Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 37

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 37
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 697 Hann kemur akandi á hundasleða heim að húsinu og ótal bjöllur klingja og tilkynna komu hans. Sleðinn er allur skreyttur með grænum greinum og ganga sveig- ar yfir höfuð Jólasveinsins. En á milli greinanna og sveiganna eru grannir vírar með rafmagnsperum og undir sætinu er rafgeymir, svo að ljós er á öllum perunum. Og þarna situr Jólasveinninn innan um allt þetta í fullum skrúða, há- rauðri kápu með loðnum brydd- ingum, og hann hefir afar mikið hvítt skegg. Hann nemur staðar við dyrnar, og með mjög virðulegu lát- bragði fyllir hann alla sokka barn- anna með gjöfum, eins og venja er í suðlægari löndum. Sumir þótt- ust þekk^'a að undir þessu dular- gerfi feldist annar fylgdarmaður minn, en börnin vissu betur, og« allir þeir, sem nokkurt skynbragð báru á þetta! Nú var farið inn að jólatrénu og sótt þangað „kínverjar", stjörnu- ljós og flugeldar. Síðan var haldið með þetta út á klettinn, sem húsið stendur á, til þess að allir gætu séð dýrðina. Fiskimenn, sem eru á kænum sínum langt úti í flóa, sjá flug- eldana, rauða, bláa og silfurhta, þeytast upp í Joftið og springa og verða að glóandi stjörnum. Og þeir klóra sér í höfðinu og skilja ekkert í hvað þetta getur verið, þangað til allt í einu að þeir átta sig: Nú, hann er þá kominn enn einu sinni kaupsýslumaðurinn frá New York og flytur með sér fögnuð og gleði tii allra þeirra sem búa hér við hið yzta haf á Labrador. VITRUN ENSKI LEIKARINN írægi, Sir Charles Hawtrey, var háskóla- genginn maður og enginn veifi- skati. Hann ritaði endurminn- ingar sínar og nefndi bókina „The Truth at Last" (Sannleikurinn um síðir). Þar segir hann frá merkilegri vitrun: „Það var í febrúar 1920 að eg veiktist. Eg þjáðist mjög og mér leið illa, en það sem eg minnist alla ævi er vitrun, sem mér birt- ist rétt áður en mér batnaði. Hún var svo ljóslifandi og hafði svo mikil áhrif á sál mína, að þessum endurminningum væri mjög áfátt ef henni væri sleppt. Mér fannst eg vera hrifinn á loft og borinn hærra og hærra upp í geiminn. Og eg varð gagn- tekinn af innilegum fögnuði, slík- um fögnuði er enginn maður getur gert sér í hugarlund. Eftir nokkurn tíma varð eg þess var, að eg stóð á gljáandi stétt úr svörtum marmara, fram- an við mig voru þrep og þar yfir djúpblátt hvel. Og sem eg nú stóð þarna fann eg ósjálfrátt að eg var í návist guðdóms, enda þótt eg sæi engan. Eg varð þess var að eg var með nokkrar gullkúlur í höndun- um og eg vissi að eg átti að raða þeim á þrepið fyrir framan mig. Það var erfitt að koma þeim fyrir, því þær vildu velta alla vega. Eg kraup því á kné til þess að geta raðað þeim sem bezt. Og að lok- um tókst mér að raða þeim, og þarna lágu gullkúlurnar og glóðu fagurlega við svartan marmar- ann. Eg var enn krjúpandi, leit yfir þær og sagði: „Mér þykir leitt að mér skuli ekki hafa tek- ist þetta betur". Þá heyrði eg rödd, sem svaraði: „Farðu þá og reyndu aftur!" Og nú varð eg þess var. að eg var aftur borinn um geiminn á leið til jarðarinnar, og sami fögn- uður og áður fyllti sál núna. Skömmu seinna fór mér að batna, og bráðlega gat eg farið að starfa. En endurminningin um þessa vitrun hefir alltaf vakað í sál minni, og jafnframt rík með- vitund um, að mér hafi verið gef- ið nýtt tækifæri „að reyna aftur". Þessi orð voru blátt áfram, en þrungin af ástúð og hvatningu. Og eg hefi reynt...." Rithöfundurinn Somerset Maug ham sá um útgáfu bókarinnar og segir svo í formála: „Þeir, sem þekktu Charles bezt, munu geta borið vitni um hve 4, nger áhrif þessi vitrun hafði á líf hans þau 2% ár er hann átti þá ólifuð". Oft minnist Hawtrey á mátt bænarinnar í bók sinni og segir nokkur dæmi þess hvernig hann hafi verið bænheyrður. HÚSLESTUR í MIÐVOCI Eitt sinn gisti Magnús sálarháski hjá Finni bónda í Miðvogi á Akranesi jóla- nóttina sjálfa, og var honum skammt- aður mikill matur og góður eins og heimafólkinu, eins og þá var títt hjá góðum húsbændum á efnabæum. Skammtað var skömmu eftir að kveikt hafði verið, og neytti Magnús nokkurs af mat sínum, en setti hitt í rúmið hjá sér, því að það var siður á stór- hátíðum, að hver skyldi eiga leifar sínar. Litlu síðar bjuggust menn til að lesa húslestur í Vídalínspostillu. Um þær mundir voru þeir margir, •em ekki gátu lesið húslestur svo að v«l teri, «a nú bar vtl í veiði þar sem Magnús var kominn, því að hann var bæði fluglæs og hafði að því skapi guðrækilegan og stilitan framburð; var hann því beðinn að lesa og var hann fús til þess. Tveir sálmar voru sungnir fyrir og svo sálmur á eftir guðspjallinu. Sú var venja þá á hátíðum. Þegar kom fram i miðjan lesturinn, lagði Magnús frá sér bókina, lagði hendur á kné sér og mælti: „Má ég taka af magálsbarð- inu, Finnur góður? Mig þurrkar upp að tala". Finnur kvað já við því. Magnús talaði ekki fleira, en tók hníf og skar þrjá munnbita af magálsleif- um sínum og át þá. Því næst tók hann bókina aftur og hélt áfram með lestur- inn. (Eftir handr. Sighv. Gr. Borg- firðings)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.