Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 883 STAFBYRÐINCUR velja og hafna, en ef hún einhvem tíma gæti og vildi .. . Hann horfði steinhissa á hana. Var henni þetta ekki kvalræði? Ó, nei, nú fyrst var hún ekki lengur þrjózkuleg á svip, augnaráð henn- ar ekki lengur hvimandi. Hún sat grafkyrr og gapti og beið þess, að hann segði meira. Hann talaði um, hvernig hann hefði ætlað að búa í haginn fyr- ir þau og gat trútt um talað, og hann talaði um, hve hann hefði þráð hana. Hann talaði allt öðru vísi um þetta en hann myndi hafa gert fyrir hálfri stundu. En hann leit á þetta af öðrum sjónarhóli nú, þegar hann átti að missa hana. Hann gerðist miklu tungusætari en hann hélt, að hann væri maður tiL Samvistir við þýða og ástúðlega konu, já, einmitt með henni, virtist honum myndu verða unaðslegar, og það sagði hann henni. Þegar hann gekk fram og rétti henni höndina í kveðjuskyni, vökn aði honum enn um augu. Einmitt í þessum svifum var hún svo fögur, litaraft hennar varð aftur eðlilegt, kinnarnar rjóðar, hún var eins og nýútsprungin rós. Hún virtist eins glöð og væri hún sloppin heil á húfi úr lífsháska. Læknirinn hélt í höndina á henni og dró sínar ályktanir miklu hrað- ara en nokkru sinni fyrr. Auðvitað skildi hann sjálfan sig ekki tillíka. Hann var ekki framar hnugginn, enda var blátt áfram sem létt væri af honum steini. Unaðsleg sigurkennd þaut um huga hans. Aðeins með einu átaki hafði hann unnið ást hennar. Þess arna þurfti hún með, að hann færði henni heim sanninn um það, að honum væri hlýtt til hennar Ugglaust tók hann einbauginn og dró hann hiklaust á baugfingur hennar. „Gættu nú skynseminnar“, sagði hann, þegar hún vildi kippa PALINDROME eru kölluð þau orð. sem eru eins þótt þau séu lesin aítur á bak. Orðið er komið úr grísku, „pal- indromos", sem þýðir aftur á bak og áfram. Nöfn eins og Anna og Otto eru af því tagi. Sumir hafa leikið sér að því að setja saman langar setningar, eða vers, sem lesa má aftur á bak. Vers sem þannig eru, kallast „versus can- crinus“, eða krabbagangsvers. Sem dæmi um það má nefna: „Otto tenet mappam“ og „Signa temere me tangis", eða „Roma tibi subito motibus ibit amor“. Til eru þó enn flóknari orða- leikar, eins og „Sator arepo tenet opera rotas“. Þegar þessum orðum er raðað upp þannig: S A T O R A R E P O T E N E T O P E R A R O T A S þá kemur fram stafbyrðingur, sem hægt er að lesa á fjóra vegu, fram og aftur, upp og niður, og haldast jafnan hin sömu orð. Upphaflega hefir eflaust verið talið svo, að þessum stafbyrðingi fylgdi sér- stakur heilagur kraftur, því að hann er víða myndaður í fornum kirkjum í ítalíu, Frakklandi og Englandi, og sýnir það að einhver trúarhelgi hefir að sér hendinni og varna honum þess. „En“, anzaði hún. „Ég veit ekki, ég þori ekki...“ „Ja, hvort ég þori sjálfur", sagði læknirinn. „Ég hef aldrei verið sá fáráðlingur að hafna gæfunni". Hann gekk fram í forstofuna, fann þegar frakkann sinn og kom. aftur inn til þess að kveikja sér í vindli. „Vesalingur", sagði hann og pú- aði nokkrum sinnum fram úr sér reyknum. „Ert því nær bundin og fjötruð að elska mig, því að annað gæti orðið afdrifaríkt fyrir þig. Annars kæmi sjálfsagt krumla vof- unnar og kreisti úr þér lífið". Einar Guðumndsson þýddL á honum verið. En enginn veit nú hvað hann þýðir og hafa lærdóms- menn þó verið að glíma við hann öld- um saman. ítalskur fræðimaður, sem Panza hét, og var uppi á miðöldum. helt að hann ætti að tákna eilifðina og hið endalausa. Seinast hefir maður nokkur, Williams að nafni, raðað stöf- unum saman eftir vissum reglum og fengið þessa lausn: „Öro te pater, oro te pater, sanas“ en það þýðir: „Vér áköllum þig faðir. vér áköllum þig faðir, þú læknar“. Þessi stafbyrðingur barst til Is- lands fyrir löngu, og var alltaf kall- aður „Satorarepo" eftir upphafsorðun- um. En hér hlaut hann það hlutskipti að vera talinn galdur. Var hann til fleira en eins nytsamlegur. Hann var „brýnslugaldur“; skyldu menn rista stafbyrðinginn á brýni sín, og flug- beit þeim þá alltaf við sláttinn. Hann var „lækningagaldur"; ef maður fekk gulu, skyldi rista stafina á neglur hans, og hlaut honum þá að* batna. Hann var „músagaldur"; með því að nota hann gátu menn stefnt frá sér músum. Og til margs annars var hann nytsam- legur. Stafbyrðingur þessi var ein af þeim 80 galdramyndum og greinum, sem þeim Einari Guðmundssyni og Bjarna Bjarnasyni varð að brottrekstrarsök úr Skálholtsskóla 1664. Þóttist Brynjólfur biskup Sveinsson ekki geta haft þá ' skólanum vegna galdraiðkana. Urn það segir Steingrímur biskup í 6. bindi af ættartölum sínum, að 26. galdurinn, sem þeir félagar voru kærðir fyrir, hafi verið „músastefna með manns- rifjum, særður djöfull í fullu trausti Þórs og Óðins með versi: Sator arepo“. Það er gott dæmi um hvernig hjá- trúin var hér á landi á 17. öld, að heilagur staðbyrðingur, er hlýða þótti að hafa greyptan inni í höfuðkirkjum, skyldi vera orðinn að römmum galdri á íslandi og íordæðuskapur að hafa hann um hönd.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.