Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 44

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 44
704 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ulafur Noregskonungur Friðrik Danakonungur Gústav Svíakonungur sín eigin börn", svelgi formælendur sína, og svo fór hér. Alexander de Beauharnais var kærður fyrir gagn- byltingar starfsemi og hnepptur í varð- hald. Hann var síðan dæmdur til dauða og tekinn af lífi. Hin fráskilda kona hans var þá einnig grunuð um gagn- byltingar starfsemi. Hún var tekin :höndum og flutt í fangelsi Karmeliter- klaustursins í París. Svo var hún 'dæmd til dauða og skyldi hálshöggv- 'ast. Þegar hún skyldi flutt á aftöku- gtaðinn, leið yfir hana, og var aftök- unni þá frestað. En þá „át byltingin hin önnur börn sín", Robespierre og Jakobína, og fyrir það hélt hún lífi. NÆSTU árin átti hún heima í París ásamt börnum sínum. Þau voru 11 og 12 ára gömul þegar faðir þeirra var tekinn af lífi. Skelfingar byltingarinn- ar gleymdust smátt og smátt og greifa- frúin tók mikinn þátt i samkvæmislifi borgarinnar. í einu af þessum sam- kvæmum kynnist hún Bonaparte hers- höfðinga. Hann var þá 26 ára gamall, sex árum yngri en hún. En um það er ekki að orðlengja, að hann heillaðist af henni og þau giftust. Skipti hún þá um nafn og kallaði sig Josefinu upp frá því. Þau voru 13 ár i hjónabandi og þar sf var hún fimm ár keisaradrottning. En Napoleon skildi við hana og fann henni það til foráttu, að hún gæti ekki alið sér barn. Hún lifði 4 ár eftir það — nógu lengi til þess að sjá keisara- veldinu steypt og Napoleon fluttan 1 útlegð til Elbu. Þá hélt hún að allt væri hrunið og börn sín ættu enga framtíð fyrir sér, því að Napoleon hafði gert þau að kjörbörnum sínum. Hún dó södd lífdaga árið 1814 og var þá ekki nema 51 árs að aldri. Napoleon hafði þó séð báðum börn- um hennar vel farborða. Þegar Hort- ense var 18 ára gömul gifti hann hana Louis bróður sínum, en hann varð fjór- um árum seinna konungur í Hollandi og hún drottning. En hjónaband þeirra varð mjög ógæfusamt. Sonur þeirra varð forseti Frakk- lands 11 árum eftir að Josefína dó, og 4 árum seinna varð hann keisari og tók sér nafnið Napoleon III. Hann varð seinna að hröklast frá völdum og varð landflótta til Englands og þar andað- Boudouin Belgakoauagur ist hann. Einkasonur hans féll 1 liði Breta í Afríku, og þar með var lokið sögu þeirrar greinar ættarinnar. EN FRÁ Eugen Beauharnais, syni Jose- fínu, er mikill ættbogi kominn. Napó- leon mikli hafði gert hann að fursta og Josefina bjóst við að hann mundi taka við völdum í Frakklandi eftir Napol- eon. Ævi hans átti þó að verða öll önn- ur. Hann varð fyrst varakonungur i Italiu og kvæntist Agústu prinsessu, dóttur konungsins í Bayern. Þegar Napoleon féll frá, urðu flestir ættingjar hans landflótta og nutu lítillar virð- ingar. Svo var ekki um Eugen. Hann fluttist frá ítalíu til Bayern og naut þar mágsemdar. Konungurinn, tengda- faðir hans, gerði hann að fursta. Var hann nefndur hertogi af Leuchtenberg og réði yfir litlu furstadæmi, sem hét Eichstátt. Þau hjónin eignuðust 6 börn. Jósef ína dóttir þeirra giftist sænska krón- prinsinum, er seinna var Öskar I. kon- ungur, og þannig er Gústaf Svíakon ungur kominn af Tascher á Martinique. En hvernig eiga þá Dana og Noregs- konungar ætt til hans að rekja? Drottning Friðriks VIII konungs ! Danmörku var Louise dóttir Karls XV. Svíakonungs. Hún var því barnabarna- barn Eugens Beauharnais. Synir þeirra voru Kristján X. Danakonungur, faðir Friðriks IX., sem nú er konungur í Danmörk, og Hákon Noregskonungur faðir Ólafs núverandi Noregskonungs. Þeir «ru því báðir 6. ættliður frá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.