Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 24
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Páll V. G, Kolka: ÞINGEYRAKIRKJA EG HEF stöku sinnum á ævinni jorðið furðu lostinn yfir mikilleik mannanna verka. Svo heillaður varð eg og agndofa yfir síkvikri og marglitri ljósadýrðinni á Times Square, fyrsta kvöldið sem eg steig þangað upp úr 'neðanjarðarstöð fyrir 35 árum síðan, að mér lá við að fara mér að voða í umferðinni, enda máttu Ijósaauglýsingar þá heita óþekkt fyrirbrigði austan hafs. Ekki fannst mér verulega til um hæð skýjakljúfanna í New York fyrr en mér varð reikað inn i Broad Street, stutta götu, sem er þrengri en Austurstræti í Reykja- vík, útsýnislaus til beggja enda, en umgirt 20—30 hæða húsum. Þar var undrurt mín ekki laus við ugg eða óhugnun. Aftur á móti var furða mín uppljómuð af hljóðri hrifningu, þegar eg stóð löngu seinna frammi fyrir „Varðliði“ Rembrandts í Mauritshuis í Haag. Eg hvíldist sæll í töfraljóma og dularfullu rökkri þessa óviðjafn- anlega málverks, gat varla slitið mig frá því og missti því af að sjá aðrar myndir þessa merkilega safns. Eg held, að allar þessar tilfinn- ingar hafi verið samanblandaðar í undrandi huga mínum, þegar eg kom fyrst til Þingeyrakirkju, sjö eða átta ára gamall snáði. Eg hafði haft hana fyrir augum mér úr fjarska frá því eg fyrst man eftir, því að hún stendur hæst á riman- um milli Húnavatns og Hóps og var tahn sjást úr sjö hreppum, en nú eru þeir víst tíu, því að sumum hreppunum hefur verið skipt. Við Páll V. G. Kolka gengum heim að kirkjunni utan fyrir túngarðinn og eg virti hana ekki verulega fyrir mér fyrr en eg var kominn fast að henni, hef lík- lega verið önnum kafinn við að heilsa öðrum kirkjugestum. Þegar eg stóð undir kirkjuveggnum og keyrði höfuðið á bak aftur til þess að sjá upp eftir turninum, var eg sleginn uppblöndnum grun um eitthvað máttugt og mikilfenglegt, sejn allt hversdagslegt væri lítið og lágt í samanburði við. Þung og hrjúf blágrýtisbjörgin í þykkum veggjunum urðu mér tákn þess, sem hlyti að standa að eilífu ó- haggað, löngu eftir að allir torf- bæir væru orðnir að vallgrónum tóftarbrotum og jafnvel verzlunar- húsin á Blönduósi fúnuð til agna. Inni í kirkjunni dróst athygli mín að blárri hvelfingunni með sm- um þúsund gylltu stjörnum og að altaristöflunni, sem boglínur hvelf- ingarinnar og veggjanna sveigðust að, en sjálf var sem hlið inn í dul- arfullan helgidóm, með sínum ala- bastursmyndum, gyllingu og skæru htum. Það var eins og aukið ör- yggi í því að sjá guðspjallamenn- ina, standandi með stórar bækur í höndum á stöllum predikunarstóls- ins. Þeir voru góðlátlegir og al- skeggjaðir, ekki ólíkir gömlu bænd unum, sem komu á hreppaskila- þingið heima, þrátt fyrir gyllt og marghtuð klæði sín. Ef til vill eiga áhrifin frá þess- ari kirkjuferð minni sinn þátt í því, að mér hefur alltaf fundizt sú trúarskoðun lágkúruleg, sem mjög hefur verið í tízku um mína daga, að Guð sé eins konar góðlátlegur afi, sem hægt sé að gera sér dælt við og toga í skeggið á. Eg stend enn eins og undrandi og uggandi barn frammi fyrir tilveru, sem hlaðin er úr blágrýtisbjörgum harðra og hrjúfra náttúrulögmála, óbiíanlegra og óbreytanlegra, þótt mannanna verk molni og verði að dufti. Sú tilvera hlýtur að vera uggvænleg hverjum hugsandi manni, nema hann geti trúað því, að hún sé aðeins ytra borð must- eris, þar sem lotningaríullar kyn- slóðir geta leitað sér hugsvölunar, enda þótt þær táknmyndir, sem mennirnir hafa fyrir augum og eiga að túlka leyndardóm þess, taki nokkrum breytingum við ald- anna rás. ★ Á síðasthðnu hausti átti Þing-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.