Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 35

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 35
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 69» Jólasveinn á Labrador Effir H. R. Forbes að ef einhver setji logandi kertis- stubb á kork, og láti svo korkið fljóta á vatni, þá geti hann af því hversu ljósið helzt Iengi lifandi, ráðið hve langra lífdaga honum muni verða auðið. Á Þýzkalandi hella ógiftar stúlkur sums staðar bræddu blýi í kalt vatn, og ráða svo af þeirri mynd sem blýið tek- ur, hverja iðn maðurinn sem fyrir þeim liggur að giftast, muni hafa. Eftir þýzku þjóðtrúnni hafa draumar aldrei eins mikla þýð- ingu eins og á jólanóttina. Eftir því sem veður er einhvern einstak- an dag af hinum þrettán jóladög- um, má ráða hvernig veður muni verða vissa kafla af árinu; eftir hverjum einstökum jóladegi má spá um veðráttu á einhverjum einstökum kafla ársins. Alveg sams konar trú er hér á landi; þannig er þrettándanóttin stundum kölluð „draumnóttin mikla“. Eftir veðrinu á jóladögunum má og spá um veðr- áttufar og ýmislegt fleira, árið um kring; það sýna meðal annars hin- ar gömlu Jóla-skrár. Eins og ár- ferðið var bundið við blótin á jól- unum, þannig er og árferðið í þjóð- trúnni síðar á tímum bundið við jólin, þótt það sé nokkuð á annan veg. Eins og geta má nærri urðu margir yfirnáttúrlegir hlutir á jól- unum, mörg tákn og stórmerki, þegar guðirnir voru á ferðinni og heimsóttu mennina. f þjóðtrúnni er mikill fjöldi af undrum og yfir- náttúrlegum hlutum, sem verða um jólin, einkum á jólanóttina. Það er almenn trú á Norðurlöndum og Þýzkalandi, að þá verði allt vatn að víni á einu augnabliki. Allir urðu að vaka hina helgu nótt. Það var trú manna á Þýzkalandi, að það væri ekki einungis mennirnir, sem vektu á jólanóttina, heldur öll náttúran, allt dautt og lifandi. Sums staðar var siður að ganga út í garðinn og hrista ávaxtatrén og Á HVERJU SUMRI, þegar ég sigli frá Quebec „niður“ til Labrador á litla strandferðaskipinu, sem held- ur uppi samgöngum milli Quebec og Fagureyarsunds, er það mitt fyrsta verk að heilsa upp á gamla skipstjórann, er um fjölda ára hef- ir flutt fólk og farangur yfir hinn sollna flóa, án þess að hlekkjast nokkru sinni á. Mér er glatt í skapi og ég segi honum frá því hvað ég hlakki mik- ið til að dveljast um tíma meðal frumbyggjanna þarna norður í ein- angruninni. En þá hvessir hann jafnan á mig augun og segir: „Ojæja, jæja — er það svo — er það svo? En það segi ég þér, að ef þú ert að fara til Labrador þér til skemmtunar, þá ferðu beint til skollans þér til dægrastyttingar“. Þeir á Nýfundnalandi segja um Labrador: „Þetta er hræðilegt land. Þar hrynja menn niður úr hungri“. Eg efast um að fyrra atriðið sé rétt, en ef hið seinna er rétt, þá er það aðeins að kenna fyrirhyggju- leysi þeirra Nýfundnalandsmanna, sem þangað fara. Hið sama má segja: „Sof þú ekki, tréð mitt gott, frú Holda er komin“. Víða er og sú trú til, að dýrin tali; hér á landi tala kýrnar á þrettándanótt, eða nýársnótt. Þannig mætti nefna mörg fleiri undur. En mörg af þessum undrum eiga án efa með- fram uppruna sinn í kristindómin- um og sum að öllu leyti, t. d. að kirkjugarður rísi o. fl. öll náttúr- an fagnar og gleðst og allir fjötrar losna við komu frelsarans. , segja um hverja þá menn, sem ana út í óbyggðir af fullkomnu fyrir- hyggjuleysi. Vilhjálmur Stefánsson hefir sagt: „Það er aldrei nein hætta á ferðum ef leiðangur er vel útbú- inn“. Labrador er enn sama ókunna undralandið eins og það var, þegar Jacques Cartier fann það fyrst 1535. Það er hrjóstrugt og byggð aðeins á strjálingi með ströndum fram, því að enginn hefir dirfst að ferðast um þessa miklu víðáttu írá norðri til suðurs, eða austri til vest- urs, enda verður þarna ekki ferð- ast nema á bátum á sumrin og hundasleðum á vetrum. Þetta er land, þar sem fjöllin hafa engin nöfn, og enginn veit hvert árnar renna. Sá sem fer „niður“ til Labrador, verður að gleðja sig við eitthvað annað en menninguna. Hann verð- ur að leita einhvers annars sér til hugarhægðar, heldur en að horfa á skóga, freðmýrar og hreindýra- mosa. Hann verður að taka storm- um með jafnaðargeði, þoku og skorti á öllum nauðsynjum, því að það fylgir hinu daglega lífi. En hann verður að leita sér huggunar og gleði hjá náttúrunni, litskrúði skóganna, lofts, lands og lagar. Og á nóttunni verður hann að upp- götva fegurð himinsins, stjörnurn- ar og hin bragandi norðurljós, sem Eskimóar kalla „sálir framliðinna að leika sér“. Það er sagt að ég sé óþýður í viðmóti og hranalegur, óþjáll og berorður. Hvort sem þetta er satt eða ekki,1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.