Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 14
«74 LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN3 inn, sem hann kallar mig, hefur gengið fram af honum, og mér finnst það hrós- yrði. Einhvern tíma þennan dag dregur Haraldur upp úr vasa sínum lykilinn að hótelherberginu, þar sem hann bjó 1 Savonlinna. Honum hefur gleymzt að skila lyklinum við brottför sína. Öll* um viðstöddum verður þetta atvik hlát- ursefni. Áfram er siglt dag allan norður vötn- in. Skipið Heinavesi I. smeygir sér í ótal bugðum um örmjó sund, krækir fyrir nes, fer inn í voga. Hvað eftir annað staðnæmist það við skipastiga, á meðan vatnsborðið er hækkað. Sums staðar eru einmanaleg timburhús á ströndinni og fólk úti fyrir þeim á ferli. Annars eru skógarnir nálega tak- markalausir. Þar sem þeir og vatna- fletirnir mætast er víða töfrandi feg- urð, þunglyndisleg, tregablandin. Lit- brigðin eru nálega óteljandi, einkum þegar kvölda tekur. Þá lygnir líka aiveg. Skuggarnir af grenitrjánum lengjast, teygja sig út á blikandi vatns- flötinn' Flest ferðafólkið stendur sem agndofa á þilfarinu við borðstokkinn, mælir í hljóði eða alls ekki. Kunn- ingja- og vináttubönd styrkjast við þessa látlausu fegurð og leyndardóms- fullu kyrrð, en einnig af því, að sam- verustundunum er senn að verða lokið. „Eg heyri sagt, að þú sért að þýða William Blake“, segir Jóhannes Edfelt við mig, sem nokkrum dögum áður hafði trúað öðrum vini fyrir þessu of- dirfskufulla tiltæki mínu. „Eg dáist að þér fyrir það.“ „Þú segðir annað, ef þú sæir öll mín ^jnistök,“ svara eg. „Hver og einn verður að takast á hendur örðug viðfangsefni. Af þeim vex hann, en engu öðru.“ Svo skiptumst við á nokkrum orðum um William Butler Yeats og erum sam- mála um ágæti hans, líkt og Blakes. „Lestu þýzku?“ spyr Jóhannes. „Dálítið", svara eg. „Þekkirðu Hölderlin og Rilke?“ „Lítillega, en Hermann Hesse miklu rneira." ',,Þú ættir að glíma við Hölderlin. Eg held nann væri við þitt hæfi.“ Svo stingur hann upp á því, að við skiptumst á bókum. Þannig og því um líkt blanda ferða- félagarnir geði saman. Og þó er víst miklu fleira látið ósagt. A einum viðkomustaðnum fara þau Talliivjat og kona hans ; land. Þau hafa Skíðastökkbraut hjá Kuopio verið hinir skemmtilegustu ferðafélag- ar. Allir eru víst orðnir þreyttir, þegar s/s Heinavesi I. leggst við bryggju í Kuopio klukkan 10 um kvöldið. Og þó geta fæstir stillt sig um að taka sér skemmtigöngu í kvöldsvalanum, áður en lagzt er til hvíldar. Morguninn eftir voru Elster-hjónin horfin úr hópnum, komin áleiðis til Osló. Því miður gafst mér ekki tæki- færi að kveðja þau, en eg fékk frá þeim góða kveðju. Líkt og stígandi er í vel heppnuðum sjónleik, svo gerast atburðir ferðalags- ins með auknum hraða, eftir því sem á líður. Fyrir töfraáhrif frá Yrjö Soini, sem veitir öllum örugga forsjá eins og bezti faðir, hefur nú borgarstjórinn í Kuopio tekið ferðafólkið að sér. Og stigið er upp í vagn klukkan 10 árdeg- is til að skoða bæinn. Óskiljanlega mikil fræðsla er létin í té á þeim tæpu tveim tímum, sem ekið er um göturnar og numið staðar, þar sem hið merkileg- asta ber fyrir augu í þessum 37 þúsund ibúa bæ — eða hvað þeir eru nú marg- ir, eg get ekki munað það með vissu. Hitt er víst, að bærinn er í örum vexti: Verið er að reisa íbúðarhús, spítala og verksmiðjur. Þúsundir manna voru fluttar úr Viborgarhéraði, þegar Rússar fengu það, til Kuopio, eius og svo margra annarra staða í Finnlandi. Ein gatan heitir Svíþjóðargata, því að Sví- ar gáfu öll hús við götuna. Álengdar sést lítil kirkja, talin sú fegursta 1 landinu, ennfremur trjávöruverk- smiðja, sú mesta sinnar tegundar 1 heimi. Minnisstæðastur er mér þó kirkjugarður með hundruðum leiða her manna, sem allir féllu í síðasta stríði. Athuguninni lýkur með því, að skoðuð er mikil skíðastökkbraut og gengið er upp í háan útsýnisturn. Þaðan sést yfir öll vötnin, sem siglt var eftir daginn fyrir, og mörg fleiri vötn með ótal eyjum. Þarna kemur á daginn, að Finn- land er ekki aðeins þúsund vatna, held- ur sextíu þúsund vatna land og land mörg þúsund eyja og skerja. A dagskrá ferðarinnar stendur, að sameiginlegur hádegisverður skuli borðaður kl. 12. Er bæjarstjórn Kuopio- kaupstaðar veitandinn, og fer neyzla hans fram með nokkru meiri hraða en venja hefur verið til um aðra málsverði í ferðinni vegna tímaskorts. En sízt eru veitingar fábreyttari né órausnarlegri en áður. Og þrátt fyrir nauman tíma eru haldnar fleiri ræður við þetta tæki- færi en nokkurt annað í ferðinni. Fyrst sé eg á Jepsen, að hann hugsar sér til hreyfings. „Það er gott,“ verður mér að orði við frú hans, sem er sessunautur minn, „þá slepp eg.“ En fár veit, hverju fagna skal. Jepsen, sem farast einkar vel orð og talar m. a. um, að stjórn rithöfunda- félagsins finnska hljóti að hafa gert samning við stjórnarvöld veðursins, fyrst það hafi verið svo fádæma gott sem raun bar vitni, flytur aðeins þakk- ir frá sér og sinni þjóð, en ekki frá öllum gestum sameiginlega. Því næst stendur upp Hilding östlund frá Stokk- hólmi fyrir hönd Svía, mælskur og skemmtinn, því að hann er hrókur alls fagnaðar. Þá má ekki hlutur Norð- manna eftir liggja, hugsar víst Odd Bang Hansen frá Osló, maður, sem eng- an hefur þreytt með ræðuhöldum fremur en Östlund, en verið því gam- ansamari í sinn hóp. Kímnidrættirnir við augun eru horfnir, svo mjög er nú Oddi alvara í sínum hlýlegu þakkar- orðum. Þá stendur Solveig von Schoultz upp fyrir hönd Finnlands Svenska Författareförening og heldur skörulega ræðu. Svo rís eg úr sæti mínu, minnist á það, er eg, barnið, var sendur á bæi, áminntur um að þakka fyrir góðgerðir, sem eg fengi, en svo feimmn ,a3 eg þagði og leit

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.