegn Móse og Aroni í eyðimörkinni; og ísraelsmenn sögðu við þá: Betur að vér hefðum dáið fyrir hendi Drottins í Egyptalandi er vér sát- um við kjötkatlana og átum oss sadda af brauði; því að þið hafið farið með oss út á þessa eyðimörk til þess að láta allan þennan mannfjölda deyja úr hungri. En morguninn eftir var döggmóða umhverfis búðirnar. En er upp létti döggmóðunni, lá eitthvað þunnt, smá- kornótt yfir eyðimörkinni, þunnt eins og héla á jörðu. Þegar Israelsmenn sáu þetta, sögðu þeir hver við annan. Hvað er þetta? Þá sagði Móse við þá: í^etta er brauðið, sem Drottin gefur yður til fæðu. Israelsmenn söfnuðu því saman, sum ir meira ,sumir minna; leifðu sumir nokkru af því tíl morguns, en þá kvikn- uðu maðkar í því, svo að það fúlnaði. Þeir söfnuðu því þá hvern morgun, en þegar sólin skein heitt, bráðnaði það. Og fsraelsmenn kölluðu þetta brauð manna; það líktist kóríanderfræi, var hvítt og á bragðið sem hunangskaka. Israelsmenn átu manna í 40 ár, unz þeir komu í byggt land; þeir átu manna unz þeir komu að landamærum Kan- aanslands. ★ „Manna“ er kallað Himnabrauð á is- lenzku og sagan um það er sönn. Þetta brauð fellur enn til jarðar og Arabar safna því og selja það ferðamönnum, sem koma til landsins helga. Þetta er kvoða, sem smitar út úr greinum sí- grænna buska, er nefnast „tamarisk“, og vaxa víða í lautum og dalverpum’ á Sinai-skaga. Kvoðan gufar upp í loftið, en á köldum og rökum nóttum, eins og oft eru þarna í júní og júlí, storknar hún og myndar örþunnar flís- ar, sem falla til jarðar. En þegar sólin kemur upp og skín heitt, bráðna þess- ar flísar. Þær eru sætar á bragðið, en ekki mjög nærandi. Komið hefir til orða að reyna að safná „manna“ í stórum stíl hjá Sinai- fjalli, og gera það að útfiutningsvöru. Hver veit nema við fáum einhvern tíma að bragða á þvi? A V ♦ A 5 4 V 6 ♦ 7 6 * - 8 7 6 G 10 A KG V 9 8 7 ♦ — A — A A 9 V G 5 ♦ 5 * — S spilar grand og þarf að fá 3 slagi. Hann slær út T5. Hvernig eiga A—V að spila til þess að fá 3 slagi? Hvað á að segja? Báðir eru í hættu. N gaf og sagði 1 lauf, en A sagði pass. S er með þessi spil á hendi: A A K G V 7 5 2 ♦ 8 2 A K 10 7 4 3 Hvað á hann að segja? Flestir mundu í hans sporum hafa sagt 3 lauf, en það er sama sem að neyða N til að segja 3 grönd. Með þessu er það útilokað að þeir geti skipzt á upplýsingum. Betra er að S segi 1 spaða, því að enda þótt liturinn sé stuttur, þá eru þar eingöngu háspil. Og nú hefir N ráðrúm til að segja í öðrum lit, og þá getur S sagt frá laufinu. t^"7)®®®G TÓLFMANNABOÐI Eitt sinn fóru tólf menn norðan af Ströndum á leið til Bæar á Selaströnd á skipi til jólagleði, og segja sumir að þeir hafi verið úr Tungusveit. Kerl- ing ein fjölkunnug beiddi þá fars, en þeir synjuðu henni. Þá er kerling fékk eigi farið, er sagt að hún hafi mælt, að kynlegt mundi þykja ef hún yrði jafnskjót þeim til Bæar. Á leið- inni fórust allir mennirnir á boða þeim hjá Selströnd, sem síðan er nefndur Tólfmannaboði, «n mönnum aýndist þeir allir ganga til Bæar og kerling jafnsnemma þeim. (Úr Gráskinnu Gísla Konr.) STURLUHLAUP Fyrrum var mikil byggð á vestan- verðum Mýrdalssandi og nefndist þar Lágeyarhverfi. Þorláksmessukvöld fyr- ir jól 1311, var bóndinn i Lágey, Sturla Arngrímsson, uppi á skemmulofti að sníða húð til skæða handa fólki sínu fyrir hátíðina. Er þá sagt að skepna ein hafi komið inn í skemmuna og beðið Sturlu að gefa sér á fæturnar. Sturla spurði hvernig skæðin ætti að vera í laginu. Var honum þá svarað: „Kringlótt eins og keraldsbotn og engar á þeim tærnar". Fleygði þá Sturla skinni niður á gólf og fór þessi kind burt með það og sást eigi síðan. Þetta gat ekki boðað neitt gott, enda hljóp Katla með miklum býsnum þrem dögum seinna, sunnudaginn milli jóla og nýárs (26. des.) Sturla sá vatns- flauminn nálgast bæinn. Hljóp hann þá inn og greip með sér ungbarn í vöggu og bað fólkið að fela sig misk- un Drottins. Hljóp hann svo út og upp á garð, sem hlaðinn var kringum bæ- inn. Bar þá vatnsflóðið stóran jaka að garðinum og hljóp Sturla upp á hann með barnið. Flaut jakinn út á sjó og bar að landi á Meðallandsfjörum nokkrum dögum seinna. Engan mat hafði Sturla handa sér og barninu. Tók hann það ráð, að hann skar geir- vörtur af brjósti sínu og lét barnið sjúga blóð sitt, og fyrir það hélt barn- ið lífi. í þessu hlaupi eyddust allir bæir í Lágeyarhverfi. Það hefir s*íð- an verið kallað Sturluhlaup, og hélzt það fram undir Kyndilmessu, 2. febr., og er talið eitt af mestu Kötluhlaupum. (Úr Eldriti Markúss Loftssonar og eftir gömlum sögnum) HÚSLESTUR HJÁ HULDUFÓLKI Nafngreindur merkismaður í Skaga- firði var eitt sinn á ferð út eftir Blönduhlíð endilangri á nýársnótt. Gerði þá á hann logndrífu, svo að hann vissi ekki glöggt hvað hann fór. Kom hann þá að glugga einum, staldr- aði þar lítið við og varð þess var, að verið var að lesa húslestur, en á því furðaði hann sig, að hann skildi ekki það sem verið var að lesa. Heldur hann nú áfram lítið eitt og kemur að öðrum glugga. Þar er líka (annað) fólk inni og er að lesa. Skilur hann það ekki heldur. Kemur hann á þann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.