Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 26
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1 klrkjunni er hvelfing, blámáluð, með 1000 útskornum, gylltum jstjörnum. Kórgaflinn er bogadreg- inn að innan, en með hornsneið- ! ingum að utan. Fimm gluggar eru á hvorri hlið, hver með 100 rúðum, en yfir dyrum er kringlóttur gluggi með 19 tíglarúðum. Kirkjan er í rómönskum stíl, sviphrein og látlaus ið ytra, eins og meðfylgj- andi mynd sýnir. Það, sem setur svip á húsið að innan, eru þó ekki síður þeir ágætu forngripir, sem það prýða og flestir eru úr eldri Þingeyrakirkjum. Ber þar fyrst að nefna gotneska altarisbrík með alabastursmyndum, talin ensk smíði frá því um eða eftir 1400, og er því frá því fyrir siðaskipti. Sjálf- sagt hefur hún verið með hliðar- vængjum, enda herma munnmæli, að eitt sinn hafi átt að senda hana til útlanda, vængirnir verið af henni teknir og bundnir í klyfjar, en slitnað niður af hestinum og brotnað, og hafi þá verið hætt við að senda miðstykkið. Bríkinni er skipt í þrjá aðalreiti, og eru í þeim höggmyndir af húðstrýkingu Krists, krossfestingu og upprisu. Ásgeir lét bæta ofan á hana boga- dreginni burst með útskorinni og málaðri mynd af himnaförinni, en setja útskorinn rósabekk utan um hana alla. Það verk mun vera eftir Guðmund Pálsson „bildhöggvara". Lárus Gottrup lögmaður, sem var sýslumaður og kiausturshald- ari á Þingeyrum 1684—1721, auðg- aði kirkjuna að ágætum gripum og eru þeirra mestir predikunarstóll í barok-stíl, með bílætum Krists og guðspjallamannanna og mjög skrautlegum himni yfir, og and- spænis honum áttstrendur skírn- arfontur, einnig með himni yfir og með þykkri silfurskál á stærð við þvottaskál. Á hliðum hans eru mál- verk af atburðum úr ritningunni, fjögur úr gamla testamentinu og önmir fjögux úx því nýja. Á hima- inum er að auki þessi áletrun: Denne Fundt Hafver Edle og Welviise Hr. Laugmand For Nord- en og Westen Paa Island Lavritz Christensen Gotterup og Hans Kienste Cathrinae Peters Forært Tingöre Closters Kirke Til Nötte og Beprydelse Anno 1697. Á predikunarstólnum er svo- hljóðandi áletrun: Dene Predickstaael hafver vel- ædle velvýsse Laugmand For Nord -en og Westen Paa Island Lavritz Christensen Gottrup forært til Guds Huusis Prydelse paa Tingöre Closter Anno 1696. Þær voru skrítnar réttritunar- reglurnar um 1700, ekki síður á donskunni en á íslenzkunni. Jóhann Gottrup, sonur Lárusar lögmanns, var ættleri, en þó hefur hann gefið kirkjunni kaleik, patínu og vínkönnu, allt ár silfri, því þessa gripi á kirkjan og eru þeir með fangamarki Jóhanns. Bjarni Halldórsson, sem var sýslumaður og klausturhaldari á staðnum, hefur gefið kirkjunni vandað altarisklæði, því að það er með fangamarki hans og ártalinu 1763. í kirkjunni eru tveir gamlir ljósa -hjálmar og messingsskildir með Ijósastikum fram með veggjum. í henni er söngloft fyrir vesturgafli og á milli píláranna á því voru áð- ur bílæti Krists og postulanna, skorin úr tré. Þau höfðu áður stað- ið yfír kórskilrúminu í gömlu torf- kirkjunni, sem Björn Ólsen reisti 1819, en áður var þar timburkirkja, sem Gottrup hafði látið byggja. Hermann Jónasson, sá að mörgu leyti ágæti maður, sýndi kirkjunni litla ræktarsemi, þegar hann bjó á Þingeyrum 1896—1905, og seldi Jóni Vídalín konsúli postulana. — Þeir eru nú í Vídalínsdeild Þjóð- minjasafnsins. Kirkjan hafði einn- ig átt nokkuð merkilegra bóka, þar á meðal bsekux, sem gefnar hoföu verið henni frá Englandi að til- stuðlan Guðbrands Vigfússonar, en þær seldi Hermann einnig. Mun f járskortur hafa ráðið, því að Her- mann var jafnan fátækur og barð- ist í bökkum með að greiða kaup- verð Þingeyra. í gamla kirkjugarðinum á Þing- eyrum voru legsteinar margra merkra manna, svo sem BjÖrns Ól- sens umboðsmanns, Runólfs Magn- úss Ólsens alþingismanns, sonar hans, Jóns kammerráðs á Melum, Bjarna sýslumanns Magnússonar, Jósefs Skaftasonar læknis, séra Jakobs Finnbogasonar og Ólafs alþingismanns Jónssonar á Sveins- stöðum, ásamt kvenna þeirra. Lang -merkilegastur er þó steinn Gott- rups lögmanns og konu hans, sem lá flatur á leiðinu að þeirra tíma sið. Hann er um 170 sm. á hvern veg, með skjaldarmerkjum þeirra hjóna og táknmyndum guðspjalla- mannanna, auk allmikillar áletr- unar. Þessi steinn hefur nú verið tekinn upp og grópaður inn í einn vegg forkirkjunnar. Þar er og yfir dyrum spjald, sem útskorið er á þetta vers úr passíusálmunum: Þá þú gengur í Guðshús inn. (Nr. 569 í nýju sálmabókinni). Ásgeir Einarsson kvað kirkjuna eiga að vera minnisvarða sinn og vildi því ekki neinn stein á leiði sitt. Það er nú týnt, því að sléttað var yfir gamla kirkjugarðinn, en minning þessa ágæta höfðingja og hugsjónamanns mun lifa, meðan kirkju hans sér stað á Þingeyrum. Það er til merkis um, hve Ás- geir vandaði til kirkjusmíðarinnar, að hann fékk ýmsa beztu smiði til, sem völ var á hér á landi. Má þar fyrst nefna Sverri Runólfsson steinhöggvara, sem var fyrsti lærðí múrsmiðurinn hér á landi, mjög vel að sér í starfsgrein sinni og áhugasamur um ýmsar nýjungar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.