Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 679 Heimili Selmu Lagerlóf því arna, læknir.“ — Nú-ú, hvers vegna ekki?“ — „Verði einhverju af spilafólkinu eitthvað á, hafi einhver minnstu vitund rangt við, er aðvífandi hendi stutt á spila- borðið hjá honum.“ — „Hvers konar hönd er það?“ — „Ellileg, gul hönd með þunga gimsteina- hringi á beinaberum fingrunum og dýran kniplingaborða á úlnliðn- um.“ — „Og hvað frekara?" — „Ja, menn sjá ekki annað en hönd- ina.“ — „En hver var aðdragand- inn að reimleikanum?“ — „Það er engum kunnugt framar. En þetta er staðarvofa.“ Hún hafði sagt frá þessu eins og tómri firru, fannst honum, og samt sem áður var óvíst, hvað bjó í hugarfylgsnum hennar. Hver vissi, nema hún raunverulega und- ir niðri legði trúnað á reimleik- ann. „Sko, hérna kemur hún í ljós, læknir, hérna við borðröndina fast hjá þeim, sem er að spila. Úh, og svo bendir hún á eitthvert spilið með stórum, beinaberum fingri! Neglurnar eru eins og klær, bogn- ar og hvassar." En það benti þó ekki til þess, að hún tryði á reimleikann, að hún hafði valið einmitt vofuherbergið fyrir samastað sinn. Læknirinn reikaði fram með stóru sykurverksmiðjunni, sem unnið var í nótt með degi. Sótuga verksmiðjubáknið átti þá eftir að gera manni eitt skipti léttara í geði, ekki bar á öðru! Það var gott að hugsa út í, að hún hafði ekki verið reist uppi í sveit og orðið niðursokkin í draum sinn í sveitasælunni; hjátrúin hefði þá ef til vill fest þar rætur. En þar eð hún hafði alltaf verið rekin í skrölti og bramli veruleikans... Hann beygði við hornið á sykur- verksmiðjunni, og stormurinn hvein í fangið á honum jafnraun- sætt og biturt og endranær, og hann hélt upp háa steinriðið og inn í forskyggni hússins. Guð komi til! Minnstu munaði að færi um hann, sjálfan lækninn. í forskyggninu húkti einhver há- vaxin vera sveipuð svörtu sjali frá hvirfli til ilja. Sjálf Malin frænka hafði komið niður til þess að lýsa honum upp stigann. „Hvernig líður Elínu?“ spurði læknirinn. „Það var drengilegt af þér að bregða svo fljótt við,“ anzaði Malin frænka. „Ég kann satt að segja ekki skil á, hvað háir henni. Þú verður að kanna það sjálfur.“ Hún fór því nær í loftköstum upp stigann, þótt gömul væri. Og sér er nú hvað, að Malin frænka skyldi hírast niðri í kuldanum í forskyggninu og bíða hans þar. Henni hafði vitanlega verið svo órótt, hún hafði víst ætlað, að hann flýtti sér meira, ef hún færi á móti honum. Það væri sárgrætilegt, ef heilsan skyldi bila hjá þessari yngismeyju, sem hann hafði valið sér fyrir konuefni. Hann hafði aldrei hitt fyrir stúlku, er væri ákjósanlegra frúarefni en hún. Ekki þurfti að fráfælast útlitið, og hún átti enga aðra ættingja en þessar tvær, gömlu frænkur, uppeldið hafði auðvitað verið strangt, hún var út- sláttarlaus, sparsöm, gæf. Þegar þau komu inn í forstofuna, sneri Malin frænka sér aftur að honum. „Við vöknuðum um há- nótt við það, að hún veinaði svo hræðilega, og okkur hefur ekki tekizt að róa hana. Við höfðum ekkert annað úrræði en senda eft- ir þér.“ Hún opnaði dyrnar að herbergi Elínar, gægðist inn og innti frá því, að hann væri kominn. Því næst var honum vísað inn. Það var svo bjart þarna inni, að hann fékk í fyrstu ofbirtu í augun. Þær höfðu víst flutt inn þangað alla lampa og öll kerti, sem fund- ust í íbúðinni. En það fór að vísu ekki svo illa á því, háir, veggfastir speglar voru milli glugganna og stofan búin hvítum, fornlegum húsgögnum, sem Elín hafði útveg- að öll sömul. í allri þessari birtu varð manni ljóst, að þetta hafði verið sjálfur viðhafnarsalurinn, þegar fremd hússins var mest. Það var einmitt hér, sem fólk hafði fyrr meir setið við spilaborð- in — mjög hafði verið borizt þax

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.