Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 38

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 38
698 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ljóssins hátíð fyrir 75—80 árum SKAMMDEGISNÓTTIN varð íslenzku þjóðinni skuggalöng. Um 3000 ára skeið átti hún ekki annan ljósgjafa en lýsislampana. Og þennan Ijósgjafa varð hún að spara svo mjög, að ekki var borið ijos í hús fyr en á gangnasunnudag, og farið að hátta í björtu i þi rralok. En á jólunum voru ljósin ekki spöruð, þá var ljóssins cg barnanna hátíð og sjálfsagt að hafa logandi ljós um allan bæ I'eim, sem lýsa bernskujólum sínum, verður því minnisstæðust blessuð jólabirtan. Og það er ekki lengra siðan að lýsislamparnir '•cru Ijósgjafar heimilanna, en svo, að allur fjöldinn af gömlu fólki man eftir þeim. — A árunum 1880—85 urðu tímamót hér á landi. pví að þá komu steinolíulamparnir fyrst til sögunnar. Þær jóia- nnnningar, sem hér birtast, eru frá seinustu árum lýsislampanna. 1 KELDUHVERFI Kristján Ásgeir Benediktsson rithofundur í Winnipeg, lýsti svo jólunum í Kelduhverfi þegai hann var að alast þar upp (1870—75): — Aðalljós var þá lýsisljós. Hval- lýsi, hákarlalýsi, sellýsi eða ein- hver lýsistegund var látin á lampa. Þeir voru úr járni eða eir, tvö- faldir, með langri vör, er fífukveik- ur var rakinn fram úr. Á baka til var hadda, sem innri lampinn skorðaðist á. í henni var sigurnagli, sem kræktur var í lampaásinn. Ásnum var stungið í gat á dyra- staf eða stoð; var það kallað lampagat. Lampinn var hafður eins nærri miðri baðstofu og unnt var. Þessi lýsisljós voru oft sára- dauf, loguðu illa, og oft lagði megna grútarfýlu af þeim um alla bað- stofu. Sumir brenndu kertum með. Gamlar konur sá ég búa til og brenna hjá rúmum sínum vælind- iskertum. í þeim var flot. Sumar höfðu krúsir fullar af feiti, stungu spýtu ofan í miðjuna, vafðri lér- eftskveik, og kveiktu síðan á; gáfu þessi ljós dágóða birtu. Eftir haustverk voru steypt kerti til hátíða og vetrarins. Þau voru venjulega steypt í strokk og kölluð „strokkkerti". Einnig voru búin til hamskerti og krökkum gefin. Sumir bjuggu til klókerti og kóngakerti. Voru þau gefin á jóla- nóttina. Það var alsiða, að gefa öllum á bænum kerti þá nótt. Sum- ir fengu tvö, ef þeir höfðu óðrum fremur eitthvað ljósvant að starfa Á jólum var ætíð framreitt laufabrauð (þrjár kökur fyrir kon- una, en 5—6 handa karlmannin- um) Það var fallega laufað og út- skorið, og áttu sumir þessar laufa- kökur til þrettánda dags jóla. Sum- ir bjuggu til brauð, sem kallað var jólakakan. í þá köku þurfti að hafa rúsínur, annars gat hún ekki heitið jólakaka. Það var siður að byrja guðs- orðalestur fyrst af öllu á stórhátíð- um. Þá var fagurlega sungið og oft iesnir tveir lestrar í einu og sungnir þrír eða fleiri sálmar. Þá bænt síg lengi, síðan signdi hver sig í nafni þrenningarinnar. Þar á eftir voru enn lesnar bænir þul- ur og vers. Loks ávarpaði lesarinn fólkið með þessum orðum: „Guð gefi oss góðar stundir og gleðilega hátíð". Var honum þá þakkað fyrir lesturinn með handabandi, og svo tókust allir í hendur og sögðu: „Guð gefi þér góðar stundir". — Sumt fólk, einkum eldra fólk þakkaði fyrir lesturinn með kossi og bauð góðar stundir með kossi. Eftir lesturinn var fólkið þögult og spakt nokkxa stund, þar til hús- Einar Jónsson: Jólaljósið freya gekk fram í búr og fór að skammta, og vinnukona eða bónda- dóttir bar fólkinu hátíðamatinn Hverjum var skammtað á einum diski, einum sér. Menn höfðu disk- inn á knjám sér meðan þeir borð uðu og snæddu með vasahníf eða tálguhníf. Sumir lásu borðsálm og borðbæn, en aðrir létu nægja að signa sig og biðja Guð að blessa sér matinn. Meðan fólkið var að borða, var talað um ýmislegt, en þó með spekt og fjálgleika. Gamalt fólk talaði mest um fæðingu frelsaran» og gamla presta sem það þekkti og því þótti vænt um. Þegar búið var að borða, kom kaffið í allri sinni sykur-, rjóma- og brauðdýrð Þegar áti og drykkju var lokið fóru þeir, sem pössuðu fjósið að gefa kúnum og mjólka þær. Sumir sögðu að þær töluðu mannamál á jólanóttina, en aðrir sögðu að þær

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.