Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS €81 ofan af brún á skerinu á Helli, en þeir tveir, sem eftir voru, fóru nið- ur sama veg og þeir komu upp. Þessi aðferð mun hafa verið í gildi lengi. Seinna var uppgángan á sker- ið með þeim hætti, er hér er lýst og hélst fram um aldamótin síð- ustu, er lagður var vegur, er svo var kallað, þangað upp. Lent var við Steðjann og haldið upp Steðjabringinn, sem er um 3 faðma. Upp af Steðjabringnum er langur bekkur, sem kallast Bæna- bringur. Þar krupu göngumenn og lásu fjallgöngubænina og Faðir- vorið, áður lagt var í hina eigin- legu uppgöngu, sem eigi var fær utan allgóðum fjallamönnum. Upp úr Göngunum svonefndum, sem eru um 16 íaðmar á hæð, var kom- ist upp í Súlnabæli svokallað, sem er silla eða bekkur, eigi stærri en svo, að fimm menn geta setið þar, en hengja verða þeir fæturna fram- aí, síðan var gengið á affláan bekk um það 2 faðma með tveim höld- um. Næst tók við dálítill vegar- spotti, sem kalla mátti vel færan, þótt iægi utan í háu bergi, og nú komið undir Hellu. Er þar eins konar þrep í standberginu og áður farið væri út á Hellu, var safnast saman í htlum kór. Frá Hellu er komið á neðsta Jappa, og er nú hálínaður vegurinn upp á Súlna- sker. Þeim sem fyrstuf fór lyptu hinir upp og fór hann með band og upp á Mið-Jappa, setti bandið fast og komust hinir upp á bandinu. í Efsta-Jappa fóru tveir með bandið og sátu undir og gengu hinir upp og höfðu stuðning af bandinu. I Tómasargili eru höggvin spor og úr grasgýpnum efst í gilinu er loks komið upp á Súlnasker. Hryggur gengur eftir endilöngu skerinu og hallar út af báðum megin. Sagt er um Súlnasker, að með engum hætti gætu ókunnir ráðið í af eigin reynd, hvar ganga skyldi upp. Súlubreið- ur kallast súlubyggðirnar uppi á Súlnaskeri, Útsuðursbreiða er stærst, Útnorðursbreiða og Land- norðursbreiða. Fýlabyggð er einn- ig mjög mikil þarna uppi og lunda- byggð og graslendi allt mjög út- grafið. Svartfuglinn verpir utan í standberginu og eggjatekja mikil í Súlnaskeri. SÚLNASKER liggur % viku sjávar suðvestur frá Stórhófða. Það er í lögun eins og kista 225 fet á hæð og stendur á 60—80 feta háum stólpum eða súlum og milli súln- anna eru háar hvelfingar. Göngin undir Súlnaskeri eru krossmynduð og ma róa um suðurklofninginn, en suðurdyrnar eru svo þröngar að eigi verður komist um þær, stór hlein er og þar þröskuldur í vegi. Inni í hvelfingunum bergmálar og dunar allt umhverfis, þunganiður hafsvelgsins, sem hamast undir bjargrótum, leggst fossaföllum þyngra, þótt lognsléttur sé sær- inn á yfirborðinu. Minnsta áraglam gjörir boð á undan sér og verður af „hlunkum, dunkum". Bjarg- búinn sýpur hveljur og á svip- stundu fuðrast upp í fuglabyggð- unum, allur skarinn hefur sig til flugs með sterkum vængjatökum og hvítmagar eyjan í blikandi vængjakófi og fjaðrafoki. Upp af háeynni rísa hvítklæddar vofur og breiðist strókurinn út yfir loftsnaf- irnar. Hver súluhópurinn af öðrum lyftir sér á blakandi vængjum á loít, og liggur nærri að bregði fyrir sólu þegar mökkurinn er þykkast- ur. Fuglarnir leika listir sínar og steypa sér úr háa lofti niður í sjó, eða hendast í loftköstum inn á bæl- in. Hver furðusjónin rekur aðra og eftirminnileg verður hverjum og einum koman í Súlnasker, þar sem skerklerkurinn býr. Allir hafa á meðvitundinni, að hann sé nálæg- ur, ósýrúlegur þó, en viöbúiaa aS forða grandi, sem henda kynni á langri ferð yfir sæinn og í haettu- legum hamraflugum. VEGUR var lagður upp á Súlna- sker eftir aldamótin síðustu, bolt- um slegið í bergið og festar járn- keðjur. Til að leggja veginn upp á skerið voru veittar 50 krónur úr umboðssjóði. Vegurinn ef veg skyldi kalla, var endurnýjaður fyr- ir allmörgum árum, því festar allar voru orðnar ónýtar af ryði. Hinni gömlu hefð Súlnaskers er enn eigi með öllu lokið þótt margt hafi breytzt í seinni tíð. Sá eða þeir er fyrsta sinni þreyta uppgöngu á skerið gerast útláta- menn og skyldir, auk offursins til skerprests, að halda félögum sínum í hópi göngumannanna fagnað, út- látaveislu -svokallaða, þegar heim voru komnir úr fræknisför, ris- meiri eftir en áður í sínu mannfé- lagi. Tveir merkir enskir ferða- langar höfðu fregnir af Súlnaskeri, voru hér á veiðitíma, um aldamót- in síðustu og vildu ekki vera eftir- bátar annarra, offra skerpresti og finna náð hjá honum. Náðu þeir að komast slysalaust upp og ofan af Súlnaskeri með góðri aðstoð sker- góngumanna, er þeir síðan héldu útlátaveislu og sinntu einnig að öðru leyti fornum venjum góngu- manna og höfðu seinna frá ýmsu að segja héðan af fjallaferðum og bjargfuglatekju, er lítt þótti frá- brugðið háttum fyrrum og jafnvel nú í Færeyjum og Orkneyjum og öðrum eyjum undan Skotlands- ströndum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.