Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 661 l.jósi. Og mér verður það æ ljósara með árunum hve miklu það veldur um farnað eða ófarnað vorn, hvaða áhrif «g myndir geymast í hjartanu frá barnsaldri. Meðan hjartað er gljúpt ristir rún þess djúpt. Áhrif og myndir, sem meitlast í barnshjartað, er ekki unnt að má út. Hverju sáum vér í h.jortu barna vorra um þessi jól, hvað letrum vér á þau? Aðrar jólagjafir týn ast og brotna, en það sem nær til barns- hjartans varir, hvort sem það er örygg- iskennd eða ótti, hvort sem það er fag- urt eða ófagurt, hvort sem það vekur lotningu og traust eða tortryggni og vonbrigði. Sum áhrif frá bernsku vorri opna oss sýn út yfir hringinn þrönga, hjálpa oss til að finna hið háa mitt í hinu lágá, auðvelda oss að skynja skyldleika og einingu alls mannlífs, já guðs og manns. Það verður aldrei bætt að fullu ef vanrækt er að innræta barni traust á góðum guði, og lotningu fyrir öllu, sem lífsanda dregur. Minnumst þess, foreldrar, á heimil- unum um jólin. H.jörtu barna vorra standa ætið opin og eru gljúp, en aldrei sem þá. Vér eigum þess kost með hjálp frelsarans að leggja grundvöllinn að gæfu þeirra, sökkva. góðum og göfg- andi áhrifum í sálardjúpið hreina, þeim til verndar og* varðveizlu. Sagan segir að endur fyrir löngu hafi kirkjuklukkum verið sökkt i sjávardjúp. Hverja jólanótt hringdu þær sér sjálfar, og djúpið tók allt undir. H.jarta barns, sem hefir fundið frelsara sinn á jólum, má likja við þetta ri.iúp. Það tekur ósjálfrátt undir lofsöng jólanna svo lengi sem það bærist: „Dýrð sé guði í upphæðum og friður á jörðu". Gleðileg jól! ^ióóumarónótt á S^hialdbmió t'r þoku rísa svartir Súlnatindar. Sigið er húm á þögul austurf jöll. Fuglasöngur hljóðnar. Hljóðna vindar. Hyldýpi þagnar fyllir hraun og vóll. Á austurhimni skín af skörðum mána á Skriðufjöll og vatnsins björtti strönd. í suðri Henglafjöllin fögru blána í f jarska, út við næturhimins rönd. Gott er að vera einn á Islandsf jöllum í ægiþögn, sem fyllir hug og sál. Vel er þá fagnað gesti í glæstum höllum með guðaveig við sólareldsins bál. Fram skal því halda á hæstu f jallsins tinda með himinn víðan fyrir næturtjald, er sól og máni gylla græna tinda og geislum stafa hvítra jökla fald. Að baki er þrautin, nótt og næturdraumar. Af nýjum degi Ijómar skært á f jöll. Af himni renna roðagullnir straumar og rjóða eldi jökulkalda m.jóll. Um dali líða ljósar þokuslæður, þær leika sér í morgunferskum blæ. A efstu brúnum tendrast geislaglæður. Það glitrar skært á hvítra f jalla snæ. Hátt yfir jökla rís nú röðull fagur og roða lýstur Heklu og Eyjaf jöll. Smáfuglar kvaka. Það er drottinsdagur. Dýrðlegum ljóma slær á helgan völl. Mér finnst eg heyra kirkjuklukkur óma um kyrrðarríki hins víða f jallageims, því þögnin sjálf, með dimma, djúpa hljóma dregur mig til æðra og stærra heims. Eg stend á gnipu, á mótum elds og ísa á ógnarbarmi d.júps, sem móti gín. Við norður sé eg reginjökla rísa sem risahjálm í bjartri hetjusýn. f suðri glitrar sól á vatnið bjarta og söngur þrasta fyllir birkilund. Hér við br.jóst míns lands, við landsins hjarta lífsveigar drekk eg helga morgunstund. HÖRÐUR ÞÓRHALLSSON.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.