Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 18
678 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hönd vofunnar Saga eftir Selmu Lagerlöf STUNDU eftir miðnætti var dyrabjöllu læknisins hringt. Fyrstu hringingunni var ekki sinnt, en önnur og þriðja hringing sýndi, að gestinum var bláköld al- vara, og þá fór Karín hjá lækn- inum út um óæðri dyrnar til þess að komast að, hvað um væri að vera. Og þegar Karín hafði þæft um erindi gestsins um stund án árangurs, komst hún ekki hjá að kvæmt með mesta hraða, eftir því sem kraftar til voru. Töluverðan spöl máttu þeir róa út, til að komast fyrir ísoddann, sem kominn var milli lands og skers, en úr því var auður sjór inn að Araskerjum. Þegar þang- að kom var gaddís upp í Stöð, og mátti setja eftir honum. En til þess voru þeir félagar naumast færir. Þá vildi svo vel til, að um sama leyti lenti þar bátur sem um morg- uninn hafði farið úr Skarðsstöð inn í Ásmóðarey að sækja kindur. Þeir hjálpuðu hrakningsmönnum til að setja. Á vöku um kvöldið komust allir heim með hvíldum, nema Jón sem fatlaðist, hann varð að reiða heim. Hinir allir voru óskemmdir, nema lítið eitt kaldir á fótum flestallir. Daginn eftir var kominn norðan hörkugarður, sem helzt fram undir jól. Og ekki varð komist í Ólafseyar fyr en á gamlárdag. Leið þar þá öllum betur, en við var búist. í rúman hálfan mánuð hafði það fólk, er þar var, verið matarlaust, nema lítinn dropa úr kú, er þar var. (Handr. Lbs. 2705, 4to). vekja lækninn. Hún fór og drap á dyr á svefnherbergi hans. „Það komu skilaboð frá heit- konu læknisins. Læknirinn verður að vitja hennar.“ „Er hún veik?“ var spurt inni fyrir. „Þær vita ekki almennilega, hvað er að henni. Þær halda jafn- vel, að hún hafi séð eitthvað ó- hreint.“ „Segðu, að ég komi að vörmu spori og biðji að heilsa.“ Læknirinn spurði einskis frek- ara, hann kærði sig ekki um að heyra griðkvennaraus um heitmey sína. Það er kynlegt með þessa hjá- trú og hindurvitni, hugsaði hann, meðan hann fór í spjarirnar. Húsið stendur í miðri borginni, og því fer fjarri, að það sé rómantískt. Það er ósköp hversdagslegt, gam- alt hús og tilhögun innanstokks svipuð og í öðrum húsum í þessu hverfi. En þó hefst þar við vofa, segir fólk. Hefði húsið hins vegar staðið við skuggalegt sund — eða dálítið fyrir utan borgina í fornum trjá- garði, þar sem forynjuleg tré lemdu rúðurnar á hvassviðrisnótt- um eins og nú í skammdeginu, hefði vel verið hugsanlegt, að ein- hver skrýtni fylgdi húsinu. En húsið stóð reyndar við breiða götu, sem náði allt fram að höfn- inni og sjónum! Og kirkjan og sparisjóðurinn og hermannaskál- inn og sykurverksmiðjan voru auk þess þar í grenndinni! Hefði ekki mátt ætla, að sykurverksmiðj- an með öllum skarkalanum og mallinu og stóru, glóandi gufu- pönnunum hefði dregið úr reiih- leikanum? Og þó — það var öðru nær. Að vissu leyíi mátti dást að þess- um reimleika. Það var þrautseigja í honum, furðuleg þrautseigja og geta, að læsa sig fortakslaust i hugskot fólks. Fólk viðurkenndi að vísu að vofunnar hefði ekki orð- ið vart í tuttugu ár eða síðan Burmanungfrúrnar fluttust í þetta vofubæli. En hafði fyrsst að fullu yfir það reimleikaorð, sem á húsinu lá? Það kom nú ,í ljós, að aðems af því að Ellen hafði veikzt skyndilega, kom sá kvittur upp, að vofan hefði ekki lognazt út af. Að vísu var ekki útilokað, að eitthvað hefði skotið henni skelk í bringu. Það var líkast og hún hefði verið fyrirfram ákvörðuð til að sjá vofur við það að alast upp hjá þessum tveim tauganæmu, gömlu frænkum sínum. Og sjálf hafði hún sjálfsagt alltaf ætlað eða vitað. að reimt væri 1 húsinu. Þessi hugarburður hennar hafði ef til vill háð henni frá blautu barns- beini. Hún hafði víst ekki losnað við þessar grillur. þótt hún yrði uppkomin. í fyrsta skipti, sem hann var í sjúkravitjun hjá frænk- um hennar, hafði hún sagt við hann líkt og hún hældist um: „Hérna er reimleikaherbergið.“ Og hreimurinn í röddinni var rétt eins og hún innti frá stolti fjöl- skyldunnar. „Það kemur aldrei til mála að spila á spii í herberginu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.