Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 29
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS <mm. Aaingarstaður u£ náttból Eskimóa á íerualagl. Nœstu nágrannar vorir Hugmyndaflug Eskimóa Eftir Knud Rasmussen MYRKRIÐ skall á oss fyr en varði, og vegna þess að svört kólguský hrónnuðust upp í vestri, leituðum vér lands í dálítilli vík og slógum þar tjöldum. Það var ekki ráðlegt að leggja út á fjörðinn úr því að stórviðri var í aðsigi. Nýfallin mjöll þakti allt landið, en samt var óvenjulega dimmt. Um daginn hafði verið hvöss aust- anátt og hún hafði sópað öllum borgarísnum úr firðinum út á Atlantshaf, svo að hvergi sá ís- mola og sýndist sjórinn því allur kolsvartur. Mikið skýafar var í lofti, og einstaka sinnum gægðist tunglið út úr skýarofi sem alira snöggvast. Birtist þá hið stórskorna landslag, en það hafði nú misst fegurð sína og var kalt og ógnandi. Hrikalega fjallatinda bar við há- loftið, nakta og ægilega. Stormur- inn hvein í gljúfrum og fjalls- eggjum. Það var sem náttúran væri að búa sig undir hildarleik, og óljós kvíði gagntók oss. Öldur tóku að brotna á hinum yztu skerjum. Það var bending til þeirra, er enn voru úti á sjó, að hraða sér til lands og leita skýlis áður en óveðrið skylli á. Enginn vissi hve lengi vér mund- um verða veðurteppt á þessari litlu ey, þar sem vér höfðum vahð oss náttstað til bráðabirgða. En öll vor- um vér sem gagntekin af dulmögn- um láðs og lofts. Myrkrið magn- aðist óðum og hjá öllum vaknaði þrá eftir ljósi. Af skyndingu var safnað saman sprekum og lyngi og brátt logaði eldur glatt í bergskorunni, þar sem vér höfðum leitað afdreps. En um leið og birtan kom og ylurinn frá báhnu, var sem martröð væri létt af oss. Það var sem öllum ógnum náttúrunnar hefði verið varpað á bálköstinn. Nú urðu menn skraf- hreyfir, en undarlegt var þó, að all- ar hugsanir vorar virtust snúast um það, sem vér vorum að forð- ast. Vér heyrðum undarlegt hvísk- ur og þrusk og andrúmsloftið var dulkynngi magnað. Það var sem vér heyrðum hjarta jarðarinnar slá, og nú skildi ég hvernig á því stóð, að Eskimói er aldrei einn, þótt hann leiti einveru inn á meðal fjall-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.